Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að ráða Birgi Gunnarsson í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. BB.is greinir frá.
Fram kom í fréttum í lok janúar að Guðmundur Gunnarsson hefði látið af störfum sem bæjarstjóri og að ástæða starfsloka væri ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins.
Birgir mun hefja störf 1. mars næstkomandi en ráðningin er með fyrirvara um samþykki bæjastjórnar sem kemur næst saman þann 20. febrúar, samkvæmt BB.is.
Lesa
Birgir var forstjóri Reykjalundar endurhæfingarmiðstöð í Mosfellsbæ þar til í lok síðastliðins árs. Áður var hann forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki frá 1991 til 2007. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, til að mynda hefur hann setið í stjórn Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, verið formaður Landssambands heilbrigðisstofnana og Félags forstöðumanna heilbrigðisstofnana.