Mynd: Modis

Það var hagvöxtur í fyrra, en hann verður lítill í ár í köldu hagkerfi

Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár og á næsta ári verði minni en búist var við. Í fyrra óx hins vegar landsframleiðsla, þvert á nær allar spár. Samhangandi hagvaxtarskeið Íslands hefur því staðið yfir frá árinu 2011.Gengið hefur verið út frá því að sam­dráttur hafi verið í íslenska hag­kerf­inu á síð­asta ári. Í nóv­em­ber gerðu hag­vaxt­ar­horfur ráð fyrir því að hann yrði 0,2 pró­sent. Það þótti skap­legt, enda efna­hags­kerfið búið að ganga í gegnum ýmis áföll á árinu 2019 með gjald­þroti WOW air, loðnu­bresti og vand­ræðum Icelandair Group vegna kyrr­setn­ingar á 737 Max-­vél­un­um. Afleið­ingin af vand­ræðum flug­fé­lag­anna varð meðal ann­ars sú að ferða­mönnum sem heim­sóttu Ísland fækk­aði um 329 þús­und á síð­asta ári, eða sem nemur nán­ast einni íslenskri þjóð, en hún telur nú um 364 þús­und manns. Þá fækk­aði gistin­óttum líka um 3,1 pró­sent á milli ára.

Þeir ferða­menn sem komu eyddu hins vegar meira og í gang fór tíma­bær aðlögun víðs­vegar í atvinnu­líf­inu þar sem stöndug fyr­ir­tæki gátu styrkt sig en þau sem byggðu ekki á jafn styrkum stoðum þurftu frá að hverfa. 

Nú liggur hins vegar fyr­ir, sam­kvæmt nýrri hag­vaxt­ar­spá sem greint er frá í febr­ú­ar­hefti Pen­inga­mála Seðla­banka Íslands, að það var hag­vöxtur í fyrra. Hann var 0,6 pró­sent og því er ljóst að hag­vaxt­ar­skeiðið sem hófst árið 2011 stendur enn yfir. Þótt að lands­fram­leiðslan hafi auk­ist lít­il­lega í fyrra þá er sú aukn­ing ekki í neinum takti við það sem átti sér stað árin áður. Mestur varð hag­vöxt­ur­inn á þessu tíma­bili 2016, 6,6 pró­sent, en minnstur 1,3 pró­sent árið 2012. Árið 2018 var hann 4,8 pró­sent.

Lak­ari hag­vaxt­ar­horfur 2020 og 2021

Það eru jákvæð tíð­indi að Ísland hafi náð hag­vexti þrátt fyrir þá lend­ingu sem efna­hags­kerfið átti í fyrra eftir svim­andi hátt flug áranna á und­an. Sú lend­ing varð mjúk, og mun mýkri en margir höfðu spáð. Þar spil­uðu inn í lífs­kjara­samn­ingar sem und­ir­rit­aðir voru í apríl við stóran hluta almenns vinnu­mark­aðar og gerðu ráð fyrir hóf­legum launa­hækk­unum á síð­asta ári. 

Í Pen­inga­málum Seðla­bank­ans, sem birt eru í dag, kemur hins vegar fram að hag­vaxt­ar­horfur fyrir 2020 og 2021 hafi versnað frá því í fyrra­haust. 

Þar segir að í stað þess að aukast lít­il­lega sé nú útlit fyrir að útflutn­ingur vöru og þjón­ustu drag­ist saman í ár og yrði það í fyrsta sinn frá því snemma á tíunda ára­tug síð­ustu aldar sem útflutn­ingur dregst saman tvö ár í röð. „Hæg­ari bati í ferða­þjón­ustu, fram­leiðslu­hnökrar í áliðn­aði og loðnu - brestur annað árið í röð vega þar þungt. Þá hækk­aði álag á vexti fyr­ir­tækja­lána nokkuð undir lok síð­asta árs sem veldur því að nú er talið að atvinnu­vega­fjár­fest­ing auk­ist hægar í ár og á næsta ári en áður var spáð.“ 

Því er talið að hag­vöxtur í ár verði ein­ungis 0,8 pró­sent, en í nóv­em­ber hafði Seðla­bank­inn spáð því að hann yrði 1,6 pró­sent. Væntur hag­vöxtur 2020 hefur því helm­ing­ast á örfáum mán­uðum sam­hliða versn­andi horfum í atvinnu­líf­in­u. 

Spár gera þó ráð fyrir því að hag­vöxtur taki við sér á næsta ári og verði 2,4 pró­sent. Það er hins vegar líka minna en spáð var í nóv­em­ber, þegar búist var við 2,9 pró­sent hag­vexti á árinu 2021. „Horfur fyrir árið 2022 breyt­ast hins vegar lítið sam­kvæmt Pen­inga­mál­u­m. 

Tökum aðlögum út í atvinnu­leysi

Sögu­lega hefur íslenska krónan gefið eft­ir, þ.e. gengi hennar hefur veikst, sam­hliða því að áskor­anir herja á efna­hags­líf­ið. Sömu­leiðis hefur verð­bólga þá látið á sér kræla. Því er ekki að skipta nú. Verð­bólga á Íslandi er 1,7 pró­sent og hefur ekki verið minni frá því í sept­em­ber 2017. Hún er því langt undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans, sem er 2,5 pró­sent.

Þess í stað er aðlögun efna­hags­lífs­ins tekin út í gegnum atvinnu­leysi, líkt og er van­inn í mörgum öðrum vest­rænum mark­aðs­hag­kerf­um. Atvinnu­leysi mælist nú 4,3 pró­sent og hefur ekki verið hærra hér­lendis frá því um vorið 2013. Hæst er það á Suð­ur­nesjum, svæði sem er mjög háð háu atvinnustigi í ferða­þjón­ustu, þar sem það mælist 8,7 pró­sent. Til sam­an­burðar er með­al­tal atvinnu­leysis á evru­svæð­inu 7,4 pró­sent.

Í Pen­inga­málum segir að búist sé við því að atvinnu­leysið auk­ist fram eftir ári. Sam­an­dregið er þar kom­ist að eft­ir­far­andi nið­ur­stöðu: „Horfur eru því á að slak­inn í þjóð­ar­bú­inu vari lengur en áður var talið.“

Lækkun vaxta hefur ekki skilað auknu súr­efni

Til að bregð­ast við þess­ari stöðu þá lækkað pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands stýri­vexti í morgun niður í 2,75 pró­sent. Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands hafa aldrei verið lægri á meðan að núver­andi pen­inga­stefna hefur verið við lýði. Alls hafa stýri­vextir því  lækkað um 1,75 pró­­sent­u­­stig frá því í maí síð­­ast­liðnum þegar yfir­­stand­andi vaxta­­lækk­­un­­ar­­ferli hófst. ­

Peningastefnunefnd tók ákvörðun um að lækka vexti og tilkynnti um það í dag.
Mynd: Seðlabanki Íslands

Þessar vaxta­lækk­anir áttu að veita súr­efni inn í efna­hags­kerf­ið. Þ.e. hvetja til frek­ari lána­starf­semi. Sú þróun hefur staðið veru­lega á sér. 

Heim­ili lands­ins hafa reyndar haldið áfram að taka fast­eigna­lán, enda hafa kjör þeirra snar­batnað á síð­ustu árum þótt þau séu enn tölu­vert frá því sem þekk­ist til dæmis innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Sú mikla hækk­un­ar­hrina á íbúð­ar­hús­næði sem fært hefur miklar eigna­aukn­ingu á pappír til þeirra sem eiga slíkt virð­ist þó vera að lokum kom­in, að minnsta kosti í bil­i. 

Útlán til fyr­ir­tækja lands­ins hafa hins veg­ar, svo vægt sé til orða tek­ið, staðið á sér. Banka­­kerfið er frekar að draga úr allri þjón­­ustu við hefð­bundið atvinn­u­líf. Útlán þess til fyr­ir­tækja dróg­ust saman um 60 pró­­sent í fyrra. Stóru við­skipta­bank­arnir eru ein­fald­lega ekki að miðla fjár­magni út til fyr­ir­tækj­anna í land­inu. Það er yfir­lýst stefna þeirra að ein­hverju leyti. Arion banki hefur til að mynda greint frá því að hann ætli að minnka umfang fyr­ir­tækja­út­lána um fimmt­ung fyrir næsta haust. 

Við blasir að ákvörðun um að lækka vexti enn frekar er til­raun til að veita auknu súr­efni inn í atvinnu­líf­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar