Alltaf hætta að ferðast í fjalllendi að vetrarlagi

Nú um helgina er spáð góðu veðri og líklegt að margir ætli að nýta það til útivistar. Enn er töluverð hætta á snjóflóðum til fjalla á suðvesturhorninu. Ekki er gerlegt að vakta með mikilli nákvæmni einstakar gönguleiðir með tilliti til snjóflóðahættu.

Ský faðma tinda Esjunnar síðdegis í dag.
Ský faðma tinda Esjunnar síðdegis í dag.
Auglýsing

Það fylgir því alltaf hætta að ferð­ast í fjall­lendi að vetr­ar­lagi. Brött fjöll geta safnað snjó og við ákveðnar aðstæður geta fall­ið ­flóð, ýmist af nátt­úru­legum orsökum eða af manna­völd­um. Snjó­flóð geta ver­ið mis­stór en jafn­vel lítil flóð geta ógnað fólki ef þau til dæmis hrúg­ast upp í giljum eða fara út í sjó. Þá er talað um lands­lags­gildr­ur. Í flestum til­fell­u­m þegar fólk lendir í snjó­flóðum í óbyggðum þá hefur það sjálft eða ein­hver í hópnum sett flóðið af stað.

Þetta segir Harpa Gríms­dótt­ir, sér­fræð­ingur á snjó­flóða­vakt Veð­ur­stofu Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir ómögu­legt að vakta með­ ­mik­illi nákvæmni ein­stakar göngu­leiðir með til­liti til snjó­flóða­hættu vegna þess að þær geta farið um fjöl­margar mis­mun­andi brekk­ur.

Á mið­viku­dag lentu skíða­menn í snjó­flóði í Móskarðs­hnúk­um. ­Flóðið var lít­ið, en óheppi­legar aðstæður urðu þess vald­andi að einn þeirra grófst í árgili og lést. Annað lítið fleka­flóð fór af stað undan skíða­manni á svip­uðum slóðum nokkru síð­ar. Eins féllu nokkur lítil snjó­flóð í Mos­felli og ­Skála­felli.

Auglýsing

Veð­ur­stofan gerir svæð­is­bundna spá um snjó­flóða­hættu með­ úti­vi­star­fólk í fjall­lendi í huga. Slík spá er  ­meðal ann­ars gerð fyrir suð­vest­ur­hornið sem er til­rauna­verk­efni er hóf­st ­síð­asta vet­ur. Þar er hætta skil­greind í fimm stigum og tekur spáin bæði til­ snjó­flóða af nátt­úru­legum orsökum og af manna­völd­um.

Snjó­flóða­hætta er metin á alþjóð­legum skala sem inni­fel­ur ­mat á líkum á flóðum og stærð þeirra fyrir stórt svæði. Ekki er ein­ungis gef­inn ­upp lit­ur, heldur fylgir spánni texti og tákn sem lýsa aðstæðum bet­ur.

Vesturhlíð Mosfells síðdegis 30. janúar. Sjá má hengju skammt neðan brúnarinnar sem kögglar hafa hrunið úr. Mynd: Tómas Jóhannesson

Á mið­viku­dag var snjó­flóða­hætta á suð­vest­ur­horn­inu metin á stigi 2 (gulur – nokkur hætta). Á því stigi er ekki búist við stórum, ­nátt­úru­legum snjó­flóð­um, en minni snjó­flóð geta fallið og fólk getur sett snjó­flóð af stað í bratt­lendi á afmörk­uðum svæð­um. Spá um snjó­flóða­hættu er nú á stigi 3 (app­el­sínu­gulur – tölu­verð hætta). Tals­vert nýsnævi er til fjalla og hafa flóð fallið af manna­völdum í nýja snjón­um.

Snjó­flóða­spáin veitir almenn­ingi upp­lýs­ingar um snjó- og snjó­flóða­að­stæður á ákveðnu svæði og er mjög almenn vegna tak­mark­aðra ­upp­lýs­inga. „Hún getur því aldrei komið í stað­inn fyrir stað­bundið mat hverju sinni, en hún er eitt af því sem ein­stak­lingar geta nýtt sér til þess að meta ­sjálfir snjó­flóða­hættu á hverjum stað fyrir sig,“ segir í útskýr­ingum um spána á vef Veð­ur­stof­unn­ar.

Örugg­ast að halda sig frá hlíðum þar sem bratti er 30° eða meiri

Í svæð­is­bundnu snjó­flóða­spánni er komið á fram­færi ­fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum um lag­skipt­ingu snævar og fréttum um snjó­flóð sem ­fallið hafa á við­kom­andi svæði. Jafn­framt er eðli snjó­flóða­hætt­unnar lýst og hvers konar staði ber helst að var­ast.

Bæta má öryggi umtals­vert með því að halda sig frá hlíð­u­m þar sem bratti er 30° eða meiri. Ef slys hendir er mik­il­vægt að vera með rétt­an út­búnað til þess að auka lík­urnar á að geta fundið og bjargað félögum sínum úr snjó­flóði: Snjó­flóðaýli, skóflu og stöng.

Svæð­is­spáin er gefin út fyrir norð­an­verða Vest­firð­i, ut­an­verðan Trölla­skaga og Aust­firð­i.  Þá var til­rauna­verk­efni um spá á snjó­flóða­hættu á suð­vest­ur­horni lands­ins bætt við á síð­asta ári.

 Ástæðan fyrir því að ­spáin var gerð fyrir þessi þrjú svæði í upp­hafi er sú að þar starfa snjóat­hug­un­ar­menn á vegum Veð­ur­stof­unnar sem aðstoða við vöktun byggð­ar. Þeir afla gagna um veður og snjóa­lög sem nauð­syn­leg eru við gerð snjó­flóða­spár. Á þessum svæðum er líka stunduð mikil fjalla­ferða­mennska að vetr­ar­lagi.

Fimm gerðir snjó­flóða­vanda

Í spánni eru skil­greindar fimm gerðir „snjó­flóða­vanda“ (e. a­valanche problem) sem geta átt við. Með því er gerð til­raun til að lýsa ­dæmi­gerðum aðstæðum í snjó og í veðri sem geta leitt til þess að snjó­flóð ­fell­ur.

Hinar fimm gerðir snjó­flóða­vanda eru nýsnævi, skaf­snjó­r, við­var­andi veik lög, votur snjór og snjó­skrið. Fyrir hverja gerð eru skil­greindar líkur á að snjó­flóð falli sem geta ver­ið: Ólík­legt, mögu­leg­t, lík­legt, mjög lík­legt, full­víst.Mynd: Veðurstofa Íslands

Þegar snjó­flóða­spáin er á stigi 2 (gul­um) eða hærra er alltaf skil­greind að minnsta kosti ein gerð af snjó­flóða­vanda fyrir við­kom­and­i ­svæði. Lagt er mat á það hvar vand­ann er helst að finna, líkur á að snjó­flóð ­falli og lík­leg hámarks­stærð snjó­flóða ef þau falla.

Til­gang­ur­inn með skil­grein­ingu á snjó­flóða­vanda er að bæta og ein­falda fram­setn­ingu á svæð­is­bund­inni snjó­flóða­spá og lýsa á ein­faldan hátt vara­sömum snjó­að­stæð­um. Alltaf þarf að hafa í huga að spáin er mikil ein­föld­un á raun­veru­leik­anum og hættur geta leynst víðar en spáin til­grein­ir.

Nú um helg­ina er spáð góðu veðri og lík­legt að margir ætli að nýta það til úti­vist­ar. Enn er tölu­verð hætta á snjó­flóðum til fjalla á suð­vest­ur­horni lands­ins. „Snjór sem féll í síð­ustu viku er enn til staðar og ­getur verið óstöð­ugur við ákveðnar aðstæð­ur,“ bendir Harpa á. Hún segir að eins og alltaf ráð­leggi hún fólki að fara að öllu með gát.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent