Vill að ríkið dæli allt að 50 milljörðum króna í fjárfestingar

Varaformaður Framsóknarflokksins, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, vill að ríkið ráðist í mjög umfangsmiklar innviðaframkvæmdir til að bregðast við niðursveiflu í hagkerfinu. Hún vill að sú innspýting nemi allt að 50 milljörðum króna.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vill að ríkið ráð­ist í allt að 50 millj­arða króna við­bót­ar­inn­spýt­ingu í opin­berar fram­kvæmdir á þessu ári til að örva hag­kerf­ið. Þá vill hún auk þess að trygg­ing­ar­gjald verði lækkað og að sveit­ar­fé­lög lækki fast­eigna­gjöld til að styðja við þær aðgerð­ir. Frá þessu er greint í Morg­un­blaðið í dag en Lilja, sem er einn þriggja ráð­herra sem situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins, segir þar líka að tryggja þurfi sam­keppn­is­hæfni álvera sem starfa á Íslandi, en miklar umræður hafa verið um stöðu þeirra síð­ustu daga eftir að Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, opn­aði á þann mögu­leika að loka ver­inu.

Lilja nefnir í við­tal­inu, sem var við Við­skiptapúlsinn, hlað­varp Við­skipta­Mogg­ans, að hægt sé að ráð­ast í upp­bygg­ingu snjó­flóða­varna, bæta hafn­ar­að­stöðu, bæta raf­orku­kerf­ið, auka íbúða­upp­bygg­ingu, stuðn­ing við kvik­mynda­gerð, fjölga hjúkr­un­ar­rýmum og byggja við mennta­skóla á land­inu. Auk þess sé nýr Lista­há­skóli á teikni­borð­inu og hægt sé að hefja upp­bygg­ingu nýrra þjóð­ar­leik­vanga, en mik­ill þrýst­ingur hefur verið á umbætur á Laug­ar­dals­velli og upp­bygg­ingu á nýjum þjóð­ar­leik­vangi fyrir hóp­í­þróttir inn­an­húss, þar sem Laug­ar­dals­höll þykir úrelt. Lilja segir að sam­staða sé milli ráð­herra í rík­is­stjórn að ráð­ast í aðgerð­ir.

Minni hag­vöxtur en vænst var

Fyrr í þessum mán­uði fékkst stað­fest að það hefði verið hag­vöxtur í hag­kerf­inu á síð­asta ári, þrátt fyrir mikil efna­hags­á­föll með gjald­þroti WOW air, loðnu­bresti og vand­ræðum Icelandair Group vegna kyrr­setn­ingar á 737 Max-­vél­un­um. Hann var þó ekki mik­ill, eða ein­ungis 0,6 pró­sent. 

Því er ljóst að hag­vaxt­ar­skeiðið sem hófst árið 2011 stendur enn yfir. Þótt að lands­fram­leiðslan hafi auk­ist lít­il­lega í fyrra þá er sú aukn­ing ekki í neinum takti við það sem átti sér stað árin áður. Mestur varð hag­vöxt­ur­inn á þessu tíma­bili 2016, 6,6 pró­sent, en minnstur 1,3 pró­sent árið 2012. Árið 2018 var hann 4,8 pró­sent.

Í Pen­inga­málum Seðla­bank­ans, sem birt voru fyrr í mán­uð­in­um, kemur hins vegar fram að hag­vaxt­ar­horfur fyrir 2020 og 2021 hafi versnað frá því í fyrra­haust. 

Auglýsing
Þar segir að í stað þess að aukast lít­il­lega sé nú útlit fyrir að útflutn­ingur vöru og þjón­ustu drag­ist saman í ár og yrði það í fyrsta sinn frá því snemma á tíunda ára­tug síð­ustu aldar sem útflutn­ingur dregst saman tvö ár í röð. „Hæg­ari bati í ferða­þjón­ustu, fram­leiðslu­hnökrar í áliðn­aði og loðnu - brestur annað árið í röð vega þar þungt. Þá hækk­aði álag á vexti fyr­ir­tækja­lána nokkuð undir lok síð­asta árs sem veldur því að nú er talið að atvinnu­vega­fjár­fest­ing auk­ist hægar í ár og á næsta ári en áður var spáð.“ 

Því er talið að hag­vöxtur í ár verði ein­ungis 0,8 pró­sent, en í nóv­em­ber hafði Seðla­bank­inn spáð því að hann yrði 1,6 pró­sent. Væntur hag­vöxtur 2020 hefur því helm­ing­ast á örfáum mán­uðum sam­hliða versn­andi horfum í atvinnu­líf­in­u. 

Spár gera þó ráð fyrir því að hag­vöxtur taki við sér á næsta ári og verði 2,4 pró­sent. Það er hins vegar líka minna en spáð var í nóv­em­ber, þegar búist var við 2,9 pró­sent hag­vexti á árinu 2021. „Horfur fyrir árið 2022 breyt­ast hins vegar lítið sam­kvæmt Pen­inga­mál­u­m. 

Tökum aðlögun út í atvinnu­leysi

Ólíkt því sem áður hefur gerst í nið­ur­sveiflu þá hefur gengi íslensku krón­unnar lítið gefið eftir og verð­bólga haldið áfram að lækka. Því hefur aðlög­unin átt sér stað í gegnum atvinnu­leysi, sem mælist nú 4,8 pró­sent og hefur ekki verið meira frá því snemma árs 2012. Á Suð­ur­nesjum, þar sem það er hæst, mælist atvinnu­leysið níu pró­sent. 

­Staða rík­is­sjóðs til að ráð­ast í inn­viða­fjár­fest­ingar er góð. Skuldir eru um 20 pró­sent af lands­fram­leiðslu og hafa lækkað gríð­ar­lega á fáum árum. Líkur eru til þess að hægt yrði að nálg­ast láns­fjár­magn á mörk­uðum á lágum og jafn­vel nei­kvæðum vöxtum sem gæti nýst í þær fjár­fest­ingar sem Lilja ræddi við Morg­un­blað­ið. 

Seðla­bank­inn hefur reynt að bregð­ast við þess­ari stöðu með því að lækka vexti meira en nokkru sinni áður í sög­unni, alls um 1,75 pró­sentu­stig frá því í maí í fyrra. Þeir eru nú 2,75 pró­sent. Þessar vaxta­lækk­anir hafa ekki haft til­ætluð áhrif þar sem sam­dráttur hefur verið í útlánum banka til atvinnu­lífs­ins frekar en aukn­ing, og á árinu 2019 nam sam­drátt­ur­inn í útlánum til fyr­ir­tækja 60 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent