Meirihluti landsmanna styður Eflingu og verkfallsaðgerðir félagsmanna hjá borginni í yfirstandandi kjarabaráttu. 59 prósent segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg að miklu eða öllu leyti og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en Maskína framkvæmdi könnun fyrir stéttarfélagið dagana 14. til 21. febrúar á stuðningi við aðgerðir félagsins í Reykjavíkurborg. Svarendur voru 871 talsins af öllu landinu.
Þá styður 21 prósent að litlu eða engu leyti Eflingu í launadeilu við Reykjavíkurborg og 20 prósent í meðallagi. 25 prósent eru fremur eða mjög andvígt verkfallsaðgerðum Eflingar og 19 prósent styðja aðgerðirnar í meðallagi.
Auglýsing
Verkfall félagsmanna Eflingar hefur nú staðið yfir í á tíunda dag en um 1.850 manns í stéttarfélaginu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.