Sendiherrastöður verði auglýstar en ráðherra samt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra boðar breytingar á umgjörð þess hvernig sendiherrar verða skipaðir í framtíðinni. Hann hefur ekki skipað einn nýjan sendiherra frá því að hann tók við sem ráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Verði frum­varp Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra að lögum mun verða sett þak á fjölda sendi­herra á hverjum tíma þannig að þeir verði aldrei fleiri en fjöldi sendi­skrif­stofa að fimmt­ungi við­bætt­um. Í dag eru sendi­skrift­stof­urnar 25 tals­ins og hámarks­fjöldi sendi­herra væri því 30 ef frum­varpið væri orðið að lög­um, en þeir eru 36 í dag. Eng­inn sendi­herra verður rek­inn heldur verður ekki skip­aður nýr fyrr en að þeim hefur verið fækkað niður fyrir 30. 

Frá þessu greinir Guð­laugur Þór í aðsendri grein sem birt er í Morg­un­blað­inu í dag.

Í frum­varp­inu felst einnig að laus emb­ætti sendi­herra verða að vera aug­lýst laus til umsóknar og umsækj­endum gert að upp­fylla lög­á­kveðin hæf­is­skil­yrði. Gert verður ráð fyrir að umsækj­endur verði að hafa háskóla­próf og reynslu af alþjóða- og utan­rík­is­mál­um. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður þó utan­rík­is­ráð­herra áfram heim­ilt að skipa „ein­stak­ling tíma­bundið til allt að fimm ára í emb­ætti sendi­herra til að veita sendi­skrif­stofu for­stöðu eða að gegna hlut­verki sér­staks erind­reka án þess að starfið yrði aug­lýst. Skipun þeirra sem koma að starfi sínu með þessum hætti verður þó hvorki heim­ilt að fram­lengja eða senda annað og fjöldi þeirra má ekki nema meira en fimmt­ungi af heild­ar­fjölda skip­aðra sendi­herra. Að þessu marki yrði ráð­herra áfram heim­ilt að leita út fyrir raðir fastra starfs­manna utan­rík­is­þjón­ust­unnar eftir sendi­herrum sem hafa aflað sér sér­þekk­ing­ar, reynslu og tengsla á öðrum vett­vangi, svo sem í stjórn­málum eða í atvinnu­líf­inu, til að ann­ast afmörkuð verk­efni í þágu hags­muna Íslands á alþjóða­vett­vangi. Með þessu móti verður þeirri heim­ild, sem nú er ótak­mörk­uð, settar mál­efna­legar skorð­ur.“

Auglýsing

Þar segir enn fremur að frum­varpið geri ráð fyrir þeirri breyt­ingu að ráð­herra geti tíma­bundið sett lægra setta starfs­menn, sendi­full­trúa, í emb­ætti sendi­herra. 

Hefur ekki skipað einn sendi­herra

Í grein­inni segir Guð­laugur Þór að sam­kvæmt núgild­andi lögum hafi ráð­herra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendi­herra. Engar sér­stakar hæfn­is­kröfur séu gerðar til sendi­herra umfram það sem almennt tíðkast og emb­ætti þeirra séu und­an­þegin aug­lýs­inga­skyldu áður en í þau er skip­að. „Þessi skipan mála hefur sætt gagn­rýni. Auk þess hefur sendi­herrum fjölgað jafnt og þétt hin síð­ustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra sam­ræm­ist illa umfangi og verk­efnum utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Þetta hefur einnig leitt til þess að fram­gangur yngri starfs­manna hefur reynst hæg­ari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórð­ungur starfs­manna utan­rík­is­þjón­ust­unnar gegnir stjórn­enda­stöð­u.“

Guð­laugur Þór bendir á að frá því að hann tók við sem utan­rík­is­ráð­herra 11. jan­úar 2017 hafi hann ekki skipað neinn nýjan sendi­herra eftir að ég tók við emb­ætti. Þeim hafi á sama tíma fækkað um fjóra, úr 40 í 36. „Það er eins­dæmi í síð­ari tíma sögu utan­rík­is­þjón­ust­unnar að meira en þrjú ár líði án þess að nýr sendi­herra sé skip­að­ur.“

Utan­rík­is­ráð­herra seg­ist vera þeirrar skoð­unar að óbreytt fyr­ir­komu­lag stand­ist ekki lengur og því ætlar hann að leggja fram áður til­greindar breyt­ingar í frum­varp­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent