Kostnaður við höfuðstöðvar Landsbankans kominn í tæpa 12 milljarða

Bankaráð og stjórnendur Landsbankans tóku ein ákvörðun um að byggja nýjar höfuðstöðvar bankans á einni dýrustu lóð landsins. Kostnaður var áætlaður níu milljarðar króna. Nú, þegar framkvæmdir eru loks hafnar, hefur hann strax hækkað í 11,8 milljarða.

Svona eiga nýjar höfuðstöðvar Landsbankans að líta út. Þær rísa nú við hlið Hörpu.
Svona eiga nýjar höfuðstöðvar Landsbankans að líta út. Þær rísa nú við hlið Hörpu.
Auglýsing

Lands­bank­inn reiknar nú með að kostn­aður við nýjar höf­uð­stöðvar hans, sem verið er að byggja við Aust­ur­höfn, verði 1,8 millj­örðum krónum hærri en lagt var upp með. Því er áætl­aður heild­ar­kostn­aður nú kom­inn í 11,8 millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í ávarpi Helgu Bjarkar Eiríks­dóttur, for­manns banka­ráðs Lands­bank­ans, sem birt var í árs­skýrslu hans í gær­kvöldi. Lands­bank­inn er að nær öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um áformin í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Þar kom meðal ann­ars fram að Banka­sýsla rík­is­ins, sem fer með hlut rík­is­sjóðs í Lands­bank­anum hefði ekki haft neina aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höf­uð­stöðv­arn­ar. 

Það hefur heldur ekki þótt til­efni til að bera bygg­ingu höf­uð­stöðva undir hlut­hafa­fund, þar sem eini alvöru hlut­haf­inn, íslenska rík­ið, gæti sagt sína skoðun á áformun­um.

Ákvörð­unin um að ráð­ast í fram­kvæmd­irn­ar, sem áætlað var að myndu kosta um níu millj­arða króna, hækk­aði svo í tíu millj­arða króna en eru nú orðnir tæpir tólf millj­arðar króna, var því tekin án aðkomu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sem heldur á hluta­bréfum íslenska rík­is­ins í bank­anum og stofn­un­ar­innar sem fer með þann eign­ar­hlut. 

Hún var tekin af banka­ráði á fundi sem hald­inn var 16. maí 2017. Lands­bank­inn, sem er í 98,2 pró­sent eign skatt­greið­enda, hefur ekki viljað upp­lýsa um hvernig atkvæði féllu hjá sjö manna banka­ráð­inu þegar kosið var um bygg­ing­una. 

Auglýsing
Því liggur fyrir að sjö manna banka­ráð, sem situr í umboði banka­sýslu rík­is­ins, stofn­unar sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, tók eitt ákvörðun um bygg­ingu „Kletts­ins“ sem nú rís við hlið Hörpu og mun kosta 11,8 millj­arða króna. 

Í ávarpi sínu sagði for­maður banka­ráðs að .egar búið væri að leggja mat á til­lögur sem bár­ust um hönnun nýju höf­uð­stöðv­ana hafi verið ljóst að bygg­ingin yrði kostn­að­ar­sam­ari en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. „Við bætt­ist kostn­aður vegna ákvörð­unar um að húsið yrði umhverf­is­vottað sam­kvæmt BREEAM-um­hverf­is­staðl­in­um. Sam­kvæmt þeirri kostn­að­ar­á­ætlun sem banka­ráð hefur sam­þykkt er nú reiknað með að heild­ar­kostn­aður við bygg­ing­una verði 11,8 millj­arðar króna. Þrátt fyrir að kostn­aður verði því um 1,8 millj­örðum króna hærri en upp­haf­lega var gert ráð fyrir er ljóst að flutn­ingur í húsið mun hafa í för með sér nauð­syn­lega hag­ræð­ingu. Gert er ráð fyrir að árlegur sparn­aður bank­ans vegna flutn­ings nemi um 500 millj­ónum króna. Bank­inn hyggst selja eða leigja frá sér um 40% húss­ins og er kostn­aður við þann hluta sem bank­inn mun nýta áætl­aður um 7,5 millj­arðar króna.“

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans frá því í sept­em­ber 2019 hér. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent