Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi

„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.

Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Auglýsing

Kaup­hegðun land­ans stjórn­ast að ýmsu leyti af veðri. Í ó­veðr­inu í des­em­ber er versl­anir þurftu að loka fyrr að deg­inum en vana­lega jókst til að mynda snakk­sal­an. Fyrir viku þegar rauðar við­var­anir höfðu ver­ið ­gefnar út og ofsa­veður var í vændum jókst brauð­sal­an.

Það er óhætt að full­yrða að hneykslun hafi verið nokk­uð ­ríkj­andi til­finn­ing hjá sumum er hillur versl­ana tæmd­ust af brauði síð­asta fimmtu­dag og langar biðraðir mynd­uð­ust við afgreiðslu­kassa. 

Auglýsing

Fjöl­miðlar fluttu hver á fætur öðrum fréttir af mál­inu og sam­fé­lags­miðl­ar log­uðu. Gert var stólpa­grín að því sem sumir töldu dæmi­gerða hjarð­hegð­un Ís­lend­inga og aðrir flissuðu yfir því að það mætti vart koma smá rok, þá færu höf­uð­borg­ar­búar að hamstra mat.

En eiga brauð­kaupin miklu sér kannski eðli­legar skýr­ing­ar? Og voru þau svo rosa­leg í raun og veru eins og halda mætti af umræð­unni?„Þegar að við sjáum að slæmt veður er í kort­unum gerum við ráð­staf­an­ir,“ segir Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Haft er sam­band við birgja og reynt að taka vörur fyrr inn til að mæta auk­inn­i eft­ir­spurn. „Við sjáum það að þegar að skóla- og frí­stunda­starfi er aflýst þá nýtur fjöl­skyldan þess að eiga góðan tíma saman og því er farið í versl­anir og inn­kaup gerð sem mögu­lega væru gerð á þeim degi eða tíma sem veðrið stend­ur ­yf­ir. Almennt má segja að versl­unin sé bara að fær­ast til en neyslan breyt­ist að­eins.“Gréta bendir í þessu sam­bandi á að þegar versl­unum Krón­unn­ar var lokað fyrr en venju­lega í des­em­ber vegna óveð­urs hafi snakk­sala verið meiri en gengur og ger­ist þar sem um kvöld var að ræða. Á fimmtu­dag fyrir viku, dag­inn fyrir sprengilægð­ina umtöl­uðu, var meira keypt af brauði enda auð­velt að s­myrja sam­lokur og rista brauð yfir dag­inn þegar fjöl­skyldur voru flestar heima við eins og mælt hafði verið með. 

Í stað mál­tíða í skólum og leik­skólum feng­u ­börn að borða heima þennan dag. For­eldrar fóru svo margir ekki í vinn­una. Sem sagt: Þús­undir barna og full­orð­inna vor­u heima. Þús­undir barna og full­orð­inna þurftu að næra sig heima.

5% fleiri við­skipta­vinir

Á fimmtu­dag­inn tók Krónan inn meira magn af brauði en venju­lega á þeim viku­degi en það dugði ekki til og seld­ist það víða upp. Miðað við töl­fræð­ina má hins vegar kannski segja að umræðan um brauð­skort­inn mikla og biðrað­irn­ar löngu hafi verið stormur í vatns­glasi.Við­skipta­vinir Krón­unnar voru um 5% fleiri en á venju­leg­um fimmtu­degi og brauð­salan á pari við það, að sögn Grétu. Hver og einn keypti þó að með­al­tali meira en almennt gengur og ger­ist á fimmtu­dögum því salan af ­föstu­degi færð­ist á hann. Margir flýttu mat­ar­inn­kaupum sínum um einn dag enda flestar fjöl­skyldur heima vegna við­var­ana og fyr­ir­fram vitað að marg­ar versl­anir yrðu lok­aðar fram eftir degi dag­inn eft­ir.

Biðraðir sem mynd­uð­ust við afgreiðslu­kassa skýr­ast að sögn Grétu af því að þó að við­skipta­vinir hafi ekki verið stór­kost­lega fleiri en á venju­legum fimmtu­deg­i voru þeir að versla meira.Í fyrsta skipti sem loka þarf vegna veð­urs

Gréta segir að starfs­fólk Krón­unnar hafi lagt mikið á sig til að láta allt ganga sem best fyrir sig við þessar óvenju­legu aðstæð­ur. Það hafi svo mætt mun fyrr en venju­lega eftir óveðrið á föstu­dag til að kom­a ­búð­unum í gott stand fyrir opn­un.

Krónan fagnar tutt­ugu ára afmæli síðar á þessu ári. Versl­unum hennar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var í fyrsta skipti lokað vegna veð­urs í vet­ur.

Gréta segir það alls ekki vera óeðli­legt að fólk hafi þyrpst í búðir dag­inn á undan storm­in­um. Það hafi í raun verið mjög jákvætt.  „Við eigum að hlusta á þau til­mæli sem gef­in eru og taka þau alvar­lega.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent