Lýsa stríði á hendur smálánastarfsemi

ASÍ og Neytendasamtökin hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna baráttusamtök gegn smálánastarfsemi. Markmiðið er annars vegar að aðstoða þolendur smálánastarfsemi og hins vegar að girða fyrir það að slík starfsemi fái þrifist.

Grettir smálán
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands og Neyt­enda­sam­tökin hafa stofnað bar­áttu­sam­tök gegn smá­lána­starf­semi, að því er fram kemur í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá þeim. Mark­miðið er ann­ars vegar að aðstoða þolendur smá­lána­starf­semi og hins vegar að girða fyrir það að slík starf­semi fái þrif­ist.

­Sam­kvæmt ASÍ og Neyt­enda­sam­tök­unum má ætla að þús­undir ein­stak­linga og fjöl­skyldna hafi goldið það dýru verði að fest­ast í neti smá­lána­fyr­ir­tækja sem níð­ast skipu­lega á þeim sem höllum fæti standa. „Að stöðva þessa starf­semi er vel­ferð­ar­mál og bar­átta gegn fjár­hags­legu ofbeld­i!“

ASÍ og NS hafa ákveðið að stofna málsvarn­ar­sjóð fyrir þolendur smá­lána sem hafa ofgreitt ólög­leg lán. Þau ætla að kort­leggja hvaða fyr­ir­tæki það eru sem þjón­usta smá­lána­fyr­ir­tæki og auð­velda starf­sem­ina. „Al­menn­ingur þarf að vera upp­lýstur um hvaða fyr­ir­tæki það eru,“ segir í til­kynn­ing­unni. Þá ætla þau að þrýsta á að stjórn­völd axli ábyrgð og aðstoði þolendur með skipu­lögðum hætti og beiti sér mark­visst gegn starf­semi smá­lána.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður NS, skrifa undir. Mynd: Aðsend

„Það er óþol­andi að fyr­ir­tæki og fjár­mála­stofn­anir hafi séð sér hag í því að þjón­usta og aðstoða smá­lána­fyr­ir­tæki. Þar má nefna Credit­Info sem hefur skráð ólög­leg lán á van­skila­skrá og Almenna inn­heimtu ehf. sem inn­heimtir smá­lán af for­dæma­lausri hörku. Þá eru fleiri fyr­ir­tæki og sem styðja við smá­lána­fyr­ir­tæki til skoð­un­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Sam­kvæmt könnun aðild­ar­fé­laga ASÍ meðal félags­manna sinna geta 25 pró­sent þeirra sem lenda í skulda­vanda rakið orsök­ina til smá­lána. „Al­þýðu­sam­band Íslands mun leggja fjár­magn og starfs­krafta í þessa bar­áttu enda kemur starf­semin niður á félags­mönnum í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og þeim sem höllum fæti standa í sam­fé­lag­in­u.“

Hér að neðan má sjá dæmi um sögur sem borist hafa sam­tök­un­um:

Ein­stæð móðir af erlendum upp­runa í lág­launa­starfi leit­aði til Neyt­enda­sam­tak­anna. Bæði börn hennar eru langt leiddir fíkl­ar. Dag einn bank­aði maður með hafn­ar­bolta­kylfu uppá hjá henni og skip­aði henni að taka smá­lán til að greiða skuld ann­ars barns henn­ar. Móð­irin gerði það nauð­beygð, gat ekki staðið í skilum með ólög­leg lánin og freist­að­ist til að taka ný lán til að greiða þau gömlu. Það gerði hún end­ur­tekið þar til upp­hæðin var komin í þær þókn­an­legar hæðir fyrir smá­lána­fyr­ir­tæk­in, sem lok­uðu á hana og hófu gegnd­ar­lausa inn­heimtu með skefja­lausum kostn­aði. Við móð­ur­inni blasir ekk­ert nema gjald­þrot.

Veikur maður á þrí­tugs aldri tekur 20.000 króna lán sem hann greiðir ekki á gjald­daga. Mán­uðum síðar eru skuld­færðar rúmar 70 þús­und krónur af reikn­ingn­um. Heið­virð félög skuld­færa á gjald­daga, en hlaða ekki kostn­aði á lán og skuld­færa svo. Málið tekur svo á þol­and­ann að hann fæst ekki úr rúmi svo vikum skipt­ir.

Smá­lána­fyr­ir­tækin hafa skuld­fært ólög­lega af reikn­ingum fólks, sam­kvæmt sam­tök­un­um.

„Ég tók smá­lán árið 2018 að upp­hæð 20.000 kr. sem fór í gegnum banka­reikn­ing­inn minn. Gat ekki borgað á til­settum tíma og fékk eitt sms um að ég væri með ógreidd­ann reikn­ing. Í mars 2019 eru allt í einu dregið af reikn­ingi mínum í öðrum banka rúmar 70,000 án frek­ari aðvar­anna.“

„Það er búið að senda mér alls­konar frá hrað­pen­ing­ar.is en ég get hvergi fundið út að það megi vaða í reikn­ing­inn hjá fólki og taka út pen­inga þegar hent­ar. Og einnig hef ég lesið skil­málana ansi oft en er ekki að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að það meg­i.“

Almenn inn­heimta hótar fólki með van­skila­skrá og afhendir ófull­nægj­andi gögn, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

„Ég er bæði búin að hringja og senda tölvu­póst og byðja um að fá allar upp­lys­ingar um mín lán og upp­hæðir enn þeir eru ekki búnir að svara. Ég hringdi í gær í Almenna inn­heimtu og tal­aði við mann sem sagði þá taka fólk af van­skila­skrá ef ég myndi borga helm­ingin af upp­hæð­ini og semja um rest. ég sagði nei takk og hringdi í ykk­ur.“

„Ég tók nokkur smá­lán 2018, og lenti í van­skil­um. samdi svo við Almenna inn­heimtu um greiðslur eftir að hafa lent á van­skila­skrá af því að eitt smá­lán fór yfir eindaga. Greiddi síðan um 280.000 kr. af ég veit ekki hversu hárri kröfu, og fæ ekk­ert yfir­lit frá þeim, þrátt fyrir að hafa óskað eftir því oft. Fyrst var ég beð­inn um að bíða eftir 30 daga úrvinnslu og svo beð­inn um að senda skil­rík­i.“

„Ég bara gafst upp á að reyna að leita réttar míns því í öllum tölvu­póstum og sím­tölum vísa alltaf allir á ein­hvern ann­an.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent