Veiran skekur markaði

Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.

Markaðir eftir Brexit
Auglýsing

Hluta­bréfa­vísi­tölur víða um heim lækk­uðu mikið í dag – flestar á bil­inu 3 til 6 pró­sent – en sam­kvæmt umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC, ótt­ast margir fjár­festar að kór­óna­veiran, sem átti upp­tök í Wuhan í Kína, muni valda miklum vand­ræðum í heim­inum á næst­unni, vegna þess hve hratt hún er að breið­ast út utan Kína. 

Efna­hags­legar afleið­ingar veirunnar hafa nú þegar orðið veru­legar í Kína og má meðal ann­ars nefna, að bíla­sala hefur hrunið um rúm­lega 90 pró­sent, smá­sala um tugi pró­senta og flug­ferðum hefur fækkað um meira en 30 pró­sent til og frá land­in­u. 

Þá hafa einnig verið miklir hnökrar á mill­ríkja­við­skiptum með skip­um, og þau ganga oft hægt fyrir sig. 

Auglýsing
Veiran hefur að und­an­förnu breiðst út í bæði Suð­ur­-Kóreu og Íran, og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni er þörf á miklu umfangs­meiri aðgerðum til að sporna við útbreiðslu veirunn­ar. 

Um 1.200 til­felli hafa nú verið greind í 30 lönd­um, en sam­tals hafa nú 2.600 manns látið lífið vegna veirunnar og hafa 77 þús­und ein­stak­lingar verið greind­ir. 

Nokkur skjálfti var á mörk­uðum hér á landi í dag, og sáust rauðar tölur lækk­unar hjá öllum skráðum félög­um. Icelandair lækk­aði mest, eða um 8,74­pró­sent, en vísi­tala íslenska mark­að­ar­ins lækk­aði um 3,67 pró­sent. Íslenska kauphöllin í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent