Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína

Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.

alibabaaba.jpg
Auglýsing

Stærsta markaðstorg fyrir verslun á netinu í Asíu, Alibaba, hefur fundið harkalega fyrir kóróna-veirunni (CVID19) og áhrifum hennar á gang efnahagsmála í Kína. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alibaba sendi frá sér í gær, og Bloomberg gerði að umtalsefni. Þessar upplýsingar frá Alibaba þykja sýna, að veiran hefur haft gríðarleg áhrif í Kína, jafnvel meiri en margir höfðu áttað sig, þegar kemur efnahagslegum áhrifum. 

Mikill vöxtur var á síðustu þremur mánuðum ársins hjá Alibaba, eða 58 prósent frá fyrra ári, en að undanförnu hefur verslun hrunið, og jafnvel talið, að samdráttur verði mældur í tugum prósenta á næstu mánuðum, sem er hröð og mikil breyting þvert á þá undirliggjandi þróun sem hefur verið í Kína þegar kemur að netverslun.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Alibaba hefði komið mörgum greinendum á óvart, með góðum árangri og vexti á síðustu þremur mánuðum ársins, þá fór mesta púðrið í tilkynningu fyrirtækisins í það að útskýra hvers vegna næstu mánuðir gætu orðið erfiðir fyrir Alibaba og kínverska hagkerfið í heild. 

Stórkostlega hefur dregið úr umsvifum í Kína, vegna kórónaveirunnar, en hún hefur haft þau áhrif, að fólk verslar mun minna, heldur sig heima, og reynir að haga sér þannig, að það smitist ekki eða stuðli að frekari útbreiðslu veirunnar. 

Kínversk stjórnvöld hafa á mörgum svæðum gefið út strangar leiðbeiningar um hvernig fólki eigi að haga sér, einkum á svæðum í kringum Wuhan, þar sem uppruni veirunnar er. 

Til þess að hefta útbreiðslu veirunnar hefur meðal annars verið gripið til útgöngubanns á tugmilljóna borgarsvæðum, með tilheyrandi lamandi áhrifum á verslun og þjónustu. 

Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC hafa nú 1.523 látist vegna veirunnar, en yfir 66 þúsund smitast. Fyrsta dauðsfallið í Evrópu, vegna veirunnar, hefur verið staðfest, en það var áttræður Kínverji, sem var að koma frá Hubei sem ferðamaður, sem lést. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent