Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi

„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.

Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Auglýsing

Kaup­hegðun land­ans stjórn­ast að ýmsu leyti af veðri. Í ó­veðr­inu í des­em­ber er versl­anir þurftu að loka fyrr að deg­inum en vana­lega jókst til að mynda snakk­sal­an. Fyrir viku þegar rauðar við­var­anir höfðu ver­ið ­gefnar út og ofsa­veður var í vændum jókst brauð­sal­an.

Það er óhætt að full­yrða að hneykslun hafi verið nokk­uð ­ríkj­andi til­finn­ing hjá sumum er hillur versl­ana tæmd­ust af brauði síð­asta fimmtu­dag og langar biðraðir mynd­uð­ust við afgreiðslu­kassa. 

Auglýsing

Fjöl­miðlar fluttu hver á fætur öðrum fréttir af mál­inu og sam­fé­lags­miðl­ar log­uðu. Gert var stólpa­grín að því sem sumir töldu dæmi­gerða hjarð­hegð­un Ís­lend­inga og aðrir flissuðu yfir því að það mætti vart koma smá rok, þá færu höf­uð­borg­ar­búar að hamstra mat.

En eiga brauð­kaupin miklu sér kannski eðli­legar skýr­ing­ar? Og voru þau svo rosa­leg í raun og veru eins og halda mætti af umræð­unni?„Þegar að við sjáum að slæmt veður er í kort­unum gerum við ráð­staf­an­ir,“ segir Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Haft er sam­band við birgja og reynt að taka vörur fyrr inn til að mæta auk­inn­i eft­ir­spurn. „Við sjáum það að þegar að skóla- og frí­stunda­starfi er aflýst þá nýtur fjöl­skyldan þess að eiga góðan tíma saman og því er farið í versl­anir og inn­kaup gerð sem mögu­lega væru gerð á þeim degi eða tíma sem veðrið stend­ur ­yf­ir. Almennt má segja að versl­unin sé bara að fær­ast til en neyslan breyt­ist að­eins.“Gréta bendir í þessu sam­bandi á að þegar versl­unum Krón­unn­ar var lokað fyrr en venju­lega í des­em­ber vegna óveð­urs hafi snakk­sala verið meiri en gengur og ger­ist þar sem um kvöld var að ræða. Á fimmtu­dag fyrir viku, dag­inn fyrir sprengilægð­ina umtöl­uðu, var meira keypt af brauði enda auð­velt að s­myrja sam­lokur og rista brauð yfir dag­inn þegar fjöl­skyldur voru flestar heima við eins og mælt hafði verið með. 

Í stað mál­tíða í skólum og leik­skólum feng­u ­börn að borða heima þennan dag. For­eldrar fóru svo margir ekki í vinn­una. Sem sagt: Þús­undir barna og full­orð­inna vor­u heima. Þús­undir barna og full­orð­inna þurftu að næra sig heima.

5% fleiri við­skipta­vinir

Á fimmtu­dag­inn tók Krónan inn meira magn af brauði en venju­lega á þeim viku­degi en það dugði ekki til og seld­ist það víða upp. Miðað við töl­fræð­ina má hins vegar kannski segja að umræðan um brauð­skort­inn mikla og biðrað­irn­ar löngu hafi verið stormur í vatns­glasi.Við­skipta­vinir Krón­unnar voru um 5% fleiri en á venju­leg­um fimmtu­degi og brauð­salan á pari við það, að sögn Grétu. Hver og einn keypti þó að með­al­tali meira en almennt gengur og ger­ist á fimmtu­dögum því salan af ­föstu­degi færð­ist á hann. Margir flýttu mat­ar­inn­kaupum sínum um einn dag enda flestar fjöl­skyldur heima vegna við­var­ana og fyr­ir­fram vitað að marg­ar versl­anir yrðu lok­aðar fram eftir degi dag­inn eft­ir.

Biðraðir sem mynd­uð­ust við afgreiðslu­kassa skýr­ast að sögn Grétu af því að þó að við­skipta­vinir hafi ekki verið stór­kost­lega fleiri en á venju­legum fimmtu­deg­i voru þeir að versla meira.Í fyrsta skipti sem loka þarf vegna veð­urs

Gréta segir að starfs­fólk Krón­unnar hafi lagt mikið á sig til að láta allt ganga sem best fyrir sig við þessar óvenju­legu aðstæð­ur. Það hafi svo mætt mun fyrr en venju­lega eftir óveðrið á föstu­dag til að kom­a ­búð­unum í gott stand fyrir opn­un.

Krónan fagnar tutt­ugu ára afmæli síðar á þessu ári. Versl­unum hennar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var í fyrsta skipti lokað vegna veð­urs í vet­ur.

Gréta segir það alls ekki vera óeðli­legt að fólk hafi þyrpst í búðir dag­inn á undan storm­in­um. Það hafi í raun verið mjög jákvætt.  „Við eigum að hlusta á þau til­mæli sem gef­in eru og taka þau alvar­lega.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent