Yfir hundrað namibískir sjómenn í óvissu vegna Samherja

Namibískir sjómenn sem starfa á skipi Samherja óttast að þeir hafi misst vinnuna eftir að skipið yfirgaf landið óvænt.

Starfsmenn á Sögu Mynd: The Namibian
Auglýsing

Yfir 120 namibískir sjó­menn sem starfa á skipi Sam­herja í Namibíu ótt­ast að þeir hafi misst vinn­una eftir að skipið yfir­gaf landið óvænt síð­ast­lið­inn mið­viku­dag. Frá þessu greinir The Namibian í dag. 

­Sam­herji sendi frá sér til­kynn­ingu fyrr í jan­úar þar sem kom fram að fyr­ir­tækið segð­ist vera að draga úr starf­­semi sinni í Namibíu með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það væri hins vegar ljóst að það myndi taka ein­hvern tíma. „Allar ákvarð­­anir vegna starf­­sem­innar í Namibíu verða teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­­völd og í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­­ur,“ sagði í frétta­til­kynn­ing­unni.

Skipið sem um ræð­ir, Saga, er í eigu Saga Seafood og siglir undir merkjum Esju Seafood Limited, dótt­ur­fé­lags Sam­herja á Kýp­ur. Í frétt RÚV um málið kemur fram að skipið hafi um ára­bil veitt hrossa­makríl í lög­sögu Namib­íu.

Auglýsing

Sam­kvæmt The Namibian voru sjó­menn­irnir beðnir í gegnum sms að sækja eigur sínar á skipið fyrir síð­ast­lið­inn mið­viku­dag. Leon­ard Shinedi­ma, einn skip­verj­inn á Sögu, sagði í sam­tali við mið­il­inn að þeim hefði verið greint frá því að fyr­ir­tækið hefði ekki fengið kvóta og væri því að senda skipið í við­gerð í Las Palmas á Kanarí­eyj­um.

„Núna heyrum við að skipið eigi ekki aft­ur­kvæmt. Þeir not­uðu það ein­ungis sem afsökun að það væri að fara til í Las Palmas til þess að koma því frá Namib­íu,“ sagði Shinedima við The Namibi­an. Starfs­menn fengu engar frek­ari upp­lýs­ingar um hversu lengi skipið muni vera í burtu né hvort þeir fái borg­að. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent