Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi

„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.

Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Auglýsing

Kaup­hegðun land­ans stjórn­ast að ýmsu leyti af veðri. Í ó­veðr­inu í des­em­ber er versl­anir þurftu að loka fyrr að deg­inum en vana­lega jókst til að mynda snakk­sal­an. Fyrir viku þegar rauðar við­var­anir höfðu ver­ið ­gefnar út og ofsa­veður var í vændum jókst brauð­sal­an.

Það er óhætt að full­yrða að hneykslun hafi verið nokk­uð ­ríkj­andi til­finn­ing hjá sumum er hillur versl­ana tæmd­ust af brauði síð­asta fimmtu­dag og langar biðraðir mynd­uð­ust við afgreiðslu­kassa. 

Auglýsing

Fjöl­miðlar fluttu hver á fætur öðrum fréttir af mál­inu og sam­fé­lags­miðl­ar log­uðu. Gert var stólpa­grín að því sem sumir töldu dæmi­gerða hjarð­hegð­un Ís­lend­inga og aðrir flissuðu yfir því að það mætti vart koma smá rok, þá færu höf­uð­borg­ar­búar að hamstra mat.

En eiga brauð­kaupin miklu sér kannski eðli­legar skýr­ing­ar? Og voru þau svo rosa­leg í raun og veru eins og halda mætti af umræð­unni?



„Þegar að við sjáum að slæmt veður er í kort­unum gerum við ráð­staf­an­ir,“ segir Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Haft er sam­band við birgja og reynt að taka vörur fyrr inn til að mæta auk­inn­i eft­ir­spurn. „Við sjáum það að þegar að skóla- og frí­stunda­starfi er aflýst þá nýtur fjöl­skyldan þess að eiga góðan tíma saman og því er farið í versl­anir og inn­kaup gerð sem mögu­lega væru gerð á þeim degi eða tíma sem veðrið stend­ur ­yf­ir. Almennt má segja að versl­unin sé bara að fær­ast til en neyslan breyt­ist að­eins.“



Gréta bendir í þessu sam­bandi á að þegar versl­unum Krón­unn­ar var lokað fyrr en venju­lega í des­em­ber vegna óveð­urs hafi snakk­sala verið meiri en gengur og ger­ist þar sem um kvöld var að ræða. Á fimmtu­dag fyrir viku, dag­inn fyrir sprengilægð­ina umtöl­uðu, var meira keypt af brauði enda auð­velt að s­myrja sam­lokur og rista brauð yfir dag­inn þegar fjöl­skyldur voru flestar heima við eins og mælt hafði verið með. 

Í stað mál­tíða í skólum og leik­skólum feng­u ­börn að borða heima þennan dag. For­eldrar fóru svo margir ekki í vinn­una. Sem sagt: Þús­undir barna og full­orð­inna vor­u heima. Þús­undir barna og full­orð­inna þurftu að næra sig heima.

5% fleiri við­skipta­vinir

Á fimmtu­dag­inn tók Krónan inn meira magn af brauði en venju­lega á þeim viku­degi en það dugði ekki til og seld­ist það víða upp. Miðað við töl­fræð­ina má hins vegar kannski segja að umræðan um brauð­skort­inn mikla og biðrað­irn­ar löngu hafi verið stormur í vatns­glasi.



Við­skipta­vinir Krón­unnar voru um 5% fleiri en á venju­leg­um fimmtu­degi og brauð­salan á pari við það, að sögn Grétu. Hver og einn keypti þó að með­al­tali meira en almennt gengur og ger­ist á fimmtu­dögum því salan af ­föstu­degi færð­ist á hann. Margir flýttu mat­ar­inn­kaupum sínum um einn dag enda flestar fjöl­skyldur heima vegna við­var­ana og fyr­ir­fram vitað að marg­ar versl­anir yrðu lok­aðar fram eftir degi dag­inn eft­ir.

Biðraðir sem mynd­uð­ust við afgreiðslu­kassa skýr­ast að sögn Grétu af því að þó að við­skipta­vinir hafi ekki verið stór­kost­lega fleiri en á venju­legum fimmtu­deg­i voru þeir að versla meira.



Í fyrsta skipti sem loka þarf vegna veð­urs

Gréta segir að starfs­fólk Krón­unnar hafi lagt mikið á sig til að láta allt ganga sem best fyrir sig við þessar óvenju­legu aðstæð­ur. Það hafi svo mætt mun fyrr en venju­lega eftir óveðrið á föstu­dag til að kom­a ­búð­unum í gott stand fyrir opn­un.

Krónan fagnar tutt­ugu ára afmæli síðar á þessu ári. Versl­unum hennar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var í fyrsta skipti lokað vegna veð­urs í vet­ur.

Gréta segir það alls ekki vera óeðli­legt að fólk hafi þyrpst í búðir dag­inn á undan storm­in­um. Það hafi í raun verið mjög jákvætt.  „Við eigum að hlusta á þau til­mæli sem gef­in eru og taka þau alvar­lega.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent