Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína

Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.

alibabaaba.jpg
Auglýsing

Stærsta markaðstorg fyrir verslun á netinu í Asíu, Alibaba, hefur fundið harkalega fyrir kóróna-veirunni (CVID19) og áhrifum hennar á gang efnahagsmála í Kína. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alibaba sendi frá sér í gær, og Bloomberg gerði að umtalsefni. Þessar upplýsingar frá Alibaba þykja sýna, að veiran hefur haft gríðarleg áhrif í Kína, jafnvel meiri en margir höfðu áttað sig, þegar kemur efnahagslegum áhrifum. 

Mikill vöxtur var á síðustu þremur mánuðum ársins hjá Alibaba, eða 58 prósent frá fyrra ári, en að undanförnu hefur verslun hrunið, og jafnvel talið, að samdráttur verði mældur í tugum prósenta á næstu mánuðum, sem er hröð og mikil breyting þvert á þá undirliggjandi þróun sem hefur verið í Kína þegar kemur að netverslun.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Alibaba hefði komið mörgum greinendum á óvart, með góðum árangri og vexti á síðustu þremur mánuðum ársins, þá fór mesta púðrið í tilkynningu fyrirtækisins í það að útskýra hvers vegna næstu mánuðir gætu orðið erfiðir fyrir Alibaba og kínverska hagkerfið í heild. 

Stórkostlega hefur dregið úr umsvifum í Kína, vegna kórónaveirunnar, en hún hefur haft þau áhrif, að fólk verslar mun minna, heldur sig heima, og reynir að haga sér þannig, að það smitist ekki eða stuðli að frekari útbreiðslu veirunnar. 

Kínversk stjórnvöld hafa á mörgum svæðum gefið út strangar leiðbeiningar um hvernig fólki eigi að haga sér, einkum á svæðum í kringum Wuhan, þar sem uppruni veirunnar er. 

Til þess að hefta útbreiðslu veirunnar hefur meðal annars verið gripið til útgöngubanns á tugmilljóna borgarsvæðum, með tilheyrandi lamandi áhrifum á verslun og þjónustu. 

Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC hafa nú 1.523 látist vegna veirunnar, en yfir 66 þúsund smitast. Fyrsta dauðsfallið í Evrópu, vegna veirunnar, hefur verið staðfest, en það var áttræður Kínverji, sem var að koma frá Hubei sem ferðamaður, sem lést. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent