Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna

Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.

Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Auglýsing

Þrátt fyrir miklar almennar fram­farir síð­ustu ára­tuga á ýmsum sviðum standa börn heims­ins frammi fyrir ótryggri fram­tíð. ­Lofts­lags­breyt­ing­ar, hnignun vist­kerfa, fólks­flótti, átök, ójöfn­uður og skað­leg ­mark­aðs­setn­ing er meðal þess sem ógnar heilsu og fram­tíð barna í öllum lönd­um.

Þetta er meðal þess sem fram kemurí skýrslu um heilsu og vel­ferð barna sem UNICEF, Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) og lækna­rit­ið The Lancet birtu í morg­un. Þar kemur fram að Ísland sé eitt besta landið í ver­öld­inni fyrir börn en að mikil losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda dragi okkur nið­ur­ list­ann yfir sjálf­bærni.

Höf­undar skýrsl­unnar benda á að stað­reyndir tali sínu máli: Að fjár­festa snemma í heilsu barna, menntun og öðrum grunn­þáttum bæti vel­ferð þeirra, efna­hag og aðstæður í gegnum allt líf­ið. Slíkt hafi einnig jákvæð áhrif á börn barn­anna okkar og sam­fé­lagið í heild.

Auglýsing

Engin þjóð í heim­inum er með full­nægj­andi hætti að verja heilsu, umhverfi og fram­tíð barna sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar.  

Skýrslan ber yfir­skrift­ina A Fut­ure for the World‘s Children? og er sú fyrsta sinnar teg­undar sem skoðar stöðu heilsu og vel­ferð­ar­ ­barna í löndum heims­ins, meðal ann­ars með til­liti til lofts­lags­breyt­inga og ann­arra utan­að­kom­andi þátta sem nútíma­börnum stafar ógn af. Í henni segir að heilsu og fram­tíð allra barna og ung­menna sé ógnað af vist­fræði­legri ó­sjálf­bærni, lofts­lags­breyt­ingum og óheið­ar­legri mark­aðs­setn­ingu stór­fyr­ir­tækja ­sem halda óhollu skyndi­bita­fæði, sykruðum drykkj­um, áfengi og tóbaki að börn­um heims­ins.

„Þrátt fyrir fram­farir í heilsu­vernd barna og ung­linga ­síð­ustu 20 ára þá er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakk­gír,“ segir Helen Clark, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands og annar for­manna nefnd­ar­inn­ar.

„Áætlað hefur verið að um 250 millj­ónir barna undir fimm ára aldri í lág- og milli­tekju­þjóðum muni ekki ná við­un­andi þroska­mark­miðum mið­að við mæli­kvarða okkar á vaxt­ar­röskun og fátækt. En það sem verra er þá standa öll börn heims­ins nú frammi fyrir hreinni ógn við til­vist sína  vegna lofts­lags­breyt­inga og skað­legra áhrifa frá mark­aðs­öfl­u­m. ­Þjóðir heims­ins þurfa að end­ur­hugsa algjör­lega nálgun sína í heilsu­vernd barna og ung­menna til að tryggja að við pössum ekki aðeins upp á börn­in í dag heldur kom­andi kyn­slóðir einnig.“

Los­unin 283% umfram mark­mið

Í skýrsl­unni er að finna nýja alþjóð­lega vísi­tölu 180 þjóða þar sem bornir eru saman mæli­kvarðar á hvernig börn dafna út frá lífslík­um, vel­ferð, heilsu, mennt­un, nær­ingu, sjálf­bærni og yfir­liti yfir los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í við­kom­andi landi og mis­skipt­ingu.

Þegar ein­ungis er litið til hefð­bund­inna vel­ferð­ar­við­miða eins og heilsu, mennt­un­ar, nær­ingar og barna­dauða (e. sur­vive and thri­ve ­mæli­kvarða) þá trónir Nor­egur í efsta sæti, Suð­ur­-Kórea í öðru og Hol­land í þriðja. Ísland er í níunda sæti.

Þegar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda miðað við höfða­tölu í hverju þess­ara landa eru tekin með í reikn­ing­inn yfir sjálf­bærni þá hrapa þau ­niður list­ann. Nor­egur fer úr fyrsta sæti í það 156. Suð­ur­-Kórea úr öðru sæti í það 166. og Hol­land niður í 160. sæti. Ísland fer úr 9. sæti í 163. sæti og er á­stæðan fyrir því að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er sam­kvæmt skýrsl­unni 283% um­fram los­un­ar­mark­miðin sem sett hafa verið fyrir árið 2030.

 „Sam­kvæmt öll­u­m hefð­bundnum mæli­kvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og nið­ur­stöð­ur­ ­skýrsl­unnar sýna,“ segir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Ísland­i. „­Börn hafa hér öll tæki­færi til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins ­vegar að bregð­ast börn­um, líkt og hinar ríku þjóð­irn­ar, er hversu mikið við ­mengum miðað við höfða­tölu. Þar þurfum við að grípa til taf­ar­lausra aðgerða og ­gera meira enda eigum við langt með að ná þeim los­un­ar­mark­miðum sem sett hafa verið fyrir árið 2030. Í þess­ari skýrslu er litið lengra en bara til stöð­unn­ar eins og hún er í dag. Hér er stóra myndin skoðuð og tekið með í reikn­ing­inn ­sjálf­bærni okkar og fram­tíð plánet­unnar fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Við þurfum að skuld­binda okkur til að skapa fram­tíð sem hæfir börnum og þar höfum við Ís­lend­ingar öll tæki­færi til að vera í far­ar­brodd­i.“

Neyð­ar­á­stand og nátt­úru­ham­farir

Í skýrsl­unni er bent á að á meðan fátæk­ari lönd þurf­i vissu­lega að gera meira til að bæta lífslíkur og heilsu­vernd barna sinna þá sé það stað­bundn­ari vandi á meðan óhóf­leg losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda meðal rík­ari ­þjóða sé ógn við fram­tíð barna um allan heim. Miðað við núver­andi spár fer hnatt­ræn hlýnun yfir 4°C árið 2100 sem myndi hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir allt líf á jörðu.

„Rúm­lega tveir millj­arðar manna búa í löndum og við aðstæð­ur­ þar sem neyð­ar­á­stand, átök og nátt­úru­ham­far­ir, sem tengja má hnatt­rænni hlýn­un, hindra þró­un,“ segir Awa-Coll-­Seck, heil­brigð­is­ráð­herra Senegal og ann­ar ­for­manna nefnd­ar­inn­ar.

„Á meðan fátæk­ustu þjóð­irnar losa flestar minnst af koltví­sýr­ing þá koma afleið­ingar hnatt­rænnar hlýn­unar verst niður á mörg­um þeirra. Að byggja upp betri og við­un­andi aðstæður fyrir börn til að lifa og blómstra inn­an­lands á ekki að kosta það að grafið sé undan fram­tíð barna á heims­vís­u.“

Fram kemur í skýrsl­unni að einu lönd­in, sem eru á réttri ­leið með að ná los­un­ar­mark­miðum sínum miðað við höfða­tölu fyrir árið 2030 og eru líka á topp 70 yfir þjóðir þar sem börn lifa og dafna best, séu Alban­í­a, ­Ar­men­ía, Grena­da, Jórdan­ía, Mold­óva, Srí Lanka, Tún­is, Úrúgvæ og Víetnam.

Níðst á börnum með skað­legri mark­aðs­setn­ingu

Skýrslan beinir einnig kast­ljós­inu að þeirri ógn sem börn­um stafar af skað­legri mark­aðs­setn­ingu fyr­ir­tækja. Rann­sóknir benda til að börn í á­kveðnum löndum sjái allt að 30 þús­und aug­lýs­ingar á ári, bara í sjón­varpi.

Mark­aðs­setn­ing á skyndi­bita­fæði og sykruðum drykkjum á stóran þátt í yfir­þyngd og offitu hjá börn­um.Á meðan fátækustu þjóðirnar losa flestar minnst af koltvísýring þá koma afleiðingar hnattrænnar hlýnunar verst niður á mörgum þeirra.

Til að verja börn kalla skýrslu­höf­undar eftir nýrri al­þjóð­legri hreyf­ingu sem drifin verði áfram fyrir börn. Þau nefna sem dæmi:

  • Stöðva verður losun koltví­sýr­ings (CO2) strax til að tryggja ­börnum fram­tíð hér á jörð.
  • Setja börn og ung­menni í for­grunn þess­arar vinnu okkar við að ná sjálf­bærri þró­un.
  • Móta þarf nýja stefnu og fjár­festa í öllum greinum tengd­um heilsu barna og rétt­ind­um.
  • Leyfa röddum barna að heyr­ast í ákvarð­ana­töku um fram­tíð þeirra.

Dr. Ric­hard Horton, rit­stjóri The Lancet, segir að nú sé tæki­fær­ið.

„Sönn­un­ar­gögnin liggja fyr­ir. Verk­færin eru til stað­ar. Frá­ ­þjóð­ar­leið­togum til sveit­ar­stjórna, frá leið­togum Sam­ein­uðu þjóð­anna til­ ­barn­anna sjálfra þá kallar þessi nefnd eftir dögun nýrra tíma í heilsu barna og ung­menna. Það mun útheimta hug­rekki og stað­festu til að ná settu marki. Þetta er stærsta próf­raun okkar kyn­slóð­ar,“ segir Horton.

„Frá lofts­lags­breyt­ing­um, offitu og skað­legri ­mark­aðs­setn­ingu standa börn um allan heim frammi fyrir ógnum sem þótt­u ó­hugs­andi fyrir nokkrum kyn­slóðum síð­an,“ segir Hen­ri­etta For­e, fram­kvæmda­stjóri UNICEF. „Það er tími til kom­inn að end­ur­hugsa heilsu­vernd ­barna, þar sem börn, þeirra hagur og það sem þeim er fyrir bestur verður sett ofan á í allri ákvarð­ana­töku stjórn­valda.“

„Þessi skýrsla sýnir að leið­togar heims­ins eru of oft að bregð­ast börnum og ung­menn­um. Þeim er að mis­takast við að vernda heilsu þeirra, rétt­indi og verja plánet­una þeirra,“ segir Dr. Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri WHO. „Þetta verður að vera vakn­ingin fyrir allar þjóðir að fjár­festa í heilsu og fram­tíð barn­anna og ­tryggja að raddir þeirra heyr­ist, rétt­indi þeirra  séu virt og stefnt verði að því að skapa fram­tíð sem hæfir börn­um.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent