Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin styrktu ríkisstjórnarflokkanna

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu allir hámarksstyrki frá ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Um helmingur styrkjanna fyrirtækja úr þeim geira til ríkisstjórnarflokka fór til Sjálfstæðisflokksins.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír fengu alls um ell­efu millj­ónir króna í styrki frá lög­að­ilum í sjáv­ar­út­vegi á árinu 2018. Um er að ræða útgerð­ar­fyr­ir­tæki, fisk­vinnsl­ur, fyr­ir­tæki sem starfa í fisk­eldi og eign­ar­halds­fé­lög í eigu stórra eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tækja. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í útdráttum úr árs­reikn­ingum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna sem birtir voru á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar í gær.

­Mest fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn frá slíkum fyr­ir­tækj­um, eða tæp­lega 5,3 millj­ónir króna. Það þýðir að helm­ingur þess fjár­magns sem greiddur var frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja fór til Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Af þeim 20 lög­að­ilum sem gáfu flokknum lög­bund­inn hámarks­styrk, 400 þús­und krón­ur, komu níu úr sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um. Fram­lög þeirra fyr­ir­tækja til Sjálf­stæð­is­flokks­ins námu 24 pró­sent af öllum fram­lögum lög­að­ila, sem voru alls rúm­lega 22,3 millj­ónir króna. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk næst mest stjórn­ar­flokk­anna frá sjáv­ar­út­veg­in­um, eða rúm­lega 3,8 millj­ónir króna. Af þeim sjö lög­að­ilum sem gáfu flokknum 400 þús­und krónur voru sex úr sjáv­ar­út­vegi. Alls námu fram­lög lög­að­ila til Fram­sóknar 9,5 millj­ónum króna í fyrra og því voru styrkir úr sjáv­ar­út­vegi, eða 40 pró­sent allra styrkja frá lög­að­il­um.

Vinstri græn fengu alls tæp­lega 1,9 millj­ónir króna frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og fjórir af þeim fimm lög­að­ilum sem gáfu flokknum 400 þús­und króna fram­lag komu úr þeim geira. Alls voru fram­lög lög­að­ila til Vinstri grænna rúm­lega 3,3 millj­ónir króna og af þeirri upp­hæð kom tæp­lega 56 pró­sent frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­veg­i. 

Stærstu sjáv­ar­úr­vegs­fyr­ir­tæki gáfu flestum

Af stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins gaf Sam­herji öllum flokk­unum þremur í fyrra. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri græn fengu 400 þús­und krónur frá sjáv­ar­út­vegs­ris­anum og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 200 þús­und.

Auglýsing
Sam­herji ehf., á 7,1 pró­­sent alls úthlut­aðs kvóta á Íslandi. Síld­­ar­vinnslan heldur svo á 5,3 pró­­sent allra afla­heim­ilda, en hún er í 44,6 pró­­sent eigu Sam­herja auk þess sem Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni. Síld­ar­vinnslan gaf bæði Fram­sókn og Vinstri grænum 400 þús­und krónur í fyrra. 

Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið Berg­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. Það félag gaf Sjálf­stæð­is­flokknum 400 þús­und krón­ur. 

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sem á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið FISK-­Seafood sem heldur á 5,34 pró­sent heild­ar­kvót­ans, gaf Fram­sókn­ar­flokknum 200 þús­und krónur en hinum tveimur rík­is­stjórn­ar­flokk­unum 400 þús­und krónur á árinu 2018. FISK á 32,9 pró­­sent í Vinnslu­­stöð­inni í Vest­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­sent heild­­ar­afla­hlut­­deild. Vinnslu­stöðin gaf Sjálf­stæð­is­flokknum 400 þús­und krónur í fyrra. 

Ísfé­lag Vest­manna­eyja gaf bæði Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki 400 þús­und krón­ur.

Fram­sókn fékk líka hámarks­fram­lag frá Skinney Þinga­nes, Eskju, Arn­ar­laxi, Ramma og Löx­um-­fisk­eld­i. 

Vinstri græn fengu 400 þús­und krónur frá HB Granda, sem í dag heitir Brim, auk þess sem Brim, sem í dag heitir Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, gaf þeim 200 þús­und krón­ur.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk líka 400 þús­und krónur frá HB Granda, Þor­birni, Hval, Gjögur og eign­ar­halds­fé­lag­inu Hlér ehf., sem er í eigu eins eig­anda Nes­skipa.

Fá aðal­lega fjár­muni frá rík­inu

Meg­in­þorri fjár­magns sem fer í rekstur stjórn­mála­flokka kemur hins vegar nú úr rík­is­sjóði. Árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­­­mála­­flokk­anna sem eiga full­­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­­is­­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­­sent, að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþingi. Fram­lög úr rík­­­is­­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Einu flokk­­­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Auglýsing
Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­­kosn­­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­­lega 2,8 millj­­­­örðum króna úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­­semi sinn­i. 

Tekjur Vinstri grænna voru alls 146,7 millj­­ónir króna í fyrra. Að upp­­i­­­­stöðu komu þær tekjur úr rík­­­is­­­sjóði, eða 124,5 millj­­­ónir króna. Það þýðir að 85 pró­­­sent af tekjum flokks­ins komu úr sam­eig­in­­­legum sjóð­­­um. 

Vinstri græn fengu 16,9 pró­­­sent í síð­­­­­ustu kosn­­­ingum og ell­efu þing­­menn kjörna. 

Rekstur Vinstri grænna kost­aði alls 112 millj­­­ónir króna í fyrra og því skil­aði rekst­­­ur­inn tölu­verðum hagn­aði eða alls 33,6 millj­­ónum króna. Flokk­­­ur­inn skuld­aði 7,4 millj­­­ónir króna í lok síð­­­asta árs og lækk­­­uðu skuldir hans milli ára úr 37,5 millj­­­ónum króna. 

Tekjur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins voru alls 367,6 millj­­ónir króna í fyrra en alls komu 180,7 millj­­ónir úr rík­­is­­sjóði. Það þýðir að tæpur helm­ingur af tekjum flokks­ins komu úr sam­eig­in­­­legum sjóð­­­um. Tekjur flokks­ins juk­ust um 48,2 pró­­sent frá árinu 2017 en þá voru þær 248,1 milljón króna.

Rekstur flokks­ins kost­aði alls 373,7 millj­­­ónir króna í fyrra. Flokk­­­ur­inn skuld­aði 430,9 millj­­­ónir króna í lok síð­­­asta árs og hækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 421,8 millj­­­ónum króna.

Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn tap­aði rúm­­lega tveimur millj­­ónum króna í fyrra, sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi, en rík­­is­fram­lög voru bróð­­ur­­partur tekna flokks­ins. Tæp­­lega 80 millj­­ónir komu til flokks­ins úr rík­­is­­sjóði, í sam­an­­burði við 44 millj­­ónir árið 2017. Heild­­ar­­tekjur flokks­ins námu 121 milljón í fyrra.

Auk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hefur verið birtur útdráttur úr árs­reikn­ingi Við­reisn­ar, sem Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um á mið­viku­dag. Fjallað verður um árs­reikn­inga ann­arra flokka sem eiga sæti á þingi þegar útdrættir úr þeim verða birtir á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar