Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin styrktu ríkisstjórnarflokkanna

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu allir hámarksstyrki frá ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Um helmingur styrkjanna fyrirtækja úr þeim geira til ríkisstjórnarflokka fór til Sjálfstæðisflokksins.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu alls um ellefu milljónir króna í styrki frá lögaðilum í sjávarútvegi á árinu 2018. Um er að ræða útgerðarfyrirtæki, fiskvinnslur, fyrirtæki sem starfa í fiskeldi og eignarhaldsfélög í eigu stórra eigenda útgerðarfyrirtækja. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í útdráttum úr ársreikningum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sem birtir voru á heimasíðu Ríkisendurskoðunar í gær.

Mest fékk Sjálfstæðisflokkurinn frá slíkum fyrirtækjum, eða tæplega 5,3 milljónir króna. Það þýðir að helmingur þess fjármagns sem greiddur var frá fyrirtækjum í sjávarútvegi til ríkisstjórnarflokkanna þriggja fór til Sjálfstæðisflokksins. Af þeim 20 lögaðilum sem gáfu flokknum lögbundinn hámarksstyrk, 400 þúsund krónur, komu níu úr sjávarútvegsgeiranum. Framlög þeirra fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins námu 24 prósent af öllum framlögum lögaðila, sem voru alls rúmlega 22,3 milljónir króna. 

Framsóknarflokkurinn fékk næst mest stjórnarflokkanna frá sjávarútveginum, eða rúmlega 3,8 milljónir króna. Af þeim sjö lögaðilum sem gáfu flokknum 400 þúsund krónur voru sex úr sjávarútvegi. Alls námu framlög lögaðila til Framsóknar 9,5 milljónum króna í fyrra og því voru styrkir úr sjávarútvegi, eða 40 prósent allra styrkja frá lögaðilum.

Vinstri græn fengu alls tæplega 1,9 milljónir króna frá sjávarútvegsfyrirtækjum og fjórir af þeim fimm lögaðilum sem gáfu flokknum 400 þúsund króna framlag komu úr þeim geira. Alls voru framlög lögaðila til Vinstri grænna rúmlega 3,3 milljónir króna og af þeirri upphæð kom tæplega 56 prósent frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. 

Stærstu sjávarúrvegsfyrirtæki gáfu flestum

Af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins gaf Samherji öllum flokkunum þremur í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn fengu 400 þúsund krónur frá sjávarútvegsrisanum og Framsóknarflokkurinn 200 þúsund.

Auglýsing
Sam­herji ehf., á 7,1 pró­sent alls úthlutaðs kvóta á Íslandi. Síld­ar­vinnslan heldur svo á 5,3 pró­sent allra afla­heim­ilda, en hún er í 44,6 pró­sent eigu Sam­herja auk þess sem Kald­bak­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Síldarvinnslan gaf bæði Framsókn og Vinstri grænum 400 þúsund krónur í fyrra. 

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Berg­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Það félag gaf Sjálfstæðisflokknum 400 þúsund krónur. 

Kaupfélag Skagfirðinga, sem á sjávarútvegsfyrirtækið FISK-Seafood sem heldur á 5,34 prósent heildarkvótans, gaf Framsóknarflokknum 200 þúsund krónur en hinum tveimur ríkisstjórnarflokkunum 400 þúsund krónur á árinu 2018. FISK á 32,9 pró­sent í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum sem er með fimm pró­sent heild­ar­afla­hlut­deild. Vinnslustöðin gaf Sjálfstæðisflokknum 400 þúsund krónur í fyrra. 

Ísfélag Vestmannaeyja gaf bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki 400 þúsund krónur.

Framsókn fékk líka hámarksframlag frá Skinney Þinganes, Eskju, Arnarlaxi, Ramma og Löxum-fiskeldi. 

Vinstri græn fengu 400 þúsund krónur frá HB Granda, sem í dag heitir Brim, auk þess sem Brim, sem í dag heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur, gaf þeim 200 þúsund krónur.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk líka 400 þúsund krónur frá HB Granda, Þorbirni, Hval, Gjögur og eignarhaldsfélaginu Hlér ehf., sem er í eigu eins eiganda Nesskipa.

Fá aðallega fjármuni frá ríkinu

Meginþorri fjármagns sem fer í rekstur stjórnmálaflokka kemur hins vegar nú úr ríkissjóði. Árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­mála­flokk­anna sem eiga full­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­is­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­sent, að til­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþingi. Fram­lög úr rík­­is­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Einu flokk­­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Auglýsing
Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­kosn­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­lega 2,8 millj­­­örðum króna úr rík­­­is­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­semi sinn­i. 

Tekjur Vinstri grænna voru alls 146,7 millj­ónir króna í fyrra. Að upp­i­­­stöðu komu þær tekjur úr rík­­is­­sjóði, eða 124,5 millj­­ónir króna. Það þýðir að 85 pró­­sent af tekjum flokks­ins komu úr sam­eig­in­­legum sjóð­­um. 

Vinstri græn fengu 16,9 pró­­sent í síð­­­ustu kosn­­ingum og ell­efu þing­menn kjörna. 

Rekstur Vinstri grænna kost­aði alls 112 millj­­ónir króna í fyrra og því skil­aði rekst­­ur­inn tölu­verðum hagn­aði eða alls 33,6 millj­ónum króna. Flokk­­ur­inn skuld­aði 7,4 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs og lækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 37,5 millj­­ónum króna. 

Tekjur Sjálf­stæð­is­flokks­ins voru alls 367,6 millj­ónir króna í fyrra en alls komu 180,7 millj­ónir úr rík­is­sjóði. Það þýðir að tæpur helm­ingur af tekjum flokks­ins komu úr sam­eig­in­­legum sjóð­­um. Tekjur flokks­ins jukust um 48,2 pró­sent frá árinu 2017 en þá voru þær 248,1 milljón króna.

Rekstur flokks­ins kost­aði alls 373,7 millj­­ónir króna í fyrra. Flokk­­ur­inn skuld­aði 430,9 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs og hækk­uðu skuldir hans milli ára úr 421,8 millj­­ónum króna.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tap­aði rúm­lega tveimur millj­ónum króna í fyrra, sam­kvæmt árs­reikn­ingi, en rík­is­fram­lög voru bróð­ur­partur tekna flokks­ins. Tæp­lega 80 millj­ónir komu til flokks­ins úr rík­is­sjóði, í sam­an­burði við 44 millj­ónir árið 2017. Heild­ar­tekjur flokks­ins námu 121 milljón í fyrra.

Auk ríkisstjórnarflokkanna hefur verið birtur útdráttur úr ársreikningi Viðreisnar, sem Kjarninn fjallaði ítarlega um á miðvikudag. Fjallað verður um ársreikninga annarra flokka sem eiga sæti á þingi þegar útdrættir úr þeim verða birtir á heimasíðu Ríkisendurskoðunar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar