Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Silfr­inu á RÚV í morg­un. Hann hefur hug á því að halda áfram að leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn enda geti hann ekki ímyndað sér neitt merki­legra og skemmti­legra en að móta fram­tíð lands og þjóð­ar.

Bjarni sagði núver­andi verk­föll og þau sem eru yfir­vof­andi mikið áhyggju­efni. „Ég hefði ekki spáð því fyrir níu ­mán­uðum síðan að við værum í þess­ari stöðu. Lífs­kjara­samn­ing­arnir slógu tón sem ég batt mjög miklar vonir við að myndu smit­ast út í allar samn­inga­við­ræður í fram­hald­inu. Það kemur mér veru­lega mikið á óvart að við­ræður sem ganga út frá­ því að það merki sem lífs­kjara­samn­ing­arnir settu út í vinnu­mark­aðsum­hverf­ið skuli ekki hafa dugað til að leiða til nið­ur­stöð­u.“

Bjarni nefndi að ríkið hefði náð miklum árangri í þeim kjara­við­ræðum sem átt hafa sér stað, t.d. hvað varðar kerf­is­breyt­ingu á vakta­fyr­ir­komu­lagi og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. „Jafn­vel þótt að ekk­ert ann­að ­gerð­ist en menn skrifi undir það sem ríkið hefur lagt á borðið í dag myndum við ­samt sem áður sjá algjöra tíma­móta­samn­inga.“

Auglýsing

Nám metið til fjár

Egill Helga­son, stjórn­andi Silf­urs­ins, sagði að deil­urn­ar snér­ust mikið um lág­launa­fólk og lág­launa­konur og að fara þyrfti í sér­stakar að­gerðir fyrir þá hópa.

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni og tók m.a. dæmi af skatt­kerf­is­breyt­ingum og breyt­ingum á barna­bóta- og fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu. „En það eru ákveðin lög­mál ­sem er ekki hægt að horfa fram hjá. Það eru stéttir sem eru rétt fyrir ofan þá ­sem eru á lægstu laun­unum sem munu alltaf spyrja sig: Var það þess virði að fara í fimm ára háskóla­nám? Varð það þess virði að taka náms­lán?“

Hann sagði það háværa kröfu BHM síð­ustu ár að menntun sé ­metin til launa. „Þannig að það er ekki hægt að nálg­ast þessa umræðu þannig að það sé bara einn tónn, ein rödd sem að heyr­ist sem að það verði bara að hækk­a ­laun þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um. Nei, við erum með miklu flókn­ara ­kerf­i.“

Lífs­kjör eldri borg­ara og lág­launa­fólks batnað mest

Spurður hvort að ríkið hafi gengið að undan með vond­u ­for­dæmi svar­aði Bjarni að „allt þetta tal um þróun launa þeirra sem heyra und­ir­ kjara­ráð og aðrar launa­breyt­ingar á opin­bera mark­aðn­um, það reyndi á það við ­gerð lífs­kjara­samn­ings­ins. Og þrátt fyrir allt þá tók­ust þar samn­ing­ar. Við verðum auð­vitað líka að skoða hlut­ina í stærra sam­hengi. Hvernig hefur geng­ið að auka kaup­mátt á Ísland­i?“

Hann segir að „eitt það merki­leg­asta“ sem gerst hefði í þessum málum á und­an­förnum árum væri það að ríkið hefði „opnað bæk­urn­ar“ og ­gert vef­inn tekju­sag­an.is, „þar sem við ein­fald­lega flettum hul­unni af því hvernig kjör hafa þró­ast á Íslandi frá árinu 1991.[...] Vef­ur­inn dregur það fram að okkur hefur tek­ist stór­kost­lega að bæta lífs­kjörin á Íslandi og einna best við þá hópa sem helst eru í umræð­unni í dag; eldri borg­ara og þá sem eru neðst í launa­stig­an­um.“

Eitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið sög­unnar

Bjarni var einnig spurður út í horfur í efna­hags­málum og sagði mik­il­vægt að hafa í huga að við stöndum núna á vissan hátt á kross­göt­u­m. „Við erum að ljúka ein­hverju lengsta, sam­fellda hag­vaxt­ar­skeið­i Ís­lands­sög­unn­ar. Við höfum notið góðs af því með vax­andi kaup­mætti á und­an­förnum árum, við höfum verið að skila því í út í betri laun. Fólk hef­ur það almennt miklu betra heldur en fyrir upp­gangs­tím­ann.“

Rík­is­sjóður hefur styrkt stöðu sína, fyr­ir­tækin og heim­il­in ­sömu­leið­is. Nú hægi aðeins á en áfram verður sótt fram. „Við erum á mög góð­u­m ­stað og höfum búið í hag­inn fyrir erf­ið­ari tíma.“

Blóð, sviti og tár

Haustið 2021 mun núver­andi rík­is­stjórn hafa setið í fjög­ur ár. Rætt hefur verið um hvort að kosn­ingum verði flýtt til vors­ins þar sem hefð er fyrir þing­kosn­ingum þá. Bjarni sagði að engin nið­ur­staða væri komin í það enn­þá. „Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég; það kostar blóð, svita og tár að kom­ast til valda. Af  hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

Spurður hvort að hann ætl­aði sér að halda áfram að leiða ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn svar­aði Bjarni að sér liði þannig að hann sé ekki búinn og að hann hafi stuðn­ing. „Mig langar til að halda áfram, hvað getur verið meira ­spenn­andi í líf­inu en að fást við það að móta fram­tíð lands og þjóðar og ver­a að leggja á borðið til­lög­ur? Ég get ekki séð neitt annað sem gæti ver­ið ­merki­legra og skemmti­legra að ger­a.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent