VR ætlar að fjármagna baráttuna gegn smálánum

Formaður VR mun leggja fram tillögu á stjórnarfundi í kvöld um að VR verði fjárhagslegur bakhjarl baráttunnar gegn smálánum. Verði tillagan samþykkt mun innheimtufyrirtæki verða stefnt og smálánatakar hvattir til að hætta að borga.

Ragnar Þór Ingólfsson heldur ræðu 1. maí 2018
Auglýsing

Á stjórnarfundi í VR í kvöld verður lögð fram tillaga þess efnis að stéttarfélagið gerist fjárhagslegur bakhjarl neytenda í baráttunni gegn smálánum. Í því mun felast að VR, í samstarfi með Neytendasamtökunum, mun leggja út fyrir kostnaði vegna lögfræðivinnu og dómsmála sem þarf að höfða til að koma í veg fyrir að smálánafyrirtæki og þeir sem sinna innheimtu fyrir þau geti haldið áfram að innheimta okurvexti frá lántökum. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir markmiðið með þessari ákvörðun VR að algjört stöðvun verði á greiðslum á öðru en höfuðstól til smálánafyrirtækja eða innheimtufyrirtækja sem starfi fyrir þau. 

Auglýsing
Fyrstu skrefin verði að hvetja fólk til að hætta að greiða af lánum sem séu ólögleg. Þá verði fyrirtækinu Almennri innheimtu ehf., sem hefur séð um að rukka inn smálánaskuldir, og forsvarsmönnum þess stefnt. „Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem við erum að fara í skítverkin eftir að löggjafinn bregst. Fólkið sem er að lenda í klónum á þessum fyrirtækjum fær að finna að það hefur einhvern bakhjarl. Það mun breyta mjög miklu gagnvart þeim.“

Vilja stöðva „glæpafyrirtæki“

Hann segir að fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar, hafi þráast við að sýna fram á sundurliðaðan kostnað af þeim kröfum sem gerðar hafi verið á lántakendur smálána. „Við munum taka upp hanskann fyrir þetta fólk sem aðrir hafa brugðist og snúa við sönnunarbyrðinni þannig að hún færist yfir á innheimtuna. Hún þarf að sýna fram á lögmætið. Við munum hvetja fólk til að greiða ekki af lánunum nema að það verði sundurliðaður allur kostnaður sem liggur að baki þeim.“ 

Slíkur kostnaður hafi ekki fylgt kröfunum hingað til en það hafi hins vegar ekki komið í veg fyrir að bankar landsins hafi spilað með í innheimtu fyrirtækjanna, sem Ragnar Þór kallar „glæpafyrirtæki“.

Hann telur að Almenn innheimta ehf. sé í herferð við að ná inn sem mestu af útistandandi meintum skuldum á næstu vikum áður en að nýtt frumvarp sem á að koma í veg fyrir starfsemi smálánafyrirtækja, sem verður lagt fram í haust, verður samþykkt.

Nær til allra smálánataka

Málið hefur ekki átt sér langan aðdraganda en Ragnar Þór hefur fundað með forsvarsmönnum Neytendasamtakanna undanfarna daga til að forma það. „Við höfum fylgst með baráttu Neytendasamtakanna og getuleysi löggjafans viðað sporna við þessu, Bankarnir virðast svo án athugasemda skuldfæra af reikningum þessa fólks þrátt fyrir mjög veikar lagaheimildir. Nú verður þetta stöðvað.“

Auglýsing
Hann segir að stuðningur VR muni ná til allra smálánataka sem þurfi á honum að halda, ekki einungis félagsmanna VR. Verið sé að meta kostnaðinn við aðgerðina en fyrir liggi ákveðna hugmyndir um kostnað við fyrstu skref og við að halda úti lögmanni til að taka við fyrirspurnum frá þeim sem hyggjast nýta sér aðgerðina. 

Heildarendurgreiðslur hærri en lög leyfa

Neytendasamtökin hafa staðið í baráttu við smálánafyrirtæki hérlendis árum saman, og hefur meiri þungi færst í hana á síðustu mánuðum. Þau sendu frá sér tilkynningu í síðasta mánuði þar sem þau skoruðu á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggðu á ólögmætum lánum. Fyrir lægi að vextir á smá­lánum væru marg­falt hærri en heim­ilt væri sam­kvæmt lög­um. Þrátt fyrir það virð­ist ekk­ert fá stöðvað Almenna inn­heimtu við að inn­heimta þessi ólög­legu lán.

Á Íslandi má kostn­aður vegna neyt­enda­lána, smá­lán falla undir þá skil­grein­ingu, ein­ungis vera 50 pró­sent ofan á stýri­vexti Seðla­banka Íslands á árs­grund­velli. ­Neyt­enda­sam­tökin hafa hins vegar undir höndum gögn sem sýna að heild­ar­end­ur­greiðslur lán­tak­enda eru mun hærri en lög leyfa, jafn­vel þó miðað sé við hæstu lög­legu vexti. Þrátt fyrir það heldur Almenn inn­heimta áfram inn­heimtu sinni á ólög­leg­um vöxtum og hót­unum um skrán­ingu á van­skila­skrá Creditinfo, sam­kvæmt til­kynn­ingu Neytendasamtakanna. 

Creditinfo hefur stað­fest að ekki verði skráð frek­ari van­skil á fólk vegna smá­lána­skulda nema höf­uð­stóll kröf­unnar sé í van­skil­um. Því hvetja Neyt­enda­sam­tökin þá ein­stak­linga sem eru á van­skila­skrá vegna smá­lána­skuldar að sendu póst á Creditinfo og fara fram á að vera tekin af skrá.

Bótaskylda gæti hafa skapast

Neyt­enda­sam­tökin hafa ­jafn­fram­t beint þeim til­mælum til lán­tak­enda, sem greitt hafa hærri upp­hæð til baka en sem nemur láns­upp­hæð, að fara fram á skýra sund­ur­liðun frá Almennri inn­heimtu ehf. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar gefið sér allt að þrjá mán­uði til að veita þessar upp­lýs­ingar sem neyt­enda­sam­tökin segja að lán­tak­endur eiga rétt á. 

„Það vekur furðu að fyr­ir­tækið hafi ekki til­tæka sund­ur­liðun á kröfum sem það telur sér þó fært að inn­heimta. Þá telja Neyt­enda­sam­tökin í hæsta máta óeðli­legt að inn­heimta van­skila­kostnað á kröfur sem byggja á ólög­mætum lán­veit­ing­um. Slíkt geti ekki verið lög­leg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing
Enn fremur hafa Neytendasamtökin ítrekað komið ofangreindu á fram­færi við Almenna inn­heimtu en engin við­brögð feng­ið. Sam­tökin telja að þar sem eig­end­um, stjórn og starfs­mönnum Almennrar inn­heimtu megi vera ljóst að kröfutil­bún­ing­ur­inn stand­ist ekki lög, séu jafn­vel líkur á að bóta­á­byrgð hafi skapast, ekki síst í þeim til­fellum þar sem lán­tak­endur hafa verið settir á van­skila­skrá að ósekju.

Nú eru Neytendasamtökin komin með öflugan fjárhagslegan bakhjarl sem getur fylgt slíkum málum eftir. 

Fleira ungt fólk í skuldavanda

Kjarninn greindi frá því í júlí að á árinu 2019 hefðu borist 258 umsóknir um greiðslu­að­lögun til Umboðs­manns skuld­ar­a. Greiðslu­að­lögun er úrræði fyrir ein­stak­l­inga sem eiga í veru­­legum greiðslu- og skulda­­vanda. ­Mikil fjölgun hefur orðið í umsóknum um greiðslu­að­lögun hjá yngsta ald­urs­hópn­um, 18 til 29 ára, en umsækj­endur úr þeim hópi voru 27 pró­sent allra umsækj­enda í fyrra.

Í yngsta ald­­ur­s­hópnum voru 79 pró­­sent umsækj­enda með skyndilán og voru 22 pró­­sent af heild­­ar­skuldum umsækj­anda til­komin vegna smá­lána á þessu ald­urs­bili.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar