Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá

Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Auglýsing

Björgólfur Jóhannsson, sem hefur verið tímabundinn forstjóri Samherja frá því um miðjan nóvember í fyrra, sækist eftir því að sitja áfram í stjórn tryggingafélagsins Sjóvá. Björgólfur var stjórnarformaður félagsins áður en hann tók við forstjórastarfinu hjá Samherja, en tilkynnti á stjórnarfundi 19. nóvember 2019 að hann myndi víkja tímabundið úr stjórninni „vegna anna“.

Björgólfur var fyrst kjörinn í stjórn Sjóvá í mars í fyrra og tók samstundis við sem stjórnarformaður. Stærsti eigandi Sjóvá er SVN eignafélag, sem er í eigu Síldarvinnslunnar, með 13,97 prósent eignarhlut. Samherji á 44,6 prósent í Síldarvinnslunni auk þess sem Kald­bak­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Samanlagður eignarhlutur Samherja og tengdra aðila í Síldarvinnslunni er því 49,9 prósent og Þor­steinn Már Baldvinsson, einn aðaleiganda Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, var stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unn­ar um árabil. 

Auglýsing
Hann steig úr þeim stóli í kjölfar þess að Kveikur, Stundin, Wikileaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um viðskiptahætti Samherja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur, peningaþvætti og skattasniðgöngu. Tíu manns sitja nú í fangelsi í Namibíu og bíða réttarhalda vegna mála sem tengjast viðtöku mútugreiðslna vegna málsins.

14 sóttust eftir stjórnarsetu

Aðalfundur Sjóvá fer fram 12. mars næstkomandi. Í skýrslu tilnefningarnefndar félagsins kemur fram að 14 framboð hafi borist til setu í aðalstjórn, en að fimm aðilar hafi dregið framboð sín til baka þegar fyrir lá að tilnefningarnefnd myndu ekki mæla með þeim. Því sækjast níu manns eftir fimm sætum í stjórninni. Þeirra á meðal eru, líkt og áður sagði, Björgólfur. 

Tilnefningarnefndin mælir með því að hann verði kjörinn í stjórnina ásamt þeim Guðmundi Erni Gunnarssyni, fyrrverandi forstjóri VÍS, Hildi Árnadóttur, núverandi stjórnarformanni Sjóvár, Inga Jóhanni Guðmundssyni, stjórnarmanns og einn eiganda Síldarvinnslunnar og Ingunni Agnes Kro lögmanni.

Mun sitja lengur en búist var við

Í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dagens Næringsliv sem birt var um miðjan des­em­ber í fyrra sagði Björgólfur að hann bygg­ist við því að hann myndi ljúka hlut­verki sínu sem tíma­bund­inn for­­stjóri Sam­herja á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2020. 

Í við­tali við vef­mið­il­inn Intrafish, sem sér­­hæfir sig í umfjöllun um sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­mál, ­sem birt var í jan­úar var hafði sá tími sem Björgólfur vænti þess að vera í starfi þó lengst. Þar sagð­ist hann ekki reikna með því að sitja í for­stjóra­stólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Þar úti­lok­aði Björgólfur enn fremur ekki að Þor­steinn Már myndi snúa aftur í stól­inn. „Hann hefur verið starf­andi í sjá­v­­­ar­út­­­vegi á Íslandi í mörg ár og er lík­­­lega sá náungi sem veit mest um sjá­v­­­ar­út­­­veg á Íslandi og í Evr­­ópu,“ sagði Björgólfur um Þor­­stein Má.

Í skýrslu tilnefninganefndar Sjóvá segir hins vegar að Björgólfur áætli að láta af störfum hjá Samherja fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2020, sem lýkur í lok mars næstkomandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent