Pósturinn selur prentsmiðjuna Samskipti

Pósturinn hefur gengið frá sölu á dótturfélagi sínu prenstmiðjunni Samskiptum.

Pósturinn
Auglýsing

Póst­ur­inn hefur gengið frá sölu á dótt­ur­fé­lagi sínu pren­st­miðj­unni Sam­skipt­um. Kaup­endur eru hópur lyk­il­starfs­manna undir for­ystu Þórðar Mar Sig­urðs­sonar fram­kvæmda­stjóra Sam­skipta. Kaup­verðið er trún­að­ar­mál að beiðni kaup­enda. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Póst­inum í dag. 

Þá segir að ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Deloitte hafi ann­ast sölu­ferlið sem hófst þann 12. sept­em­ber 2019, alls hafi 33 aðilar sótt sölu­gögn og 21 fengið form­lega kynn­ingu á fyr­ir­tæk­inu. Í kjöl­farið hafi sjö óskuld­bind­andi til­boð borist og þrír haldið áfram í loka­á­fanga sölu­ferl­is­ins.

Auglýsing

„Með söl­unni hefur Póst­ur­inn nú gengið frá sölu á öllum þeim þremur dótt­ur­fé­lögum sem fyr­ir­tækið átti og voru á sam­keppn­is­mark­aði, Frakt flutn­ings­miðlun var seld í sept­em­ber 2019, Gagna­geymslan í nóv­em­ber síð­ast­liðnum og nú Sam­skipt­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Birgir Jóns­son, for­stjóri Pósts­ins, segir við til­efnið að þau hjá Póst­inum hafi verið mjög trú þeirri sýn að selja dótt­ur­fé­lög sem tengj­ast ekki kjarna­starf­semi Pósts­ins. „Það eru því virki­lega góðar fréttir að við höfum lokið sölu á Sam­skiptum sem er flott fyr­ir­tæki á sínum mark­aði en hefur í raun enga sam­legð með Póst­in­um. Ég er mjög ánægður með hvað hefur verið vandað vel til verka í sölu­ferl­inu en Deloitte hefur haldið mjög fag­lega utan um sölu­ferl­ið. Það er svo gaman að segja frá því að það eru stjórn­endur og hluti starfs­manna Sam­skipta sem eru kaup­endur þannig að við vitum að við skiljum við fyr­ir­tækið í traustum og reynslu­miklum hönd­um. Við óskum nýjum eig­endum og öðrum starfs­mönnum Sam­skipta vel­farn­aðar í fram­tíð­inni og þökkum þeim fyrir vel unnin störf.“

Þórður Mar Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­skipta, segir að þau séu gríð­ar­lega ánægð með að sölu­ferlið sé að baki. „Það er mjög öfl­ugur hópur starfs­manna stendur á bak­við kaupin og erum við spennt að takast á við þetta verk­efni. Sam­starfið við Íslands­póst hefur verið mjög gott frá upp­hafi og ég vil nýta tæki­færið og þakka öllu því góða fólki sem þar starfar fyrir góð ár undir þeirra stjórn. Nú er hins vegar kom­inn tími til að leiðir skilji, ég hlakka tilað leiða Sam­skipti í nýja tíma með öfl­ugu starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins, það má með sanni segja að fram­tíð Sam­skipta sé björt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent