Átta af hverjum tíu kjósendum Miðflokksins finna fyrir litlum eða engum umhverfiskvíða

Yngra fólk hefur mun meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum af mannavöldum og mengun en það sem eldra er. Konur hafa meiri áhyggjur en karlar og háskólamenntaðir meira en grunnskólagengnir. En minnstar áhyggjur hafa kjósendur Miðflokks og Framsóknarflokks.

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Kjós­endur Mið­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins skera sig úr þegar kemur að því að finna fyrir kvíða sem teng­ist nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum af manna­völd­um, eins og mengun eða lofts­lags­breyt­ing­um. Á meðan að um fimmt­ungur allra full­orð­inna finnur almennt fyrir slíkum kvíða finna ein­ungis sex pró­sent kjós­enda Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks fyrir hon­um. 

Á meðal kjós­enda Mið­flokks­ins segj­ast reyndar 81 pró­sent finna fyrir litlum kvíða gagn­vart áhrifum manna á lofts­lag og umhverfi en 18 pró­sent svör­uðu því til að þeir finndu hvorki fyrir miklum né litl­u­m. 

Innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eru fleiri sem finna hvorki fyrir miklum né litlum umhverfisk­víða, eða 32 pró­sent, en 62 pró­sent segj­ast finna fyrir litlum þannig kvíða.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup þar sem spurt var um afstöðu fólks til umhverfisk­víða. 

Kvíðin eykst með menntun og yngri kvíðn­ari en eldri

Flestir lands­menn segj­ast finna fyrir litlum umhverfisk­víða, eða um 56 pró­sent allra. Tæp­lega 23 pró­sent segj­ast ekki hafa sterka skoðun á því hversu mik­ill eða lít­ill kvíði þeirra vegna lofts­lags­breyt­inga og meng­unar af manna­völdum sé og um 20 pró­sent eru haldin frekar miklum, mjög miklum eða gíf­ur­lega miklum umhverfisk­víða. 

Yngra fólk er mun lík­lega til að finna fyrir slíkum kvíða en það sem eldra er, enda verður það að búa við afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verði þær í takti við það sem meg­in­þorri vís­inda­manna í heim­inum spá­ir. Alls eru 99 pró­sent vís­inda­manna sem birta fræði­greinar um málið sam­mála því að hlýnun loft­lags sé af manna­völd­um. 

Auglýsing
Af þeim lands­mönnum sem eru undir þrí­tugu en yfir 18 ára eru 35 pró­sent haldnir miklum umhverfisk­víða. Til sam­an­burðar er kvíð­inn minnstur hjá lands­mönnum á sex­tugs­aldri, þar sem ein­ungis tíu pró­sent eru kvíðnir vegna áhrifa meng­unar og lofts­lags­breyt­inga. Kvíðin er meiri hjá konum en körlum og hann eykst veru­lega sam­hliða auk­inni mennt­un. Þannig eru 28 pró­sent þeirra sem eru með háskóla­próf haldnir slíkum kvíða en ein­ungis 14 pró­sent þeirra sem eru með grunn­skóla­menntun sem æðsta mennt­un­ar­stig. 

Píratar mest kvíðnir

Mjög mik­ill munur er á afstöðu til máls­ins eftir því hvaða stjórn­mála­flokk við­kom­andi hefur gagn­vart lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum og meng­un. Kjós­endur Pírata eru haldnir mestum umhverfisk­víða (39 pró­sent) en kjós­endur Vinstri grænna (36 pró­sent) og Sam­fylk­ingar (33 pró­sent) fylgja fast á eft­ir. 

Kjós­endur Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru, líkt og áður sagði, með minnstan slíkan kvíða og skáka þar Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þar sem 18 pró­sent kjós­enda er með mik­inn umhverfisk­víða en 67 pró­sent lít­inn eða eng­an. Flestir kjós­endur Mið­flokks­ins, alls 81 pró­sent, eru hins vegar með lít­inn eða engan kvíða gagn­vart breyt­ing­un­um.

For­maður Mið­flokks­ins, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, hefur ítrekað á und­an­förnum árum gagn­rýnt það sem hann kallar heimsenda­spá­menn í loft­lags­málum og kallað eftir því að tekið verði á vand­anum af „skyn­sem­i“. Eftir að hafa verið gagn­rýndur fyrir ræðu sína í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra í sept­em­ber, þar sem hann hélt því fram að verið væri að nálg­ast loft­lags­málin á kol­rangan hátt, birti hann stöðu­upp­færslu á Face­book. Í henni sagði Sig­mundur Davíð meðal ann­ars að þegar lofts­lags­breyt­ingum væri kennt um „allar ófarir manna og ítrekað spáð yfir­vof­andi heimsendi er ekki lík­legt að gripið verði til réttra aðgerða til að takast á við vand­ann í raun.“

Kjós­endur Við­reisnar eru líka ólík­legri en flestir að láta mála­flokk­inn valda sér kvíða, en 27 pró­sent þeirra eru með mik­inn umhverfisk­víða en 58 pró­sent með lít­inn eða eng­an.

Könnun Gallup var net­könnun sem ­gerð var dag­ana 22. - 30. jan­úar 2020. Þátt­töku­hlut­fall var 54,4 pró­sent, úrtaks­stærð 1.567 ein­stak­lingar 18 ára eða eldri af öllu land­inu valdir af handa­hófi úr Við­horfa­hópi Gallup. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent