Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur

Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu.“

Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Auglýsing

Allar hug­myndir um fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkjun sem Íslensk vatns­orka ehf. hefur kynnt fyrir Land­græðslu rík­is­ins und­an­farin ár myndu, ef þær yrðu að veru­leika, auka upp­blástur á svæð­inu en ekki draga úr hon­um.

Þetta kemur fram í svörum Árna Braga­sonar land­græðslu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Íslensk vatns­orka ehf. áformar að reisa 9,9 MW virkjun við Haga­vatn sunnan Lang­jök­uls. Fram­kvæmdin yrði innan mið­há­lend­is­línu og að hluta í óbyggðu víð­ern­i. Í skýrslu um til­lögu að mats­á­ætlun, sem Mann­vit vann fyr­ir­ ­Ís­lenska vatns­orku, kemur fram að til­högun virkj­un­ar­innar gangi út á að virkja Far­ið, útfall Haga­vatns, hækka vatns­borð vatns­ins og nota það sem miðlun og „til að hefta áfok af svæð­in­u“.

Auglýsing

Í inn­gangi til­lög­unnar segir að aðgerðin yrði sam­bæri­leg þeirri ­sem Land­græðslan stóð fyrir á sínum tíma við Sand­vatn sem er í næsta nágrenn­i Haga­vatns. Vatns­borð þess var hækkað með stíflum til að auka jarð­raka og hefta ­fok á jök­ul­leir. „Eini mun­ur­inn er sá að vatns­borði Sand­vatns er haldið stöð­ug­u á meðan gert er ráð fyrir að sveifla vatns­borði Haga­vatns um 5 m“.

Í umsögn Land­græðsl­unnar um til­lög­una er þessi full­yrð­ing ­gagn­rýnd. Gefið sé til kynna að til­koma Haga­vatns­virkj­unar geti haft jákvæð á­hrif með til­liti til upp­foks af svæð­inu. „Land­græðslan telur þessa full­yrð­ing­u úr lausu lofti gripna og órök­studda með öllu,“ segir í umsögn­inni. Stofn­un­in ­gerði sam­bæri­lega athuga­semd er drög til­lög­unnar voru kynnt síð­asta haust en ­full­yrð­ingin er engu að síður látin standa í end­an­legu til­lög­unni sem kynnt var og aug­lýst á vef Skipu­lags­stofn­un­ar.

„Á­hrif hækk­un­ar vatns­yf­ir­borðs Sand­vatns eru fyrst og fremst vegna þess að vatns­hæðin er jöfn ­yfir árið og þannig dregur vissu­lega úr upp­foki af svæð­inu, þ.e. ­upp­blást­urs­svæðum er var­an­lega sökkt,“ segir í umsögn Land­græðsl­unn­ar. „Í til­felli Haga­vatns­virkj­unar yrði sand­svæðum ekki var­an­lega sökkt að öllu leyt­i heldur leiðir mun­ur­inn á vatns­hæð­inni til þess að reikna má með að allt að 600 [hekt­ar­ar] ­séu með stöð­ugu raski vegna breyti­legs vatns­yf­ir­borðs og fyr­ir­séð að frá því svæð­i verði veru­legt upp­fok t.d. í þurrka­tíð líkt og sum­arið 2019.“

Í umsögn stofn­un­ar­innar er enn fremur bent á að í til­lög­unn­i sé einnig full­yrt að hækkun á grunn­vatni auð­veldi upp­græðslu, stuðli að auk­inn­i gróð­ur­þekju og hefti upp­fok af svæð­inu. „Þetta er almennt rétt en vegna flók­inna aðstæðna á þessu svæði þá telur Land­græðslan ekki hægt að full­yrða að þetta verði raun­in. Þarna má telja að þættir s.s. magn fokefna á svæð­inu, hæð ­yfir sjáv­ar­máli, veð­ur­far og breyti­legt vatns­yf­ir­borð fyr­ir­hug­aðs lóns get­i haft mikið að segja um áhrif af hækk­aðri grunn­vatns­stöð­u.“

Engin áform um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla

Á fyrstu árum 20. aldar var Haga­vatn um 30 fer­kíló­metrar að ­stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jök­ulstífla og mikið hlaup varð í Far­inu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Haga­vatn aftur og við þetta ­lækk­aði vatns­yf­ir­borðið um 10 metra.

Síðan þá hafa land­mót­un­aröfl haldið áfram með hopi og skrið­i jökla. 

Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hafði Land­græðslan hug á því að stífla Haga­vatn til að hefta sand­fok frá svæð­inu. Ekk­ert varð af þeim fram­kvæmd­um. Spurður um afstöðu stofn­un­ar­innar til slíkra aðgerða í dag svarar land­græðslu­stjóri: „Engin áform eru um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla. Hröð hopun jökla ger­ir um­hverfið síbreyti­legt og því erfitt að meta hversu miklu inn­grip myndi skila. Land­græðslan horfir fremur til þess að styrkja gróður þannig að hann geti tek­ið við áfoki.“

Land­græðslan telur hins vegar að Haga­vatn með stöð­ug­u vatns­borði gæti verið til góðs. „Allar þær hug­myndir sem virkj­ana­að­ilar hafa verið að kynna fyrir stofn­un­inni á und­an­förnum árum gera ráð fyrir að tæmt verði úr uppi­stöðu­lóni og þar af leið­andi verða til stór svæði með leir og sandi sem auka munu á upp­blástur en ekki minnka hann,“ segir í svörum Árna Braga­sonar land­græðslu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent