Veiran skekur markaði

Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.

Markaðir eftir Brexit
Auglýsing

Hluta­bréfa­vísi­tölur víða um heim lækk­uðu mikið í dag – flestar á bil­inu 3 til 6 pró­sent – en sam­kvæmt umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC, ótt­ast margir fjár­festar að kór­óna­veiran, sem átti upp­tök í Wuhan í Kína, muni valda miklum vand­ræðum í heim­inum á næst­unni, vegna þess hve hratt hún er að breið­ast út utan Kína. 

Efna­hags­legar afleið­ingar veirunnar hafa nú þegar orðið veru­legar í Kína og má meðal ann­ars nefna, að bíla­sala hefur hrunið um rúm­lega 90 pró­sent, smá­sala um tugi pró­senta og flug­ferðum hefur fækkað um meira en 30 pró­sent til og frá land­in­u. 

Þá hafa einnig verið miklir hnökrar á mill­ríkja­við­skiptum með skip­um, og þau ganga oft hægt fyrir sig. 

Auglýsing
Veiran hefur að und­an­förnu breiðst út í bæði Suð­ur­-Kóreu og Íran, og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni er þörf á miklu umfangs­meiri aðgerðum til að sporna við útbreiðslu veirunn­ar. 

Um 1.200 til­felli hafa nú verið greind í 30 lönd­um, en sam­tals hafa nú 2.600 manns látið lífið vegna veirunnar og hafa 77 þús­und ein­stak­lingar verið greind­ir. 

Nokkur skjálfti var á mörk­uðum hér á landi í dag, og sáust rauðar tölur lækk­unar hjá öllum skráðum félög­um. Icelandair lækk­aði mest, eða um 8,74­pró­sent, en vísi­tala íslenska mark­að­ar­ins lækk­aði um 3,67 pró­sent. Íslenska kauphöllin í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent