„Lítur ekki vel út!“

Upp úr klukkan 13 í dag mun bresta á með vestanhvelli á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að einnig verði „foráttuhvasst“ á Suðurlandi.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á mest öllu landinu.
Appelsínugul viðvörun er í gildi á mest öllu landinu.
Auglýsing

Veð­ur­við­var­anir dags­ins hafa færst af gulu yfir á app­el­sínugult eftir að nýj­ustu spár, sem bár­ust í snemma í morg­un, hafa versn­að. „Það viðrar illa til ferða­laga og er fólk hvatt til að huga að lausa­mun­um,“ segja almanna­varnir í færslu á Face­book.

Einar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ingur segir lægð­ina verða bæði dýpri og krapp­ari en spáð hafði ver­ið. „Lítur ekki vel út!“ Lægð­ar­miðjan fari yfir Reykja­nesskaga í höf­uð­borg­ar­svæðið um hádegi. „Í kjöl­far miðj­unnar skellur á okkur af fullum þunga V-strengur (e. Sting Jet) hér suð­vest­an­lands. Það versta stendur aðeins í stuttu stund, í rúma klukku­stund eða svo,“ skrifar Einar á Face­book í morgun. Hann segir að einnig verði „for­áttu­hvasst“ á Suð­ur­landi, einkum við sjó­inn og eins suð­aust­an- og aust­an­lands með suð­vest­an­átt­inni.

Vega­gerðin var með eft­ir­far­andi við­vörun kl. 9 í morg­un:

Auglýsing

Brestur á með vestan hvelli á Suð­ur­nesjum og höf­uð­borg­ar­svæð­inu upp úr kl. 13. Stendur stutt en vara­samt verður að vera á ferð­inni. For­áttu­hvasst verður frá Land­eyjum og austur um á Höfn frá kl. 14 til 19 með SV-átt og áber­andi byljótt þar fyrir austan s.s. við Hval­nes, allt austur á Reyð­ar­fjörð.

Hvað er app­el­sínugul við­vör­un?

Á vef Veð­ur­stof­unar er að finna eft­ir­far­andi skil­grein­ingu á app­el­sínugula litnum í við­vör­un­ar­kerfi stofn­un­ar­inn­ar: Miðl­ungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum sam­fé­lags­legum áhrif­um. Veðrið getur valdið miklum sam­fé­lags­legum áhrif­um. Veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögu­lega lífi ef aðgát er ekki höfð. Skerð­ing á sam­göngum og innvið­u­m/­þjón­ustu tíma­bund­in/­stað­bund­in. Veður sem þessi verða nokkrum sinnum á ári.

Sjá nánar við­var­anir Veð­ur­stof­unnar hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent