Yfir hundrað namibískir sjómenn í óvissu vegna Samherja

Namibískir sjómenn sem starfa á skipi Samherja óttast að þeir hafi misst vinnuna eftir að skipið yfirgaf landið óvænt.

Starfsmenn á Sögu Mynd: The Namibian
Auglýsing

Yfir 120 namibískir sjómenn sem starfa á skipi Samherja í Namibíu óttast að þeir hafi misst vinnuna eftir að skipið yfirgaf landið óvænt síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu greinir The Namibian í dag. 

Samherji sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem kom fram að fyrirtækið segðist vera að draga úr starf­semi sinni í Namibíu með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það væri hins vegar ljóst að það myndi taka ein­hvern tíma. „Allar ákvarð­anir vegna starf­sem­innar í Namibíu verða teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­völd og í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur,“ sagði í frétta­til­kynn­ing­unni.

Skipið sem um ræðir, Saga, er í eigu Saga Seafood og siglir undir merkjum Esju Seafood Limited, dótturfélags Samherja á Kýpur. Í frétt RÚV um málið kemur fram að skipið hafi um árabil veitt hrossamakríl í lögsögu Namibíu.

Auglýsing

Samkvæmt The Namibian voru sjómennirnir beðnir í gegnum sms að sækja eigur sínar á skipið fyrir síðastliðinn miðvikudag. Leonard Shinedima, einn skipverjinn á Sögu, sagði í samtali við miðilinn að þeim hefði verið greint frá því að fyrirtækið hefði ekki fengið kvóta og væri því að senda skipið í viðgerð í Las Palmas á Kanaríeyjum.

„Núna heyrum við að skipið eigi ekki afturkvæmt. Þeir notuðu það einungis sem afsökun að það væri að fara til í Las Palmas til þess að koma því frá Namibíu,“ sagði Shinedima við The Namibian. Starfsmenn fengu engar frekari upplýsingar um hversu lengi skipið muni vera í burtu né hvort þeir fái borgað. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent