Vilja að fyrrverandi fangar fái atvinnuleysisbætur eftir afplánun

Þrír þingmenn, einn úr stjórnarliðinu og tveir úr stjórnarandstöðu, vilja að fangar geti unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta á meðan að þeir sitja inni. Það geri þeir með vinnu, námi eða starfsþjálfun á meðan að afplánun stendur yfir.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Einn þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og tveir þing­menn Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að fela Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, að beita sér fyrir því að ein­stak­lingar sem setið hafa í gæslu­varð­haldi eða afplánað refsi­vist og stundað vinnu, nám eða starfs­þjálfun til sam­ræmis við lög um fulln­ustu refs­inga ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta meðan á varð­haldi eða vist stend­ur. 

Sam­kvæmt til­lög­unni, sem Silja Dögg Gunn­ars­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður að og Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Björn Leví Gunn­ars­son er einnig skrif­aðir fyr­ir, á ráð­herr­ann að leggja fyrir Alþingi frum­varp sem miðar að þeim mark­miðum sem sett eru fram í til­lög­unni á haust­þingi 2020.

Í grein­ar­gerð sem fylgir þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni segir að flutn­ings­menn­irnir þrír telji að núver­andi kerfi auki líkur á því að ein­stak­lingar sem lokið hafa afplánun brjóti af sér á ný og vinni þannig gegn mark­miðum refsi­vörslu­kerf­is­ins um betr­un.

Auglýsing
Einstaklingar sem lokið hafi afplánun búi oft við mikið fjár­hags­legt óör­yggi auk þess sem þeir njóta ekki sömu félags­legu rétt­inda og ein­stak­lingar sem hafa verið á vinnu­mark­aði. „Leggja þarf aukna áherslu á að skapa verði jákvæða hvata til náms og starfs­þjálf­unar meðan á afplánun stend­ur. Liður í því er að tryggja að ein­stak­lingar sem stunda nám, vinnu eða starfs­þjálfun meðan á afplánun stendur ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta. Einnig leggja flutn­ings­menn áherslu á að sam­hliða þeim breyt­ingum sem lagðar eru til í þurfi að móta heild­stæða betr­un­ar­stefnu. Í því felst m.a. að auka fjöl­breytni starfa í fang­elsum og bæta aðgengi að mennt­un.“

Finn­land er sem stendur eina ríkið á Norð­ur­lönd­unum sem veitir ein­stak­lingum sem nýlega hafa lokið afplánun afkomu­bætur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðum fag­fé­laga ef umsækj­andi er atvinnu­laus og getur sýnt fram á að vera í virkri atvinnu­leit.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent