Ríkisstjórnin leggur til gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningum

Ríkisstjórn Íslands vill að hætt verði að rukka almenning og fjölmiðla fyrir aðgang að gögnum sem skilað er inn til ársreikningaskráar. Slíkt hefur oft verið lagt til áður, meðal annars í frumvörpum stjórnarandstöðu.

Eins og málum er háttað í dag þarf að greiða fyrir aðgang að ársreikningum og öðrum upplýsingum um fyrirtæki.
Eins og málum er háttað í dag þarf að greiða fyrir aðgang að ársreikningum og öðrum upplýsingum um fyrirtæki.
Auglýsing

Í drögum að nýju frum­varpi sem rík­is­stjórnin hefur lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda er lögð til sú grund­vall­ar­breyt­ing að árs­reikn­ingar og sam­stæðu­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­reikn­ingi sínum til árs­reikn­inga­skrár verði aðgengi­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­ar­lausu á opin­beru vef­svæði.

Í frum­varps­drög­unum segir að með breyt­ing­unni sé meðal ann­ars ætl­unin að auka aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum sem félögum sé skylt að útlista í árs­reikn­ingi. „Eðli­legt þykir að almenn­ingur hafi greiðan aðgang að slíkum upp­lýs­ingum frá félög­um. Greið­ari aðgangur að árs­reikn­ingum er til þess fall­inn að auka aðhald með rekstri félaga, stuðla að upp­lýstri umræðu og efla þannig traust almenn­ings.“

Annað frum­varp í þing­legri með­ferð

Frum­varp um gjald­frjálst aðgengi almenn­ings og fjöl­miðla liggur reyndar þegar fyrir á Alþingi, og var lagt fram í fyrra­haust. Fyrsti flutn­ings­maður þess er Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Mælt var fyrir því fyrr á þessu ári og það gekk til efna­hags- og við­skipta­nefndar í jan­ú­ar. Umsagn­ar­frestur hags­muna­að­ila vegna þess rann út í lið­inni viku.

Auglýsing
Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðn­ingi við breyt­ing­una í umsögnum sínum eru Kjarn­inn, Blaða­manna­fé­lag Íslands og Alþýðu­sam­band Íslands. Á meðal þess fram kom í umsögn Kjarn­ans um mál­ið, sem skilað var inn í byrjun viku, er að sú gjald­taka sem sé  til stað­ar, og skil­aði m.a. Rík­is­skatt­stjóra 134 millj­ónum krónum í tekjur á árinu 2017, kemur í veg fyrir að Kjarn­inn og aðrir miðlar sem fjalla um íslenskt atvinnu­líf ráð­ist í umfangs­miklar úttektir á atvinnu­greinum og tak­marki kaup sín á efni úr áður­nefndum skrám við það allra nauð­syn­leg­asta, enda safn­ast hratt upp umtals­verður kostn­aður ef mikið af gögnum eru sótt. 

Þeir sem hagn­ist af núver­andi fyr­ir­komu­lagi virð­ast fyrst og síð­ast vera þriðju aðilar sem selja aðgang að upp­lýs­ingum um fyr­ir­tæki sem milli­lið­ir. „Fjár­hags­legir hags­munir þeirra fyr­ir­tækja, sem eru örfá, geta vart trompað lýð­ræð­is­legt mik­il­vægi þess að fjöl­miðlar og almenn­ingur allur hafi frjál­st, frítt og tak­marka­laust aðgengi að opin­berum upp­lýs­ingum um fyr­ir­tækin sem starfa hér­lend­is.“

Í frum­varps­drögum rík­is­stjórn­ar­innar sem birt voru í vik­unni segir að ljóst sé að ríkið verði af tekjum verði frum­varpið að lög­um, þar sem árs­reikn­inga­skrá verðu óheim­ilt að taka gjald fyrir aðgengi að árs­reikn­ingum félaga sem birtir verða á opin­beru vef­svæði. Auk þess sem kostn­aður muni hljót­ast af smíði tækni­legrar lausnar svo hægt sé að birta árs­reikn­inga á opin­beru vef­svæð­i. 

Frítt í nágranna­lönd­unum

Í nágranna­lönd­unum eru starfs­­ræktar sér­­stakar vef­­síður þar sem hægt er að nálg­­ast grunn­­upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki á borð við eig­end­­ur, stjórn­­endur og lyk­il­­tölur úr rekstri fyr­ir­tækj­anna.

Vef­­síð­an Alla­­bogal í Sví­­þjóð þjónar til að mynda þessum til­­­gangi, en þar er að finna helstu upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki þar í landi. Hægt er að nálg­­ast grunn­­upp­­lýs­ingar án kosn­­aðar en ef þörf er á þá er hægt að greiða fyrir frek­­ari upp­­lýs­ing­­ar. Sam­­kvæmt síð­­unni er hún upp­­­færð dag­­lega með upp­­lýs­ingum frá yfir­­völdum þar í landi.

Sam­­bæri­­legar síður eru í Dan­­mörku og Nor­egi, þar sem hægt er að fletta upp grunn­­upp­­lýs­ingum um dönsk og norsk fyr­ir­tæki.

Hag­að­ilar hafa mót­mælt

Það frum­varp sem Björn Leví mælti fyrir í jan­úar er ekki það fyrsta um þessi mál sem hann hefur lagt fram. Slíkt frum­varp var til að mynda lagt fram í des­em­ber 2017 og gekk þá til efna­hags- og við­skipta­nefndar sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, sem rataði síðan aldrei út úr þeirri nefnd. 

Á Íslandi er stærsta fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem selur upp­lýs­ingar úr árs­reikn­inga­skrá Credit­in­fo. Það skil­aði umsögn til efna­hags- og við­skipta­nefndar snemma árs 2018 þar sem sagði meðal ann­ars að upp­lýs­ing­arnar væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu. „Kaup­endur upp­­lýs­ing­anna eru að lang­­mestu leyti fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, lög­­­menn, end­­ur­­skoð­endur og aðrir þátt­tak­endur í við­­skipta­líf­inu. Fram­an­­greindir aðilar hafa hags­muni af því að afla upp­­lýs­ing­anna í tengslum við ákvarð­ana­tökur og ekki óeðli­­legt að þeir sem nota upp­­lýs­ing­­arnar greiði fyrir slíkar upp­­lýs­ingar með gjöldum sem lögð eru á skv. heim­ild í lög­­um, í stað þess að almannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstur skránna.“

Ekki verði séð að það tak­­marki aðgang almenn­ings að upp­­lýs­ingum úr fram­an­­greindum skrám að greitt sé sann­­gjarnt gjald fyrir öflun þeirra að mati Credit­in­fo, enda sé vænt­an­­lega í flestum til­­­fellum um að ræða öflun á ein­staka upp­­lýs­ingum fremur en að þörf sé á öflun viða­­mik­illa skráa. „Það ætti þó helst við í til­­­felli fræð­i­­manna en skoða mætti afhend­ingu gagna til slíkra aðila sér­­stak­­lega, sem þá til­­­greindu í hvaða til­­­gangi þörf væri á viða­­miklum skrám, hvernig þær yrðu nýttar og hvernig með­­­ferð per­­són­u­­upp­­lýs­inga yrði tryggð. Magn­af­­sláttur í gjald­­skrá væri hugs­an­­legur í slíkum til­­­fell­u­m.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent