Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína

Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.

alibabaaba.jpg
Auglýsing

Stærsta mark­aðs­torg fyrir verslun á net­inu í Asíu, Ali­baba, hefur fundið harka­lega fyrir kór­óna-veirunni (CVID19) og áhrifum hennar á gang efna­hags­mála í Kína. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Ali­baba sendi frá sér í gær, og Bloomberg gerði að umtals­efni. Þessar upp­lýs­ingar frá Ali­baba þykja sýna, að veiran hefur haft gríð­ar­leg áhrif í Kína, jafn­vel meiri en margir höfðu áttað sig, þegar kemur efna­hags­legum áhrif­um. 

Mik­ill vöxtur var á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins hjá Ali­baba, eða 58 pró­sent frá fyrra ári, en að und­an­förnu hefur verslun hrun­ið, og jafn­vel talið, að sam­dráttur verði mældur í tugum pró­senta á næstu mán­uð­um, sem er hröð og mikil breyt­ing þvert á þá und­ir­liggj­andi þróun sem hefur verið í Kína þegar kemur að net­versl­un.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Ali­baba hefði komið mörgum grein­endum á óvart, með góðum árangri og vexti á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins, þá fór mesta púðrið í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins í það að útskýra hvers vegna næstu mán­uðir gætu orðið erf­iðir fyrir Ali­baba og kín­verska hag­kerfið í heild. 

Stór­kost­lega hefur dregið úr umsvifum í Kína, vegna kór­óna­veirunn­ar, en hún hefur haft þau áhrif, að fólk verslar mun minna, heldur sig heima, og reynir að haga sér þannig, að það smit­ist ekki eða stuðli að frek­ari útbreiðslu veirunn­ar. 

Kín­versk stjórn­völd hafa á mörgum svæðum gefið út strangar leið­bein­ingar um hvernig fólki eigi að haga sér, einkum á svæðum í kringum Wuhan, þar sem upp­runi veirunnar er. 

Til þess að hefta útbreiðslu veirunnar hefur meðal ann­ars verið gripið til útgöngu­banns á tug­millj­óna borg­ar­svæð­um, með til­heyr­andi lam­andi áhrifum á verslun og þjón­ust­u. 

Sam­kvæmt umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC hafa nú 1.523 lát­ist vegna veirunn­ar, en yfir 66 þús­und smit­ast. Fyrsta dauðs­fallið í Evr­ópu, vegna veirunn­ar, hefur verið stað­fest, en það var átt­ræður Kín­verji, sem var að koma frá Hubei sem ferða­mað­ur, sem lést. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent