Alltaf hætta að ferðast í fjalllendi að vetrarlagi

Nú um helgina er spáð góðu veðri og líklegt að margir ætli að nýta það til útivistar. Enn er töluverð hætta á snjóflóðum til fjalla á suðvesturhorninu. Ekki er gerlegt að vakta með mikilli nákvæmni einstakar gönguleiðir með tilliti til snjóflóðahættu.

Ský faðma tinda Esjunnar síðdegis í dag.
Ský faðma tinda Esjunnar síðdegis í dag.
Auglýsing

Það fylgir því alltaf hætta að ferð­ast í fjall­lendi að vetr­ar­lagi. Brött fjöll geta safnað snjó og við ákveðnar aðstæður geta fall­ið ­flóð, ýmist af nátt­úru­legum orsökum eða af manna­völd­um. Snjó­flóð geta ver­ið mis­stór en jafn­vel lítil flóð geta ógnað fólki ef þau til dæmis hrúg­ast upp í giljum eða fara út í sjó. Þá er talað um lands­lags­gildr­ur. Í flestum til­fell­u­m þegar fólk lendir í snjó­flóðum í óbyggðum þá hefur það sjálft eða ein­hver í hópnum sett flóðið af stað.

Þetta segir Harpa Gríms­dótt­ir, sér­fræð­ingur á snjó­flóða­vakt Veð­ur­stofu Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir ómögu­legt að vakta með­ ­mik­illi nákvæmni ein­stakar göngu­leiðir með til­liti til snjó­flóða­hættu vegna þess að þær geta farið um fjöl­margar mis­mun­andi brekk­ur.

Á mið­viku­dag lentu skíða­menn í snjó­flóði í Móskarðs­hnúk­um. ­Flóðið var lít­ið, en óheppi­legar aðstæður urðu þess vald­andi að einn þeirra grófst í árgili og lést. Annað lítið fleka­flóð fór af stað undan skíða­manni á svip­uðum slóðum nokkru síð­ar. Eins féllu nokkur lítil snjó­flóð í Mos­felli og ­Skála­felli.

Auglýsing

Veð­ur­stofan gerir svæð­is­bundna spá um snjó­flóða­hættu með­ úti­vi­star­fólk í fjall­lendi í huga. Slík spá er  ­meðal ann­ars gerð fyrir suð­vest­ur­hornið sem er til­rauna­verk­efni er hóf­st ­síð­asta vet­ur. Þar er hætta skil­greind í fimm stigum og tekur spáin bæði til­ snjó­flóða af nátt­úru­legum orsökum og af manna­völd­um.

Snjó­flóða­hætta er metin á alþjóð­legum skala sem inni­fel­ur ­mat á líkum á flóðum og stærð þeirra fyrir stórt svæði. Ekki er ein­ungis gef­inn ­upp lit­ur, heldur fylgir spánni texti og tákn sem lýsa aðstæðum bet­ur.

Vesturhlíð Mosfells síðdegis 30. janúar. Sjá má hengju skammt neðan brúnarinnar sem kögglar hafa hrunið úr. Mynd: Tómas Jóhannesson

Á mið­viku­dag var snjó­flóða­hætta á suð­vest­ur­horn­inu metin á stigi 2 (gulur – nokkur hætta). Á því stigi er ekki búist við stórum, ­nátt­úru­legum snjó­flóð­um, en minni snjó­flóð geta fallið og fólk getur sett snjó­flóð af stað í bratt­lendi á afmörk­uðum svæð­um. Spá um snjó­flóða­hættu er nú á stigi 3 (app­el­sínu­gulur – tölu­verð hætta). Tals­vert nýsnævi er til fjalla og hafa flóð fallið af manna­völdum í nýja snjón­um.

Snjó­flóða­spáin veitir almenn­ingi upp­lýs­ingar um snjó- og snjó­flóða­að­stæður á ákveðnu svæði og er mjög almenn vegna tak­mark­aðra ­upp­lýs­inga. „Hún getur því aldrei komið í stað­inn fyrir stað­bundið mat hverju sinni, en hún er eitt af því sem ein­stak­lingar geta nýtt sér til þess að meta ­sjálfir snjó­flóða­hættu á hverjum stað fyrir sig,“ segir í útskýr­ingum um spána á vef Veð­ur­stof­unn­ar.

Örugg­ast að halda sig frá hlíðum þar sem bratti er 30° eða meiri

Í svæð­is­bundnu snjó­flóða­spánni er komið á fram­færi ­fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum um lag­skipt­ingu snævar og fréttum um snjó­flóð sem ­fallið hafa á við­kom­andi svæði. Jafn­framt er eðli snjó­flóða­hætt­unnar lýst og hvers konar staði ber helst að var­ast.

Bæta má öryggi umtals­vert með því að halda sig frá hlíð­u­m þar sem bratti er 30° eða meiri. Ef slys hendir er mik­il­vægt að vera með rétt­an út­búnað til þess að auka lík­urnar á að geta fundið og bjargað félögum sínum úr snjó­flóði: Snjó­flóðaýli, skóflu og stöng.

Svæð­is­spáin er gefin út fyrir norð­an­verða Vest­firð­i, ut­an­verðan Trölla­skaga og Aust­firð­i.  Þá var til­rauna­verk­efni um spá á snjó­flóða­hættu á suð­vest­ur­horni lands­ins bætt við á síð­asta ári.

 Ástæðan fyrir því að ­spáin var gerð fyrir þessi þrjú svæði í upp­hafi er sú að þar starfa snjóat­hug­un­ar­menn á vegum Veð­ur­stof­unnar sem aðstoða við vöktun byggð­ar. Þeir afla gagna um veður og snjóa­lög sem nauð­syn­leg eru við gerð snjó­flóða­spár. Á þessum svæðum er líka stunduð mikil fjalla­ferða­mennska að vetr­ar­lagi.

Fimm gerðir snjó­flóða­vanda

Í spánni eru skil­greindar fimm gerðir „snjó­flóða­vanda“ (e. a­valanche problem) sem geta átt við. Með því er gerð til­raun til að lýsa ­dæmi­gerðum aðstæðum í snjó og í veðri sem geta leitt til þess að snjó­flóð ­fell­ur.

Hinar fimm gerðir snjó­flóða­vanda eru nýsnævi, skaf­snjó­r, við­var­andi veik lög, votur snjór og snjó­skrið. Fyrir hverja gerð eru skil­greindar líkur á að snjó­flóð falli sem geta ver­ið: Ólík­legt, mögu­leg­t, lík­legt, mjög lík­legt, full­víst.Mynd: Veðurstofa Íslands

Þegar snjó­flóða­spáin er á stigi 2 (gul­um) eða hærra er alltaf skil­greind að minnsta kosti ein gerð af snjó­flóða­vanda fyrir við­kom­and­i ­svæði. Lagt er mat á það hvar vand­ann er helst að finna, líkur á að snjó­flóð ­falli og lík­leg hámarks­stærð snjó­flóða ef þau falla.

Til­gang­ur­inn með skil­grein­ingu á snjó­flóða­vanda er að bæta og ein­falda fram­setn­ingu á svæð­is­bund­inni snjó­flóða­spá og lýsa á ein­faldan hátt vara­sömum snjó­að­stæð­um. Alltaf þarf að hafa í huga að spáin er mikil ein­föld­un á raun­veru­leik­anum og hættur geta leynst víðar en spáin til­grein­ir.

Nú um helg­ina er spáð góðu veðri og lík­legt að margir ætli að nýta það til úti­vist­ar. Enn er tölu­verð hætta á snjó­flóðum til fjalla á suð­vest­ur­horni lands­ins. „Snjór sem féll í síð­ustu viku er enn til staðar og ­getur verið óstöð­ugur við ákveðnar aðstæð­ur,“ bendir Harpa á. Hún segir að eins og alltaf ráð­leggi hún fólki að fara að öllu með gát.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent