Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína

Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.

alibabaaba.jpg
Auglýsing

Stærsta mark­aðs­torg fyrir verslun á net­inu í Asíu, Ali­baba, hefur fundið harka­lega fyrir kór­óna-veirunni (CVID19) og áhrifum hennar á gang efna­hags­mála í Kína. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Ali­baba sendi frá sér í gær, og Bloomberg gerði að umtals­efni. Þessar upp­lýs­ingar frá Ali­baba þykja sýna, að veiran hefur haft gríð­ar­leg áhrif í Kína, jafn­vel meiri en margir höfðu áttað sig, þegar kemur efna­hags­legum áhrif­um. 

Mik­ill vöxtur var á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins hjá Ali­baba, eða 58 pró­sent frá fyrra ári, en að und­an­förnu hefur verslun hrun­ið, og jafn­vel talið, að sam­dráttur verði mældur í tugum pró­senta á næstu mán­uð­um, sem er hröð og mikil breyt­ing þvert á þá und­ir­liggj­andi þróun sem hefur verið í Kína þegar kemur að net­versl­un.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Ali­baba hefði komið mörgum grein­endum á óvart, með góðum árangri og vexti á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins, þá fór mesta púðrið í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins í það að útskýra hvers vegna næstu mán­uðir gætu orðið erf­iðir fyrir Ali­baba og kín­verska hag­kerfið í heild. 

Stór­kost­lega hefur dregið úr umsvifum í Kína, vegna kór­óna­veirunn­ar, en hún hefur haft þau áhrif, að fólk verslar mun minna, heldur sig heima, og reynir að haga sér þannig, að það smit­ist ekki eða stuðli að frek­ari útbreiðslu veirunn­ar. 

Kín­versk stjórn­völd hafa á mörgum svæðum gefið út strangar leið­bein­ingar um hvernig fólki eigi að haga sér, einkum á svæðum í kringum Wuhan, þar sem upp­runi veirunnar er. 

Til þess að hefta útbreiðslu veirunnar hefur meðal ann­ars verið gripið til útgöngu­banns á tug­millj­óna borg­ar­svæð­um, með til­heyr­andi lam­andi áhrifum á verslun og þjón­ust­u. 

Sam­kvæmt umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC hafa nú 1.523 lát­ist vegna veirunn­ar, en yfir 66 þús­und smit­ast. Fyrsta dauðs­fallið í Evr­ópu, vegna veirunn­ar, hefur verið stað­fest, en það var átt­ræður Kín­verji, sem var að koma frá Hubei sem ferða­mað­ur, sem lést. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent