Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hann standi „að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur.“
Hann segir að í stað þess að standa í frekari skeytasendingum í fjölmiðlum vilji hann bjóða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, til fundar til að ræða hina erfiðu stöðu viðræðna og hvar ber á milli aðila.
Þetta segir Dagur í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook rétt í þessu sem viðbragð við erindi sem samninganefnd Eflingar sendi honum fyrr í dag og fór fram á svar fyrir klukkan 16. Í viðbrögðum Dags segist hann fagna því að Efling opni á að fresta verkföllum og segist standa við allt sem hann sagði í Kastljósi á sínum tíma. „Gott tilboð borgarinnar um að hækka laun Eflingarfólks hjá borginni liggur fyrir, með sérstakri áherslu á að bæta lægstu laun og kjör kvennastétta. Tilboðið er á grunni lífskjarasamninganna, með lengingu orlofs og útfærslu á styttingu vinnuvikunnar.“
Samninganefnd Eflingar sendi mér erindi fyrr í dag, sem einosg fyrr var sent beint í fjölmiðla. Ég sendi eftirfarandi...
Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, March 3, 2020