„Krafan um sanngjarnt og gagnsætt ráðningarferli að engu höfð“

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir spyr stjórn RÚV hvaða umframhæfnisþættir og yfirburðir hafi ráðið ráðningu Stefáns Eiríkssonar í stöðu útvarpsstjóra.

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir
Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir
Auglýsing

Her­­dís Kjerulf Þor­­geir­s­dótt­ir, mann­rétt­inda­lög­mað­ur, fyrr­ver­andi rit­stjóri og útgef­andi, gagn­rýnir val stjórnar RÚV á nýjum útvarps­stjóra í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Hún telur meðal ann­ars að stjórn rík­is­út­varps­ins hafi mark­visst úti­lokað ákveðnar konur á loka­metr­unum ráðn­ing­ar­ferl­is­ins til að forð­ast óhag­stæðan sam­an­burð við þann sem ráð­inn var í því skyni að hindra jafn­réttiskær­ur.

Alls sótti 41 um starfið og var Her­dís meðal umsækj­enda. Stefán Eiríks­son, borg­­­ar­­­rit­­­ari Reykja­víkur og fyrr­ver­andi lög­­­­­reglu­­­stjóri á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, var ráð­inn í starfið í lok jan­ú­ar.

Krafan um konu í stól útvarps­stjóra tif­andi tíma­sprengja

Her­dís bendir á að það sé „meir en ald­ar­fjórð­ungur síðan Hæsti­réttur kvað jafn­rétt­islög þýð­ing­ar­lítil nema meg­in­reglur væru skýrðar svo að veita skyldi konu starf ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin hvað varðar menntun og annað sem máli skiptir og karl­maður sem við hana keppir ef á starfs­svið­inu eru fáar kon­ur. Í níu­tíu ára sögu rík­is­út­varps­ins hefur engin kona gegnt stöðu útvarps­stjóra. Ell­efti karl­inn var ráð­inn útvarps­stjóri í vik­unni and­spænis flóru fremstu fjöl­miðla­kvenna lands­ins.“

Auglýsing

Hún segir að þegar staðan var aug­lýst laus til umsóknar hafi krafan um konu í stól útvarps­stjóra verið orðin tif­andi tíma­sprengja. Yrði karl tek­inn umfram konu í stöð­una þyrfti hann að hafa aug­ljósa yfir­burði á þeim sviðum sem gerð hafi verið að skil­yrði.

Hvaða yfir­burðir réðu ráðn­ingu ell­efta karls­ins í stöðu útvarps­stjóra?

„Margar fær­ustu fjöl­miðla­konur lands­ins sóttu um starfið en engin þeirra komst áfram eftir fyrsta við­tal. Þrír karlar og ein kona röt­uðu í loka­úr­tak­ið. Konur sem eiga að baki ára­tuga reynslu sem rit­stjór­ar, frétta­stjór­ar, útgef­end­ur, dag­skrár­gerð­ar­menn, frétta­menn, rit­höf­und­ar, fræði­menn og stjórn­endur hljóta að spyrja hvað hafi legið til grund­vallar val­inu í loka­úr­takið því ekki voru það hæfn­is- og kynja­sjón­ar­mið,“ skrifar hún og bætir því við að auk þess hafi krafan um sann­gjarnt og gagn­sætt ráðn­ing­ar­ferli verið að engu höfð.

Her­dís segir að svo virð­ist sem stjórn rík­is­út­varps­ins hafi mark­visst úti­lokað þessar konur á loka­metr­unum til að forð­ast óhag­stæðan sam­an­burð við þann sem ráð­inn var í því skyni að hindra jafn­réttiskær­ur.

Eftir standi ein spurn­ing sem hún beinir til stjórnar RÚV en hún spyr hvaða umfram­hæfn­is­þættir og yfir­burðir hafi ráðið ráðn­ingu ell­efta karls­ins í stöðu útvarps­stjóra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent