Ekki hægt að senda póst til Kína vegna þess að það er ekki flogið þangað

Þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-kórónaveirusýkingarinnar.

Kórónaveiran
Auglýsing

Póst­ur­inn hefur til­kynnt að það sé ekki hægt að senda send­ingar til Kína með fyr­ir­tæk­inu lengur vegna þess að  þau flug­fé­lög sem þjón­usta Póst­inn eru hætt að fljúga til lands­ins vegna Wuhan-veirunn­ar.

Í til­kynn­ingu er haft eftir Herði Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­sviðs Pósts­ins, að það hafi legið í loft­inu að það yrði mjög erfitt að halda uppi þjón­ustu til og frá Kína vegna yfistand­andi ástands. Póst­ur­inn hefði hins vegar von­ast til þess að ekki þyrfti að loka al­veg fyrir póst­flutn­inga þang­að. „Við getum í raun lítið gert þar sem okkar þjón­ustu­að­ilar eru hættir að taka við send­ingum til lands­ins. Það er afar erfitt að segja til um hve lengi þetta ástand muni vara en við von­umst að sjálf­sögðu til að það verði ekki lengi. Um leið og opn­ast fyrir mögu­leik­ann aftur munum við láta vita af því.“

Stað­fest and­lát af völdum Wuhan-veirunn­ar, sem er kór­óna­veiru­sýk­ing, voru 362 í gær­kvöldi. Alls höfðu yfir 17 þús­und manns sýkst á heims­vísu á sama tíma. Ekk­ert til­felli hefur enn greinst á Íslandi en veiran hefur alls greinst í 24 lönd­um. 

Auglýsing
Engin sér­stök með­ferð er til við kór­óna­veiru­sýk­ingum og ekki er til bólu­efni gegn þess­ari veiki. Til að forð­ast smit vegna kór­ónu­veiru, svipað og inflú­ensu, er mik­il­vægt að beita almennu hrein­læti, svo sem  hand­þvotti og/eða hand­sprittun ef ekki er aðgengi að vatni og sápu.

„Ferða­langar á svæðum þar sem þessi veiki hefur komið upp ættu að forð­ast umgengni við lif­andi og dauð dýr, sér­stak­lega dýra­mark­aði, og veika ein­stak­linga. Hand­hreinsun eftir snert­ingu við yfir­borð sem margir koma við, s.s. á flug­völl­um, getur einnig dregið úr smit­hætt­u,“ segir í leið­bein­ingum á vef emb­ættis land­lækn­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent