Rafmagnstruflanir og tjón víða um land vegna veðurofsans

Næsta lægð nálgast nú landið, og allt stefnir í áframhaldandi þörf á varúðarráðstöfunum vegna vefurofsa.

Norðurál
Auglýsing

Raf­magns­trufl­anir eru víða um land vegna verðu­ofsans, sem gengið hefur yfir landið í dag. Áfram­hald gæti orðið á þörf­inni fyrir var­úð­ar­ráð­stafnir vegna veð­urofsa, þar sem önnur lægð nálg­ast nú land­ið, að því er segir á veð­ur­vefnum Blika.is. „Nú þegar íbúar á sunn­an­verðu land­inu eru farnir að treysta sér út eftir föstu­dagslægð­ina er rétt að fara að fjalla um næstu lægð sem dýpkar nú ört og nálg­ast landið hratt úr suð­vestri. Sam­kvæmt spám stað­næm­ist lægðin svo suður af land­inu. Vindur verður minni á land­inu heldur verið hefur í dag. Þó verður hvasst (yfir 20 m/s) á suð­aust­ur­landi sam­fara úrkomu,“ segir á vefn­um.

Mikið álag hefur verið hjá öllum full­trúum almanna­varna í land­inu, vegna vef­urofsans, en víða hafa þak­plötur fokið um og valdið tjóni, sem og aðrir lausa­mun­ir. 

Á Face­book síðu Lands­nets segir að raf­magni hafi slegið út á iðn­garð­inum á Grund­ar­tanga, þar sem Elkem og Norð­urál eru með starf­semi. „Núna um sex­leytið fundu margir fyrir flökti á raf­magns­ljós­unum en ástæðan er högg sem kom á kerfið þegar við lentum i vand­ræð­um, lík­leg­ast vegna seltu, í tengi­virk­inu okkar á Brenni­mel sem varð þess vald­andi að straum­laust varð hjá Elkem og Norð­ur­áli. Verið er að vinna í að koma kerf­inu upp aftur og skoða hvort það þurfi að fara í að skola tengi­virki,“ segir í færslu Lands­nets. 

Auglýsing

Á vef RÚV segir að spennu­flöktið hjá Lands­neti hafi áhrif á allt raf­dreifi­kerfi Veitna. Heita­vatn­dælur víða um borg­ina slógu út í kjöl­far­ið, segir á vef RÚV. „Efri byggðir borg­ar­innar finna nú fyrir vatn­leysi af þeim sök­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Veitum sló dæl­unum aftur út þegar annað flökt kom á raf­magns­kerfið á sjö­unda tím­an­um. Gera megi ráð fyrir að heita vatnið verði komið aftur á innan stundar nema fleiri slík atvik verð­i,“ segir jafn­framt.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent