Borgarráð leggur til fjármagn vegna Covid-19

Einkum er um að ræða aukaframlög vegna aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar.

img_4692_raw_0710130561_10191567693_o.jpg
Auglýsing

Borg­ar­ráð sam­þykkti á fundi sínum í morgun að leggja til fjár­magn vegna Covid-19. Einkum er um að ræða auka­fram­lög vegna auk­inna þrifa í stofn­unum borg­ar­inn­ar. Sér­stök áhersla verður lögð á aukin þrif í stofn­unum og starfs­stöðum sem þjón­usta og vista heilsu­fars­lega við­kvæma ein­stak­linga. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg í dag. 

Þá segir að fagsviðum og stofn­unum þeirra sé falið að gera aðgerð­ar­á­ætl­anir um hvernig staðið verði að auknum þrifum og að leggja mat á áætl­aðan við­bót­ar­kostnað vegna þessa. Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði sé falið að halda með heild­stæðum hætti utan um kostn­að­ar­mat­ið.Fram kom í fréttum um helg­ina að neyð­ar­stjórn Reykja­víkur hefði virkjað við­bragðs­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir hættu­stig almanna­varna á föstu­dag­inn í kjöl­far fyrsta stað­festa smits­ins vegna COVID-19. 

Auglýsing

Neyð­ar­stjórn fundar dag­lega

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að neyð­ar­stjórn hafi fundað dag­lega síð­an. Unnið hafi verið að því að koma nauð­syn­legum upp­lýs­ingum sem fyrst til starfs­fólks borg­ar­innar í nánu sam­starfi við almanna­varn­ir.

Neyð­ar­stjórn búi meðal ann­ars að því að fyrir tæpum mán­uði var haldin æfing vegna heims­far­ald­urs inflú­ensu og við­bragðs­á­ætl­anir upp­færð­ar­.

­Borg­ar­ráð hvetur jafn­framt starfs­fólk borg­ar­innar til að fylgj­ast vel með fyr­ir­mælum land­læknis og heil­brigð­is­starfs­fólks meðal ann­ars um sótt­varn­ir, almenna umgengni og þrif. 

„Þar sem búið er að lýsa yfir hættu­stigi almanna­varna vegna far­ald­urs kór­óna­veirunnar Covid-19, leggur borg­ar­ráð áherslu á nauð­syn þess að þjón­usta borg­ar­innar sé órofin og örugg eins og nokkur kostur er og í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætl­anir borg­ar­inn­ar,“ segir í til­kynn­ing­unn­i.  


„Verk­fall í borg­inni gerir þessa stöðu sér­stak­lega alvar­lega“

Meðal þess sem afar brýnt er við núver­andi aðstæður sé að þrif séu full­nægj­andi á öllum þeim stöðum sem Reykja­vík­ur­borg og einka­að­ilar reka og þjón­usta sé til staðar fyrir ein­stak­linga og hópa sem telj­ast heilsu­fars­lega við­kvæm­ir. Mik­il­vægt sé að fyr­ir­mælum heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­víkur og til­mælum almanna­varna á hverjum tíma sé fylgt í því skyn­i.


„
Yf­ir­stand­andi verk­fall í borg­inni gerir þessa stöðu sér­stak­lega alvar­lega þar sem fyrir liggur að almennum þrifum er nú þegar ábóta­vant á vissum stöðum auk þess sem sorp er farið að safn­ast fyrir bæði við heim­ili fólks og í borg­ar­land­inu. Reykja­vík­ur­borg leggur nú allt kapp á að vinna það upp á und­an­þágum sem hafa feng­ist vegna sorp­hirðu og heima­þjón­ustu vel­ferð­ar­sviðs. Sorp­hirða í Breið­holti hófst í morg­un.

Borg­ar­ráð leggur áherslu á að áfram verði unnið mark­visst að því að búa starf­semi borg­ar­innar og borg­ar­búa undir frek­ari þróun mála,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent