Samdráttur langmestur í gegnum Airbnb

Á gististöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður varð hér á landi 10,8 prósent samdráttur milli áranna 2018 og 2019. Heildarfjöldi gistinátta dróst saman um 3,1 prósent milli ára.

Hús í miðbæ Reykjavíkur
Auglýsing

Heild­ar­fjöldi greiddra gistin­átta dróst saman um 3,1 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stof­unn­ar. Þær voru rúm­lega 10 millj­ónir árið 2019 en tæp­lega 10,4 millj­ónir árið 2018. Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unnar í dag.

Gistinætur á hót­elum og gisti­heim­ilum dróg­ust saman um 1,3 pró­sent, á gisti­stöðum sem miðla gist­ingu í gegnum Air­bnb og svip­aðar síður varð 10,8 pró­sent sam­dráttur og 1,9 pró­sent sam­dráttur á öðrum teg­undum gisti­staða á borð við far­fugla­heim­ili og tjald­svæði.

Mynd: Hagstofan

Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði um fækkun ferða­manna fyrr í mán­uð­inum en þar kom fram að alls hefðu brott­farir erlendra far­þega frá Íslandi um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl, sem not­aðar eru til við­mið­unar um hversu margir ferða­­menn heim­­sóttu land­ið, verið 1.986.153 í fyrra. Það er um 329 þús­und færri en árið 2018, sem var metár, en þá voru brott­farir 2.315.925. Til sam­an­­burðar þá búa um 364 þús­und manns á Íslandi um þessar mund­­ir. Ferða­­mönnum fækk­­aði því um tæp­­lega eina íslenska þjóð í fyrra.

Ferða­­menn­irnir sem flugu frá Íslandi voru því 14,2 pró­­sent færri í fyrra en árið á undan og tæp­­lega tíu pró­­sent færri en þeir voru árið 2017. Ferða­­menn í fyrra voru hins vegar fleiri en árið 2016.

Gistin­óttum á hót­elum fjölg­aði um 1 pró­sent

Heild­ar­fjöldi greiddra gistin­átta í des­em­ber síð­ast­liðnum dróst saman um 4,6 pró­sent sam­an­borið við des­em­ber 2018, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Gistin­óttum á hót­elum fjölg­aði um 1 pró­sent á meðan 11 pró­sent sam­dráttur var á gisti­heim­il­um. Á öðrum teg­undum gisti­staða dróg­ust gistinætur saman um 6 pró­sent en um 19 pró­sent á stöðum sem miðla gist­ingu í gegnum Air­bnb og svip­aðar síð­ur.

Greiddar gistinætur ferða­manna á öllum gisti­stöðum voru um 504.000 í des­em­ber síð­ast­liðnum en þær voru um 528.200 í sama mán­uði árið áður. Gistinætur á hót­elum og gisti­heim­ilum voru 352.700, þar af 304.700 á hót­el­um. Gistinætur í íbúða­gist­ingu, far­fugla­heim­ilum og þess háttar voru um 87.300 og um 64.000 á stöðum sem miðla gist­ingu í gegnum vef­síður á borð við Air­bnb, segir á vef Hag­stof­unn­ar.

Gistinætur á hót­elum í des­em­ber síð­ast­liðnum voru 304.700, sem er 1 pró­sent aukn­ing frá sama mán­uði árið áður. Gistin­óttum á hót­elum á Norð­ur­landi fækk­aði um 23 pró­sent en þeim ýmist fjölg­aði eða héld­ust óbreyttar á öðrum land­svæð­um. Um 67 pró­sent allra hót­elgistin­átta voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 204.300.

Heild­ar­fjöldi gistin­átta á hót­elum árið 2019 var um 4.519.000, og fjölg­aði þeim um 1 pró­sent frá árinu 2018.

Nýt­ing best á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Her­bergj­a­nýt­ing á hót­elum í des­em­ber 2019 var 50,6 pró­sent og féll um 2,7 pró­sentu­stig frá fyrra ári. Á sama tíma hefur fram­boð gisti­rýmis auk­ist um 8,9 pró­sent mælt í fjölda her­bergja. Nýt­ingin í des­em­ber var best á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 67,7 pró­sent.

Um 90 pró­sent gistin­átta á hót­elum voru skráðar á erlenda ferða­menn, eða 274.700. Ferða­menn frá Bret­landi voru með flestar gistinæt­ur, eða 69.000 næt­ur, þar á eftir komu Banda­ríkja­menn með 60.300 nætur og Kín­verjar með 42.000 nætur en gistinætur Íslend­inga voru 30.000.

Sam­kvæmt áætlun sem byggir á svörum úr landamæra­rann­sókn Ferða­mála­stofu og Hag­stofu Íslands voru gistinætur erlendra ferða­manna í bílum utan tjald­svæða um 2.000 og gistinætur hjá vinum og ætt­ingj­um, í gegnum húsa­skipti eða ann­ars staðar þar sem ekki var greitt sér­stak­lega fyrir gist­ingu, um 17.000.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent