Vilja að fyrrverandi fangar fái atvinnuleysisbætur eftir afplánun

Þrír þingmenn, einn úr stjórnarliðinu og tveir úr stjórnarandstöðu, vilja að fangar geti unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta á meðan að þeir sitja inni. Það geri þeir með vinnu, námi eða starfsþjálfun á meðan að afplánun stendur yfir.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Einn þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og tveir þing­menn Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að fela Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, að beita sér fyrir því að ein­stak­lingar sem setið hafa í gæslu­varð­haldi eða afplánað refsi­vist og stundað vinnu, nám eða starfs­þjálfun til sam­ræmis við lög um fulln­ustu refs­inga ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta meðan á varð­haldi eða vist stend­ur. 

Sam­kvæmt til­lög­unni, sem Silja Dögg Gunn­ars­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður að og Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Björn Leví Gunn­ars­son er einnig skrif­aðir fyr­ir, á ráð­herr­ann að leggja fyrir Alþingi frum­varp sem miðar að þeim mark­miðum sem sett eru fram í til­lög­unni á haust­þingi 2020.

Í grein­ar­gerð sem fylgir þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni segir að flutn­ings­menn­irnir þrír telji að núver­andi kerfi auki líkur á því að ein­stak­lingar sem lokið hafa afplánun brjóti af sér á ný og vinni þannig gegn mark­miðum refsi­vörslu­kerf­is­ins um betr­un.

Auglýsing
Einstaklingar sem lokið hafi afplánun búi oft við mikið fjár­hags­legt óör­yggi auk þess sem þeir njóta ekki sömu félags­legu rétt­inda og ein­stak­lingar sem hafa verið á vinnu­mark­aði. „Leggja þarf aukna áherslu á að skapa verði jákvæða hvata til náms og starfs­þjálf­unar meðan á afplánun stend­ur. Liður í því er að tryggja að ein­stak­lingar sem stunda nám, vinnu eða starfs­þjálfun meðan á afplánun stendur ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta. Einnig leggja flutn­ings­menn áherslu á að sam­hliða þeim breyt­ingum sem lagðar eru til í þurfi að móta heild­stæða betr­un­ar­stefnu. Í því felst m.a. að auka fjöl­breytni starfa í fang­elsum og bæta aðgengi að mennt­un.“

Finn­land er sem stendur eina ríkið á Norð­ur­lönd­unum sem veitir ein­stak­lingum sem nýlega hafa lokið afplánun afkomu­bætur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðum fag­fé­laga ef umsækj­andi er atvinnu­laus og getur sýnt fram á að vera í virkri atvinnu­leit.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent