CCP flytur í nýbyggðar höfuðstöðvar í Vatnsmýri

Tölvuleikjaframleiðandinn mun flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni í næsta mánuði.

Gróska – Hugmyndahús
Gróska – Hugmyndahús
Auglýsing

Í næsta mán­uði mun tölvu­leikja­fram­leið­and­inn CCP flytja alla starf­semi sína á Íslandi í nýjar sér­hann­aðar höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins í Vatns­mýr­inni. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þá segir jafn­framt að hús­ið, sem nefn­ist Gróska, sé hannað með þarfir skap­andi iðn­aðar í huga og flutn­ingar fyr­ir­tæk­is­ins þangað gefi kost á sterk­ari teng­ingu CCP við háskóla­sam­fé­lag­ið, sem og við önnur leikja- og sprota­fyr­ir­tæki sem muni starfa í hús­inu.

CCP stefnir enn fremur á að árið 2020 verði hið stærsta í 23 ára rekstr­ar­sögu fyr­ir­tæk­is­ins en 100 þús­und nýir spil­arar byrj­uðu að spila EVE Online í jan­úar á þessu ári. Það sam­svarar rúmri tvö­földun á milli ára og er þetta sjötti besti mán­uð­ur­inn í 17 ára sögu EVE Online, sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu.

Auglýsing

Tvær millj­ónir eig­enda Android-síma for­skráð sig til að sækja nýja far­síma­út­gáfu

Þá kemur fram í til­kynn­ing­unni að mik­ill áhugi sé á leikjum sem CCP hefur þróað í sam­vinnu við kín­verska leikj­aris­ann Net­E­a­se. Nú þegar hafi tvær millj­ónir eig­enda Android-síma for­skráð sig til að sækja EVE Echoes, nýja far­síma­út­gáfu af leiknum EVE Online, en hann hafi verið í beta-­próf­unum á nokkrum stöðum í heim­inum að und­an­förnu og muni koma út um heim allan á þessu ári.

Jafn­framt býst fyr­ir­tækið við svip­uðum fjölda for­skrán­inga þegar iPho­ne-­út­gáfa leiks­ins verður kynnt á næst­unni. Þá muni ný PC-­út­gáfa af EVE Online fyrir kín­verskan markað koma út með vor­inu og sam­an­lagt gæti því heild­ar­fjöldi virkra spil­ara í EVE-­tölvu­leikja­heim­inum orðið marg­falt meiri en sést hefur áður fyrir lok árs­ins 2020. Sam­kvæmt CCP hafa tals­verðar tafir orðið á útgáfu EVE Online og EVE Echoes í Kína sem hafa sett mark sitt á nýliðið rekstr­arár CCP en vinna við að greiða úr þeim er langt á veg kom­in.

Kór­óna­veiran hefur áhrif

Sam­kvæmt CCP hafa starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins í Sjanghæ und­an­farið unnið að heiman vegna kór­óna­veirunn­ar. Eng­inn sem starfar fyrir fyr­ir­tækið í Kína hafi veikst en starfs­fólkið hafi þó ekki farið var­hluta af þeim miklum rösk­unum sem orðið hafa á dag­legu lífi á mörgum stöðum í land­inu vegna far­ald­urs­ins. Ekki sé búist við að kór­óna­veiran tefji inn­komu CCP á Kína­markað svo nokkru nemi en vel sé fylgst með þró­un­inni.

„Fjöl­spil­un­ar­net­leikir eins og gott viský“

Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, segir að þau hafi farið í stóra ferð um heim­inn á síð­asta ári og heim­sótt staði þar sem stórir hópar EVE Online spil­ara búa.

„Við náðum nokkrum stórum áföngum í fram­þróun og stefnu­mörkun CCP og árið 2020 virð­ist ætla að verða stórt í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Við erum að upp­lifa gríð­ar­legan not­enda­vöxt á sama tíma og við eigum enn stærstu trompin eftir á hendi. Þegar EVE Echoes og EVE Online verða gefnir út í Kína á þessu ári, þá mun það bæði færa okkur nýja tekju­strauma og fót­spor EVE-heims­ins verður lík­lega orðið marg­falt stærra en það var áður en við fórum í þessa sókn til Asíu og hófum að gefa leik­inn út á far­síma. Asía er að verða stærsti tölvu­leikja­mark­aður heims og þegar litið er til þess árang­urs sem EVE hefur náð í Kóreu á síð­ustu mán­uðum er ljóst að salan til Pearl Abyss var hár­rétt ákvörð­un.“

Hilmar Veigar Pétursson Mynd: Birgir Þór

Hann telur að Pearl Abyss sé með skýra lang­tíma­sýn á hvers konar leiki CCP geti sent frá sér og hafi öðl­ast djúpa inn­sýn í ferla og mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ein­hver sagði að fjöl­spil­un­ar­net­leikir séu eins og gott viský, þeir verði bara betri með aldr­in­um. Núna er leik­ur­inn okkar að verða nógu gam­all til að stór hluti leikja­spil­ara í heim­inum vilji drekka hann og með nýju útgáf­unum og sam­starfi við leikja­fyr­ir­tæki sem skilja hvað CCP gerir og hverju CCP vill ná fram sem leikja­fram­leið­andi verður aðgengið að honum betra en nokkru sinni fyrr. Það hefur verið áhuga­vert að temja sér kóreskt hug­ar­far, sem er afar ólíkt vest­rænu hug­ar­fari, ekki síst þegar kemur að því að hugsa til langs tíms en með sam­starf­inu við Pearl Abyss tel ég að CCP hafi lagt grunn­inn að því að verða áfram í fremstu röð í leikja­þróun til langrar fram­tíð­ar,“ segir for­stjór­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent