Munu ekki geta rukkað ólöglega smálánavexti fram að lagasetningu

Ef smálánatakar leita til lögmanna Neytendasamtakanna, sem VR ætlar að borga fyrir, í stað þess að borga ólöglega vexti þá gæti það komið í veg fyrir að smálánafyrirtækið geti stundað þá starfsemi fram yfir boðaða lagasetningu um starfsemi þeirra.

Grettir smálán
Auglýsing

Einn megintilgangur þess að VR greiði þann lögfræðikostnað sem til fellur vegna ákvörðunar smálánataka að hætta að greiða ólöglegan vaxtakostnað af slíkum lánum er sá að hindra að þau geti innheimt útistandandi kröfur fram yfir boðaða lagasetningu um starfsemi þeirra. Stjórn VR samþykkti í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum að ger­ast fjár­­hags­­legur bak­hjarl neyt­enda í bar­átt­unni gegn smá­lán­­um. 

Í því mun fel­­ast að VR, í sam­­starfi með Neyt­enda­­sam­tök­un­um, mun leggja út fyrir kostn­aði vegna lög­­fræð­i­vinnu og dóms­­mála sem þarf að höfða til að koma í veg fyrir að smá­lána­­fyr­ir­tæki og þeir sem sinna inn­­heimtu fyrir þau geti haldið áfram að inn­­heimta okur­vexti frá lán­tök­­um. 

Frumvarp um breytingar á lögum um neytendalán, sem sett er fram til höfuðs smálánastarfsemi hérlendis, hefur verið í umsagnarferli frá 12. júlí síðastliðinn í Samráðsgátt stjórnvalda. Því ferli lýkur á morgun, 16. ágúst og enn sem komið er hafa engar umsagnir borist. Samkvæmt skilgreindum markmiðum frumvarpsins er því ætlað að þrengja að smálánafyrirtækjum og koma í veg fyrir veitingu ólögmætra lána sem innheimta of háan heildarlántökukostnað.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt það opinberlega að hún ætli sér að stöðva starfsemi smálánafyrirtækja og ofangreint frumvarp hennar þess efnis verður lagt fram í haust. 

Auglýsing
Smálánafyrirtækin eiga sér enga sýnilega talsmenn á Alþingi og í ljósi þess að þingmenn úr öllum átta flokkum sem sæti eiga á Alþingi lögðu saman fram frumvarp sem ætlað var að hemja smálánastarfsemi fyrir tæpu ári síðan má ætla að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar muni njóta þverpólitísks stuðnings. Því ætti að vera hægt að afgreiða frumvarpið sem lög nokkuð fljótt. 

Hvetja fólk til að greiða ekki ólöglega vexti

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Kjarnann í gær að hann teldi að Almenn inn­heimta ehf., sem sér um innheimtu fyrir Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla, sé í her­ferð við að ná inn sem mestu af útistand­andi meintum skuldum á næstu vikum áður en að nýtt frum­varp sem á að koma í veg fyrir starf­semi smá­lána­fyr­ir­tækja, sem verður lagt fram í haust, verður sam­þykkt. 

Þeir sem fá ekki sundurliðaða reikninga sem sýni að innheimtur kostnaður sé lögmætur eru hvattir til þess að hætta að greiða af smálánum sínum og leita þess í stað til lögmanna á vegum Neytendasamtakanna til að leita réttar síns.

Með ákvörðun stjórnar VR í gær, um að gerast fjárhagslegur bakhjarl baráttunnar gegn smálánum með því að greiða lögfræðikostnað þeirra sem ákveða að hætta að greiða ólöglega vexti eða smálánareikninga sem eru ekki sundurliðaðir, er verið að spyrna við því að smálánafyrirtækin nái að innheimta þann vaxtakostnað sem þau telja sig eiga útistandandi.

Neytendasamtökin stóðu ráðþrota gagnvart „svínslegum viðskiptaháttum“

Neytendasamtökin hafa verið í forgrunni í baráttunni gegn smálánafyrirtækjunum undanfarin misseri. Í tilkynningu frá þeim sem send var út 31. júlí síðastliðinn kom fram að fólk væri krafið um greiðslur á ólög­mætum vöxtum og him­in­háum van­skila­kostn­aði en hafi í mörgum til­fellum verið látið borga marg­falt meira en því ber. „Al­menn inn­heimta ehf. leikur enn þann ljóta leik að hóta fólki með skrán­ingu á van­skila­skrá Creditinfo, stilla því upp við vegg og inn­heimta him­in­háan van­skila­kostnað ofan á kröfur sem fyrir liggur að eru ólög­mæt­ar.“

Auglýsing
Samtökin segja að fyrirtækið Almenn inn­heimta ehf. virð­ist gera allt til að flækja mál og tefja, meðal ann­ars að áskilja sér 90 daga rétt til að afhenda sund­ur­liðun yfir kröf­urn­ar. Þá væri fyr­ir­tækið allt í einu farið að gera þá kröfu að fólk sendi mynd af per­sónu­skil­ríki þrátt fyrir að hafa nægj­an­lega upp­lýs­ingar til að inn­heimta af því him­in­háar kröf­ur. „Fengju lán­tak­endur sund­ur­liðun í hend­ur, kæmi lík­leg­ast í ljós að margar kröf­urnar eru ólög­mætar og hafi þegar verið greiddar marg­fald­lega til baka eins og mörg dæmi sanna.“ 

Sam­tökin sögðust standa ráð­þrota gagnvart þessu fram­ferði og ekki muna eftir jafn svíns­legum við­skipta­háttum og aðför að hópi neyt­anda sem oft sé veikur fyr­ir. Þá sé með öllu óskilj­an­legt að lög­maður skuli kom­ast upp með inn­heimtu á ólög­legum lánum og að halda mik­il­vægum gögnum frá lán­tak­end­um. Erindi Neyt­enda­sam­tak­anna til Lög­manna­fé­lags Íslands vegna starfs­hátta Gísla Kr. Björns­sonar,eiganda Almennrar innheimtu ehf., var vísað frá vegna aðild­ar­skorts.

Gísli Kr. Björns­son hefur gefið það út að fyr­ir­tækið sé hætt að veita smá­lán og inn­heimta smá­lán á hærri vöxtum en 53,75 pró­sent. Hann hefur enn fremur sagt að Almenn inn­heimta ehf. hafi útvegað allar sundurliðanir sem þau hefðu verið beðin um. Neyt­enda­sam­tökin halda því aftur á móti fram að full­yrð­ingar Gísla stang­ist á við reynslu skjól­stæð­inga þeirra.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent