Segir viðbrögð stjórnarliða við skýrslubeiðni sýna grímulausa sérhagsmunagæslu

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir viðbrögð stjórnarliða við skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi sýna að hún snerti „einhvern auman blett hjá ríkisstjórninni.“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Af við­brögð­unum að dæma er aug­ljóst að þessi skýrslu­beiðni snerti ein­hvern auman blett hjá rík­is­stjórn­inni því umræddir stjórn­ar­þing­menn mega greini­lega ekki til þess hugsa að almenn­ingur sé upp­lýstur um þetta ein­falda mál. Hér er sér­hags­muna­gæslan alger­lega grímu­laus. Kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hvaða stjórn­mála­flokkar hljóta hæstu styrk­ina frá sjáv­ar­út­veg­in­um.“ Þetta segir Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann deilir frétt um við­brögð Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við beiðni 18 þing­manna um skýrslu um sam­an­­burð á greiðslum Sam­herja fyrir veið­i­­rétt í Namibíu og á Íslandi.

Nokkrir stjórn­ar­þing­menn fóru á lím­ing­unum yfir ein­faldri skýrslu­beiðni til Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um sam­an­burð á...

Posted by Þor­steinn Viglunds­son on Thurs­day, Febru­ary 6, 2020

Þegar skýrslu­beiðnin var rædd á Alþingi í morgun sagði Bjarni að hún væri „auð­vitað ekk­ert annað heldur en ákveðið lýð­skrum sem að fer fram í kjöl­farið á alvar­legu máli sem upp­lýst hefur verið um og er til skoð­unar og rann­sókn­ar. Hér er þyrlað upp póli­tísku mold­viðri útaf ágrein­ings­efni sem hefur verið um veiði­gjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiði­gjöld eftir því að hún telur að sé hæfi­legt hverju sinn­i.“ 

Óli Björn Kára­son og Birgir Ármanns­son, þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýndu einnig skýrslu­beiðn­ina. 

Visar í styrki sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til stjórn­ar­flokka

Þor­steinn segir í stöðu­upp­færsl­unni að nokkrir stjórn­ar­þing­menn hefðu farið á lím­ing­unum yfir þess­ari ein­földu skýrslu­beiðni. „Spurn­ingin er hvaða hags­muna þessir stjórn­ar­þing­menn­irnir eru að gæta með þessu fram­ferði sínu? Hér er beðið um ein­faldan sam­an­burð sem almenn­ingur hefur fullan rétt á að fá að vita eftir frétta­flutn­ing af Sam­herj­a­skjöl­un­um. Þar kemur m.a. fram að greiðslur félags­ins fyrir veiði­heim­ildir í Namibíu séu tvö­falt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt.

Auglýsing
Af við­brögð­unum að dæma er aug­ljóst að þessi skýrslu­beiðni snerti ein­hvern auman blett hjá rík­is­stjórn­inni því umræddir stjórn­ar­þing­menn mega greini­lega ekki til þess hugsa að almenn­ingur sé upp­lýstur um þetta ein­falda mál. Hér er sér­hags­muna­gæslan alger­lega grímu­laus. Kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hvaða stjórn­mála­flokkar hljóta hæstu styrk­ina frá sjáv­ar­út­veg­in­um.“

Þar vísar Þor­steinn í að rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­­arnir þrír, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur, fengu alls um ell­efu millj­­ónir króna í styrki frá lög­­að­ilum í sjá­v­­­ar­út­­­vegi á árinu 2018. Um er að ræða útgerð­­ar­­fyr­ir­tæki, fisk­vinnsl­­ur, fyr­ir­tæki sem starfa í fisk­eldi og eign­­ar­halds­­­fé­lög í eigu stórra eig­enda útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja. 

End­ur­gjald háð póli­tísku mati

Fyrsti flutn­ings­­maður skýrslu­beiðn­­innar er Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­­ur, for­­maður Við­reisn­­­ar, en með henni eru sautján þing­­menn úr Við­reisn, Píröt­um, Sam­­fylk­ing­unni og þing­­manni utan flokka.

Í grein­­ar­­gerð með skýrslu­beiðn­­inni segir að ákvörðun veið­i­­gjalda hafi lengi verið ágrein­ings­­mál í íslenskum stjórn­­­mál­­um. Ekki hafi verið meiri­hluti fyrir því að láta gjald fyrir afnot af sam­eig­in­­legri auð­lind lands­­manna ráð­­ast á mark­aði þar sem til­­­tek­inn hluti veið­i­­heim­ilda yrði ár hvert boð­inn til sölu til ákveð­ins tíma. Þess í stað hafi gjaldið verið ákveðið með lög­­um, sem sætt hafa reglu­­legum breyt­ing­­um.

„End­­ur­­gjald fyrir einka­af­not af sam­eig­in­­legri auð­lind þjóð­­ar­innar hefur þannig verið háð póli­­tísku mati. Það póli­­tíska mat hefur aftur í veru­­legum atriðum byggst á áliti þeirra hags­muna­að­ila í útgerð sem eru full­­trúar þeirra fyr­ir­tækja sem gjaldið greiða. Með öðrum orðum hafa verið bein tengsl á milli þess sem útgerð­­irnar hafa talið sig geta greitt og þess sem meiri­hluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt,“ segir í grein­­ar­­gerð­inni.

Þær upp­­lýs­ingar sem fram hafi komið í svoköll­uðum Sam­herj­­a­skjöl­um, sem RÚV fjall­aði um í frétta­­skýr­inga­þætt­inum Kveik, gefi til­­efni til að bera saman hvað eitt af stærstu og áhrifa­­rík­­­ustu fyr­ir­tækj­unum á þessu sviði sé reið­u­­búið til að greiða fyrir veið­i­­rétt á Íslandi og í Namib­­íu. Eftir yfir­­lýs­ingar ráð­herra bæði í fjöl­miðlum og á þingi sé afar ólík­­­legt að rík­­is­­stjórnin hafi frum­­kvæði að því að kanna þennan mik­il­væga þátt máls­ins til hlít­­ar.

Sam­an­burð­ar­at­hugun unnin af óháðum aðila

Sam­an­­burður af þessu tagi á, sam­­kvæmt flutn­ings­­mönnum beiðn­­inn­­ar, að geta stuðlað að mál­efna­­legri umræðu um það mat sem ákvörðun veið­i­­gjalda bygg­ist á.

„Í Sam­herj­­a­skjöl­unum kemur fram að greiðsla fyrir veið­i­­rétt í Namibíu hefur byggst á beinum greiðslum fyrir veið­i­­rétt og sér­­­stökum greiðslum til þeirra sem ráðið hafa mestu um úthlutun veið­i­­rétt­­ar­ins.“

Að mati skýrslu­beið­enda færi best á því að sam­an­­burð­­ar­at­hug­unin verði unnin af óháðum aðila. „Rétt þykir að þeir óháðu aðilar taki heild­­ar­fjár­­hæð beggja þess­­ara þátta með í sam­an­­burð­in­­um. Einnig telja skýrslu­beið­endur æski­­legt að sam­ráð verði haft við þing­­flokka um þá óháðu aðila sem fengnir verða í þessa þýð­ing­­ar­­miklu vinn­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent