Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna

Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.

Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Auglýsing

Þrátt fyrir miklar almennar fram­farir síð­ustu ára­tuga á ýmsum sviðum standa börn heims­ins frammi fyrir ótryggri fram­tíð. ­Lofts­lags­breyt­ing­ar, hnignun vist­kerfa, fólks­flótti, átök, ójöfn­uður og skað­leg ­mark­aðs­setn­ing er meðal þess sem ógnar heilsu og fram­tíð barna í öllum lönd­um.

Þetta er meðal þess sem fram kemurí skýrslu um heilsu og vel­ferð barna sem UNICEF, Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) og lækna­rit­ið The Lancet birtu í morg­un. Þar kemur fram að Ísland sé eitt besta landið í ver­öld­inni fyrir börn en að mikil losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda dragi okkur nið­ur­ list­ann yfir sjálf­bærni.

Höf­undar skýrsl­unnar benda á að stað­reyndir tali sínu máli: Að fjár­festa snemma í heilsu barna, menntun og öðrum grunn­þáttum bæti vel­ferð þeirra, efna­hag og aðstæður í gegnum allt líf­ið. Slíkt hafi einnig jákvæð áhrif á börn barn­anna okkar og sam­fé­lagið í heild.

Auglýsing

Engin þjóð í heim­inum er með full­nægj­andi hætti að verja heilsu, umhverfi og fram­tíð barna sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar.  

Skýrslan ber yfir­skrift­ina A Fut­ure for the World‘s Children? og er sú fyrsta sinnar teg­undar sem skoðar stöðu heilsu og vel­ferð­ar­ ­barna í löndum heims­ins, meðal ann­ars með til­liti til lofts­lags­breyt­inga og ann­arra utan­að­kom­andi þátta sem nútíma­börnum stafar ógn af. Í henni segir að heilsu og fram­tíð allra barna og ung­menna sé ógnað af vist­fræði­legri ó­sjálf­bærni, lofts­lags­breyt­ingum og óheið­ar­legri mark­aðs­setn­ingu stór­fyr­ir­tækja ­sem halda óhollu skyndi­bita­fæði, sykruðum drykkj­um, áfengi og tóbaki að börn­um heims­ins.

„Þrátt fyrir fram­farir í heilsu­vernd barna og ung­linga ­síð­ustu 20 ára þá er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakk­gír,“ segir Helen Clark, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands og annar for­manna nefnd­ar­inn­ar.

„Áætlað hefur verið að um 250 millj­ónir barna undir fimm ára aldri í lág- og milli­tekju­þjóðum muni ekki ná við­un­andi þroska­mark­miðum mið­að við mæli­kvarða okkar á vaxt­ar­röskun og fátækt. En það sem verra er þá standa öll börn heims­ins nú frammi fyrir hreinni ógn við til­vist sína  vegna lofts­lags­breyt­inga og skað­legra áhrifa frá mark­aðs­öfl­u­m. ­Þjóðir heims­ins þurfa að end­ur­hugsa algjör­lega nálgun sína í heilsu­vernd barna og ung­menna til að tryggja að við pössum ekki aðeins upp á börn­in í dag heldur kom­andi kyn­slóðir einnig.“

Los­unin 283% umfram mark­mið

Í skýrsl­unni er að finna nýja alþjóð­lega vísi­tölu 180 þjóða þar sem bornir eru saman mæli­kvarðar á hvernig börn dafna út frá lífslík­um, vel­ferð, heilsu, mennt­un, nær­ingu, sjálf­bærni og yfir­liti yfir los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í við­kom­andi landi og mis­skipt­ingu.

Þegar ein­ungis er litið til hefð­bund­inna vel­ferð­ar­við­miða eins og heilsu, mennt­un­ar, nær­ingar og barna­dauða (e. sur­vive and thri­ve ­mæli­kvarða) þá trónir Nor­egur í efsta sæti, Suð­ur­-Kórea í öðru og Hol­land í þriðja. Ísland er í níunda sæti.

Þegar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda miðað við höfða­tölu í hverju þess­ara landa eru tekin með í reikn­ing­inn yfir sjálf­bærni þá hrapa þau ­niður list­ann. Nor­egur fer úr fyrsta sæti í það 156. Suð­ur­-Kórea úr öðru sæti í það 166. og Hol­land niður í 160. sæti. Ísland fer úr 9. sæti í 163. sæti og er á­stæðan fyrir því að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er sam­kvæmt skýrsl­unni 283% um­fram los­un­ar­mark­miðin sem sett hafa verið fyrir árið 2030.

 „Sam­kvæmt öll­u­m hefð­bundnum mæli­kvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og nið­ur­stöð­ur­ ­skýrsl­unnar sýna,“ segir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Ísland­i. „­Börn hafa hér öll tæki­færi til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins ­vegar að bregð­ast börn­um, líkt og hinar ríku þjóð­irn­ar, er hversu mikið við ­mengum miðað við höfða­tölu. Þar þurfum við að grípa til taf­ar­lausra aðgerða og ­gera meira enda eigum við langt með að ná þeim los­un­ar­mark­miðum sem sett hafa verið fyrir árið 2030. Í þess­ari skýrslu er litið lengra en bara til stöð­unn­ar eins og hún er í dag. Hér er stóra myndin skoðuð og tekið með í reikn­ing­inn ­sjálf­bærni okkar og fram­tíð plánet­unnar fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Við þurfum að skuld­binda okkur til að skapa fram­tíð sem hæfir börnum og þar höfum við Ís­lend­ingar öll tæki­færi til að vera í far­ar­brodd­i.“

Neyð­ar­á­stand og nátt­úru­ham­farir

Í skýrsl­unni er bent á að á meðan fátæk­ari lönd þurf­i vissu­lega að gera meira til að bæta lífslíkur og heilsu­vernd barna sinna þá sé það stað­bundn­ari vandi á meðan óhóf­leg losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda meðal rík­ari ­þjóða sé ógn við fram­tíð barna um allan heim. Miðað við núver­andi spár fer hnatt­ræn hlýnun yfir 4°C árið 2100 sem myndi hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir allt líf á jörðu.

„Rúm­lega tveir millj­arðar manna búa í löndum og við aðstæð­ur­ þar sem neyð­ar­á­stand, átök og nátt­úru­ham­far­ir, sem tengja má hnatt­rænni hlýn­un, hindra þró­un,“ segir Awa-Coll-­Seck, heil­brigð­is­ráð­herra Senegal og ann­ar ­for­manna nefnd­ar­inn­ar.

„Á meðan fátæk­ustu þjóð­irnar losa flestar minnst af koltví­sýr­ing þá koma afleið­ingar hnatt­rænnar hlýn­unar verst niður á mörg­um þeirra. Að byggja upp betri og við­un­andi aðstæður fyrir börn til að lifa og blómstra inn­an­lands á ekki að kosta það að grafið sé undan fram­tíð barna á heims­vís­u.“

Fram kemur í skýrsl­unni að einu lönd­in, sem eru á réttri ­leið með að ná los­un­ar­mark­miðum sínum miðað við höfða­tölu fyrir árið 2030 og eru líka á topp 70 yfir þjóðir þar sem börn lifa og dafna best, séu Alban­í­a, ­Ar­men­ía, Grena­da, Jórdan­ía, Mold­óva, Srí Lanka, Tún­is, Úrúgvæ og Víetnam.

Níðst á börnum með skað­legri mark­aðs­setn­ingu

Skýrslan beinir einnig kast­ljós­inu að þeirri ógn sem börn­um stafar af skað­legri mark­aðs­setn­ingu fyr­ir­tækja. Rann­sóknir benda til að börn í á­kveðnum löndum sjái allt að 30 þús­und aug­lýs­ingar á ári, bara í sjón­varpi.

Mark­aðs­setn­ing á skyndi­bita­fæði og sykruðum drykkjum á stóran þátt í yfir­þyngd og offitu hjá börn­um.Á meðan fátækustu þjóðirnar losa flestar minnst af koltvísýring þá koma afleiðingar hnattrænnar hlýnunar verst niður á mörgum þeirra.

Til að verja börn kalla skýrslu­höf­undar eftir nýrri al­þjóð­legri hreyf­ingu sem drifin verði áfram fyrir börn. Þau nefna sem dæmi:

  • Stöðva verður losun koltví­sýr­ings (CO2) strax til að tryggja ­börnum fram­tíð hér á jörð.
  • Setja börn og ung­menni í for­grunn þess­arar vinnu okkar við að ná sjálf­bærri þró­un.
  • Móta þarf nýja stefnu og fjár­festa í öllum greinum tengd­um heilsu barna og rétt­ind­um.
  • Leyfa röddum barna að heyr­ast í ákvarð­ana­töku um fram­tíð þeirra.

Dr. Ric­hard Horton, rit­stjóri The Lancet, segir að nú sé tæki­fær­ið.

„Sönn­un­ar­gögnin liggja fyr­ir. Verk­færin eru til stað­ar. Frá­ ­þjóð­ar­leið­togum til sveit­ar­stjórna, frá leið­togum Sam­ein­uðu þjóð­anna til­ ­barn­anna sjálfra þá kallar þessi nefnd eftir dögun nýrra tíma í heilsu barna og ung­menna. Það mun útheimta hug­rekki og stað­festu til að ná settu marki. Þetta er stærsta próf­raun okkar kyn­slóð­ar,“ segir Horton.

„Frá lofts­lags­breyt­ing­um, offitu og skað­legri ­mark­aðs­setn­ingu standa börn um allan heim frammi fyrir ógnum sem þótt­u ó­hugs­andi fyrir nokkrum kyn­slóðum síð­an,“ segir Hen­ri­etta For­e, fram­kvæmda­stjóri UNICEF. „Það er tími til kom­inn að end­ur­hugsa heilsu­vernd ­barna, þar sem börn, þeirra hagur og það sem þeim er fyrir bestur verður sett ofan á í allri ákvarð­ana­töku stjórn­valda.“

„Þessi skýrsla sýnir að leið­togar heims­ins eru of oft að bregð­ast börnum og ung­menn­um. Þeim er að mis­takast við að vernda heilsu þeirra, rétt­indi og verja plánet­una þeirra,“ segir Dr. Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri WHO. „Þetta verður að vera vakn­ingin fyrir allar þjóðir að fjár­festa í heilsu og fram­tíð barn­anna og ­tryggja að raddir þeirra heyr­ist, rétt­indi þeirra  séu virt og stefnt verði að því að skapa fram­tíð sem hæfir börn­um.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent