Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja

Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Auglýsing

Björgólfur Jóhanns­son, tíma­bund­inn for­stjóri Sam­herja, er nú skráður í fram­kvæmda­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og með pró­kúru, sem veitir heim­ild til úttektar af banka­­reikn­ing­um, fyrir það í fyr­ir­tækja­skrá rík­­is­skatt­­stjóra.

Mót­taka gagna vegna þessa átti sér stað 11. febr­úar 2020 sam­kvæmt gögnum sem hægt er að nálg­ast í fyr­ir­tækja­skrá,eða dag­inn eftir að Kjarn­inn fjall­aði um mál­ið. 

Í þeim gögnum kemur fram að stjórn Sam­herja hafi bók­að, á fundi sínum þann 14. nóv­em­ber 2019, að Björgólfur hefði verið ráð­inn for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sam­hliða því að Þor­steinn Már Bald­vins­son hefði ákveðið að stíga til hliðar úr því starfi, að minnsta kosti tíma­bund­ið. Í þeirri bókun var Björgólfi veitt pró­kúru­um­boð og Þor­steinn Már afsal­aði sér sínu umboði sam­hliða. Það láð­ist hins vegar að senda til­kynn­ingu þess efnis til fyr­ir­tækja­skrá­ar.

Um þessa breyt­ingu var þó ekki til­kynnt til fyr­ir­tækja­skráar fyrr en 30. jan­ú­ar. Athuga­semdir voru gerðar við þá til­kynn­ingu sem Sam­herji þurfti að bregð­ast við. Það hefur nú verið gert. 

Auglýsing
Sam­kvæmt skrán­ingu í hluta­­fé­laga­­skrá er Björgólfur því nú skráður í fram­­kvæmda­­stjórn Sam­herja hf. og með pró­kúru ásamt Jóni Rafni Ragn­­ar­s­­syni, fjár­­­mála­­stjóra sam­­stæð­unn­­ar. Sömu sögu er þó ekki að segja í hinu félag­inu sem myndar uppi­stöðu Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, Sam­herja Hold­ing. Þar er Þor­steinn Már en skráður í fram­kvæmda­stjórn og með pró­kúru ásamt Jóni Rafn­i. Tilkynning stjórnar Samherja til ríkisskattstjóra.

Sam­herj­a­sam­stæð­unni var skipt upp í áður­­­nefnd tvö félög á árinu 2018. Sam­eig­in­­legur hagn­aður þeirra vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­­­örðum króna. Eigið fé sam­­­stæð­unnar var 110,7 millj­­­arðar króna í lok þess árs. Því er um risa­­vaxið fyr­ir­tæki að ræða með starf­­semi í fjöl­­mörgum lönd­­um. 

Steig til hliðar eftir Kveik

Þann 12. nóv­­em­ber 2019 birt­ist umfjöllun Kveiks, Stund­­­­­­ar­inn­­­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­­­­u­greiðsl­­­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­­­­son­­­­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­­­íu. 

Tveimur dögum síðar til­­kynnti Sam­herji að Þor­­steinn Már, sem er aðal­­eig­andi Sam­herja ásamt frænda sínum Krist­jáni Vil­helms­­syni og fyrr­ver­andi eig­in­­konu sinni Helgu S. Guð­­munds­dótt­­ur, hefði stigið tíma­bundið til hliðar sem for­­stjóri og að Björgólfur tæki við, söm­u­­leiðis tíma­bund­ið. 

Í til­­kynn­ing­unni var haft eftir Eiríki S. Jóhann­essyni, stjórn­­­­­ar­­­for­­­manni Sam­herja, að þetta skref væri stigið til að tryggja sem best hlut­­­leysi rann­­­sókn­­­ar­ norsku lög­­­manns­­stof­unnar Wik­borg Rein á ætl­­uðum brotum Sam­herja. „Við viljum stunda heið­­­ar­­­leg við­­­skipti og leggjum okkur fram um að starfa í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­­­ur.“

Rann­­sókn Wik­borg Rein heyrir beint undir stjórn Sam­herja og fyr­ir­tækið greiðir fyrir hana. 

Ekki úti­­lokað að Þor­­steinn Már snúi aftur

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans er stefnt að því að nið­­ur­­stöður Wik­borg Rein liggi fyrir í lok mars eða byrjun apríl næst­kom­andi. Yfir­­­völd í Namib­­­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi eru einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a og fjöl­margir hafa verið ákærðir fyrir spill­ingu og önnur efna­hags­brot nú þegar í Namibíu vegna Sam­herj­­a­­máls­ins, meðal ann­­ars tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar í rík­­is­­stjórn lands­ins. Alls sitja tíu manns í fang­elsi þar í landi vegna máls­ins.

Í við­tali við norska við­­skipta­­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv sem birt var um miðjan des­em­ber í fyrra sagði Björgólfur að hann bygg­ist við því að hann myndi ljúka hlut­verki sínu sem tíma­bund­inn for­­­stjóri Sam­herja á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2020. 

Í við­tali við vef­mið­il­inn Intra­fish, sem sér­­­hæfir sig í umfjöllun um sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­mál, ­sem birt var í jan­úar var hafði sá tími sem Björgólfur vænti þess að vera í starfi þó lengst. Þar sagð­ist hann ekki reikna með því að sitja í for­­stjóra­stólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Þar úti­­lok­aði Björgólfur enn fremur ekki að Þor­­steinn Már myndi snúa aftur í stól­inn. „Hann hefur verið starf­andi í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi á Íslandi í mörg ár og er lík­­­­­lega sá náungi sem veit mest um sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg á Íslandi og í Evr­­­ópu,“ sagði Björgólfur um Þor­­­stein Má.

Í síð­ustu viku greindi Björgólfur frá því að hann myndi hætta sem for­stjóri fyrir lok mars­mán­að­ar. Hann sagði að reikna mætti með því að Þor­steinn Már tæki aftur við.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent