Sendiherrastöður verði auglýstar en ráðherra samt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra boðar breytingar á umgjörð þess hvernig sendiherrar verða skipaðir í framtíðinni. Hann hefur ekki skipað einn nýjan sendiherra frá því að hann tók við sem ráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Verði frum­varp Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra að lögum mun verða sett þak á fjölda sendi­herra á hverjum tíma þannig að þeir verði aldrei fleiri en fjöldi sendi­skrif­stofa að fimmt­ungi við­bætt­um. Í dag eru sendi­skrift­stof­urnar 25 tals­ins og hámarks­fjöldi sendi­herra væri því 30 ef frum­varpið væri orðið að lög­um, en þeir eru 36 í dag. Eng­inn sendi­herra verður rek­inn heldur verður ekki skip­aður nýr fyrr en að þeim hefur verið fækkað niður fyrir 30. 

Frá þessu greinir Guð­laugur Þór í aðsendri grein sem birt er í Morg­un­blað­inu í dag.

Í frum­varp­inu felst einnig að laus emb­ætti sendi­herra verða að vera aug­lýst laus til umsóknar og umsækj­endum gert að upp­fylla lög­á­kveðin hæf­is­skil­yrði. Gert verður ráð fyrir að umsækj­endur verði að hafa háskóla­próf og reynslu af alþjóða- og utan­rík­is­mál­um. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður þó utan­rík­is­ráð­herra áfram heim­ilt að skipa „ein­stak­ling tíma­bundið til allt að fimm ára í emb­ætti sendi­herra til að veita sendi­skrif­stofu for­stöðu eða að gegna hlut­verki sér­staks erind­reka án þess að starfið yrði aug­lýst. Skipun þeirra sem koma að starfi sínu með þessum hætti verður þó hvorki heim­ilt að fram­lengja eða senda annað og fjöldi þeirra má ekki nema meira en fimmt­ungi af heild­ar­fjölda skip­aðra sendi­herra. Að þessu marki yrði ráð­herra áfram heim­ilt að leita út fyrir raðir fastra starfs­manna utan­rík­is­þjón­ust­unnar eftir sendi­herrum sem hafa aflað sér sér­þekk­ing­ar, reynslu og tengsla á öðrum vett­vangi, svo sem í stjórn­málum eða í atvinnu­líf­inu, til að ann­ast afmörkuð verk­efni í þágu hags­muna Íslands á alþjóða­vett­vangi. Með þessu móti verður þeirri heim­ild, sem nú er ótak­mörk­uð, settar mál­efna­legar skorð­ur.“

Auglýsing

Þar segir enn fremur að frum­varpið geri ráð fyrir þeirri breyt­ingu að ráð­herra geti tíma­bundið sett lægra setta starfs­menn, sendi­full­trúa, í emb­ætti sendi­herra. 

Hefur ekki skipað einn sendi­herra

Í grein­inni segir Guð­laugur Þór að sam­kvæmt núgild­andi lögum hafi ráð­herra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendi­herra. Engar sér­stakar hæfn­is­kröfur séu gerðar til sendi­herra umfram það sem almennt tíðkast og emb­ætti þeirra séu und­an­þegin aug­lýs­inga­skyldu áður en í þau er skip­að. „Þessi skipan mála hefur sætt gagn­rýni. Auk þess hefur sendi­herrum fjölgað jafnt og þétt hin síð­ustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra sam­ræm­ist illa umfangi og verk­efnum utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Þetta hefur einnig leitt til þess að fram­gangur yngri starfs­manna hefur reynst hæg­ari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórð­ungur starfs­manna utan­rík­is­þjón­ust­unnar gegnir stjórn­enda­stöð­u.“

Guð­laugur Þór bendir á að frá því að hann tók við sem utan­rík­is­ráð­herra 11. jan­úar 2017 hafi hann ekki skipað neinn nýjan sendi­herra eftir að ég tók við emb­ætti. Þeim hafi á sama tíma fækkað um fjóra, úr 40 í 36. „Það er eins­dæmi í síð­ari tíma sögu utan­rík­is­þjón­ust­unnar að meira en þrjú ár líði án þess að nýr sendi­herra sé skip­að­ur.“

Utan­rík­is­ráð­herra seg­ist vera þeirrar skoð­unar að óbreytt fyr­ir­komu­lag stand­ist ekki lengur og því ætlar hann að leggja fram áður til­greindar breyt­ingar í frum­varp­inu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent