Átta af hverjum tíu kjósendum Miðflokksins finna fyrir litlum eða engum umhverfiskvíða

Yngra fólk hefur mun meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum af mannavöldum og mengun en það sem eldra er. Konur hafa meiri áhyggjur en karlar og háskólamenntaðir meira en grunnskólagengnir. En minnstar áhyggjur hafa kjósendur Miðflokks og Framsóknarflokks.

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Kjós­endur Mið­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins skera sig úr þegar kemur að því að finna fyrir kvíða sem teng­ist nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum af manna­völd­um, eins og mengun eða lofts­lags­breyt­ing­um. Á meðan að um fimmt­ungur allra full­orð­inna finnur almennt fyrir slíkum kvíða finna ein­ungis sex pró­sent kjós­enda Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks fyrir hon­um. 

Á meðal kjós­enda Mið­flokks­ins segj­ast reyndar 81 pró­sent finna fyrir litlum kvíða gagn­vart áhrifum manna á lofts­lag og umhverfi en 18 pró­sent svör­uðu því til að þeir finndu hvorki fyrir miklum né litl­u­m. 

Innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eru fleiri sem finna hvorki fyrir miklum né litlum umhverfisk­víða, eða 32 pró­sent, en 62 pró­sent segj­ast finna fyrir litlum þannig kvíða.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum þjóð­ar­púlsi Gallup þar sem spurt var um afstöðu fólks til umhverfisk­víða. 

Kvíðin eykst með menntun og yngri kvíðn­ari en eldri

Flestir lands­menn segj­ast finna fyrir litlum umhverfisk­víða, eða um 56 pró­sent allra. Tæp­lega 23 pró­sent segj­ast ekki hafa sterka skoðun á því hversu mik­ill eða lít­ill kvíði þeirra vegna lofts­lags­breyt­inga og meng­unar af manna­völdum sé og um 20 pró­sent eru haldin frekar miklum, mjög miklum eða gíf­ur­lega miklum umhverfisk­víða. 

Yngra fólk er mun lík­lega til að finna fyrir slíkum kvíða en það sem eldra er, enda verður það að búa við afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verði þær í takti við það sem meg­in­þorri vís­inda­manna í heim­inum spá­ir. Alls eru 99 pró­sent vís­inda­manna sem birta fræði­greinar um málið sam­mála því að hlýnun loft­lags sé af manna­völd­um. 

Auglýsing
Af þeim lands­mönnum sem eru undir þrí­tugu en yfir 18 ára eru 35 pró­sent haldnir miklum umhverfisk­víða. Til sam­an­burðar er kvíð­inn minnstur hjá lands­mönnum á sex­tugs­aldri, þar sem ein­ungis tíu pró­sent eru kvíðnir vegna áhrifa meng­unar og lofts­lags­breyt­inga. Kvíðin er meiri hjá konum en körlum og hann eykst veru­lega sam­hliða auk­inni mennt­un. Þannig eru 28 pró­sent þeirra sem eru með háskóla­próf haldnir slíkum kvíða en ein­ungis 14 pró­sent þeirra sem eru með grunn­skóla­menntun sem æðsta mennt­un­ar­stig. 

Píratar mest kvíðnir

Mjög mik­ill munur er á afstöðu til máls­ins eftir því hvaða stjórn­mála­flokk við­kom­andi hefur gagn­vart lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum og meng­un. Kjós­endur Pírata eru haldnir mestum umhverfisk­víða (39 pró­sent) en kjós­endur Vinstri grænna (36 pró­sent) og Sam­fylk­ingar (33 pró­sent) fylgja fast á eft­ir. 

Kjós­endur Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru, líkt og áður sagði, með minnstan slíkan kvíða og skáka þar Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þar sem 18 pró­sent kjós­enda er með mik­inn umhverfisk­víða en 67 pró­sent lít­inn eða eng­an. Flestir kjós­endur Mið­flokks­ins, alls 81 pró­sent, eru hins vegar með lít­inn eða engan kvíða gagn­vart breyt­ing­un­um.

For­maður Mið­flokks­ins, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, hefur ítrekað á und­an­förnum árum gagn­rýnt það sem hann kallar heimsenda­spá­menn í loft­lags­málum og kallað eftir því að tekið verði á vand­anum af „skyn­sem­i“. Eftir að hafa verið gagn­rýndur fyrir ræðu sína í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra í sept­em­ber, þar sem hann hélt því fram að verið væri að nálg­ast loft­lags­málin á kol­rangan hátt, birti hann stöðu­upp­færslu á Face­book. Í henni sagði Sig­mundur Davíð meðal ann­ars að þegar lofts­lags­breyt­ingum væri kennt um „allar ófarir manna og ítrekað spáð yfir­vof­andi heimsendi er ekki lík­legt að gripið verði til réttra aðgerða til að takast á við vand­ann í raun.“

Kjós­endur Við­reisnar eru líka ólík­legri en flestir að láta mála­flokk­inn valda sér kvíða, en 27 pró­sent þeirra eru með mik­inn umhverfisk­víða en 58 pró­sent með lít­inn eða eng­an.

Könnun Gallup var net­könnun sem ­gerð var dag­ana 22. - 30. jan­úar 2020. Þátt­töku­hlut­fall var 54,4 pró­sent, úrtaks­stærð 1.567 ein­stak­lingar 18 ára eða eldri af öllu land­inu valdir af handa­hófi úr Við­horfa­hópi Gallup. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent