Segir viðbrögð stjórnarliða við skýrslubeiðni sýna grímulausa sérhagsmunagæslu

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir viðbrögð stjórnarliða við skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi sýna að hún snerti „einhvern auman blett hjá ríkisstjórninni.“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Af viðbrögðunum að dæma er augljóst að þessi skýrslubeiðni snerti einhvern auman blett hjá ríkisstjórninni því umræddir stjórnarþingmenn mega greinilega ekki til þess hugsa að almenningur sé upplýstur um þetta einfalda mál. Hér er sérhagsmunagæslan algerlega grímulaus. Kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hvaða stjórnmálaflokkar hljóta hæstu styrkina frá sjávarútveginum.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann deilir frétt um viðbrögð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, við beiðni 18 þingmanna um skýrslu um sam­an­burð á greiðslum Sam­herja fyrir veiði­rétt í Namibíu og á Íslandi.

Nokkrir stjórnarþingmenn fóru á límingunum yfir einfaldri skýrslubeiðni til Sjávarútvegsráðherra um samanburð á...

Posted by Þorsteinn Viglundsson on Thursday, February 6, 2020

Þegar skýrslubeiðnin var rædd á Alþingi í morgun sagði Bjarni að hún væri „auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni.“ 

Óli Björn Kárason og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndu einnig skýrslubeiðnina. 

Visar í styrki sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnarflokka

Þorsteinn segir í stöðuuppfærslunni að nokkrir stjórnarþingmenn hefðu farið á límingunum yfir þessari einföldu skýrslubeiðni. „Spurningin er hvaða hagsmuna þessir stjórnarþingmennirnir eru að gæta með þessu framferði sínu? Hér er beðið um einfaldan samanburð sem almenningur hefur fullan rétt á að fá að vita eftir fréttaflutning af Samherjaskjölunum. Þar kemur m.a. fram að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu séu tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt.

Auglýsing
Af viðbrögðunum að dæma er augljóst að þessi skýrslubeiðni snerti einhvern auman blett hjá ríkisstjórninni því umræddir stjórnarþingmenn mega greinilega ekki til þess hugsa að almenningur sé upplýstur um þetta einfalda mál. Hér er sérhagsmunagæslan algerlega grímulaus. Kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hvaða stjórnmálaflokkar hljóta hæstu styrkina frá sjávarútveginum.“

Þar vísar Þorsteinn í að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur, fengu alls um ell­efu millj­ónir króna í styrki frá lög­að­ilum í sjáv­ar­út­vegi á árinu 2018. Um er að ræða útgerð­ar­fyr­ir­tæki, fisk­vinnsl­ur, fyr­ir­tæki sem starfa í fisk­eldi og eign­ar­halds­fé­lög í eigu stórra eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tækja. 

Endurgjald háð pólitísku mati

Fyrsti flutn­ings­maður skýrslu­beiðn­innar er Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ur, for­maður Við­reisn­ar, en með henni eru sautján þing­menn úr Við­reisn, Píröt­um, Sam­fylk­ing­unni og þing­manni utan flokka.

Í grein­ar­gerð með skýrslu­beiðn­inni segir að ákvörðun veiði­gjalda hafi lengi verið ágrein­ings­mál í íslenskum stjórn­mál­um. Ekki hafi verið meiri­hluti fyrir því að láta gjald fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna ráð­ast á mark­aði þar sem til­tek­inn hluti veiði­heim­ilda yrði ár hvert boð­inn til sölu til ákveð­ins tíma. Þess í stað hafi gjaldið verið ákveðið með lög­um, sem sætt hafa reglu­legum breyt­ing­um.

„End­ur­gjald fyrir einka­af­not af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar hefur þannig verið háð póli­tísku mati. Það póli­tíska mat hefur aftur í veru­legum atriðum byggst á áliti þeirra hags­muna­að­ila í útgerð sem eru full­trúar þeirra fyr­ir­tækja sem gjaldið greiða. Með öðrum orðum hafa verið bein tengsl á milli þess sem útgerð­irnar hafa talið sig geta greitt og þess sem meiri­hluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þær upp­lýs­ingar sem fram hafi komið í svoköll­uðum Sam­herj­a­skjöl­um, sem RÚV fjall­aði um í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik, gefi til­efni til að bera saman hvað eitt af stærstu og áhrifa­rík­ustu fyr­ir­tækj­unum á þessu sviði sé reiðu­búið til að greiða fyrir veiði­rétt á Íslandi og í Namib­íu. Eftir yfir­lýs­ingar ráð­herra bæði í fjöl­miðlum og á þingi sé afar ólík­legt að rík­is­stjórnin hafi frum­kvæði að því að kanna þennan mik­il­væga þátt máls­ins til hlít­ar.

Samanburðarathugun unnin af óháðum aðila

Sam­an­burður af þessu tagi á, sam­kvæmt flutn­ings­mönnum beiðn­inn­ar, að geta stuðlað að mál­efna­legri umræðu um það mat sem ákvörðun veiði­gjalda bygg­ist á.

„Í Sam­herj­a­skjöl­unum kemur fram að greiðsla fyrir veiði­rétt í Namibíu hefur byggst á beinum greiðslum fyrir veiði­rétt og sér­stökum greiðslum til þeirra sem ráðið hafa mestu um úthlutun veiði­rétt­ar­ins.“

Að mati skýrslu­beið­enda færi best á því að sam­an­burð­ar­at­hug­unin verði unnin af óháðum aðila. „Rétt þykir að þeir óháðu aðilar taki heild­ar­fjár­hæð beggja þess­ara þátta með í sam­an­burð­in­um. Einnig telja skýrslu­beið­endur æski­legt að sam­ráð verði haft við þing­flokka um þá óháðu aðila sem fengnir verða í þessa þýð­ing­ar­miklu vinn­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent