Vilja að fyrrverandi fangar fái atvinnuleysisbætur eftir afplánun

Þrír þingmenn, einn úr stjórnarliðinu og tveir úr stjórnarandstöðu, vilja að fangar geti unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta á meðan að þeir sitja inni. Það geri þeir með vinnu, námi eða starfsþjálfun á meðan að afplánun stendur yfir.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Einn þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og tveir þing­menn Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að fela Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, að beita sér fyrir því að ein­stak­lingar sem setið hafa í gæslu­varð­haldi eða afplánað refsi­vist og stundað vinnu, nám eða starfs­þjálfun til sam­ræmis við lög um fulln­ustu refs­inga ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta meðan á varð­haldi eða vist stend­ur. 

Sam­kvæmt til­lög­unni, sem Silja Dögg Gunn­ars­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður að og Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Björn Leví Gunn­ars­son er einnig skrif­aðir fyr­ir, á ráð­herr­ann að leggja fyrir Alþingi frum­varp sem miðar að þeim mark­miðum sem sett eru fram í til­lög­unni á haust­þingi 2020.

Í grein­ar­gerð sem fylgir þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni segir að flutn­ings­menn­irnir þrír telji að núver­andi kerfi auki líkur á því að ein­stak­lingar sem lokið hafa afplánun brjóti af sér á ný og vinni þannig gegn mark­miðum refsi­vörslu­kerf­is­ins um betr­un.

Auglýsing
Einstaklingar sem lokið hafi afplánun búi oft við mikið fjár­hags­legt óör­yggi auk þess sem þeir njóta ekki sömu félags­legu rétt­inda og ein­stak­lingar sem hafa verið á vinnu­mark­aði. „Leggja þarf aukna áherslu á að skapa verði jákvæða hvata til náms og starfs­þjálf­unar meðan á afplánun stend­ur. Liður í því er að tryggja að ein­stak­lingar sem stunda nám, vinnu eða starfs­þjálfun meðan á afplánun stendur ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta. Einnig leggja flutn­ings­menn áherslu á að sam­hliða þeim breyt­ingum sem lagðar eru til í þurfi að móta heild­stæða betr­un­ar­stefnu. Í því felst m.a. að auka fjöl­breytni starfa í fang­elsum og bæta aðgengi að mennt­un.“

Finn­land er sem stendur eina ríkið á Norð­ur­lönd­unum sem veitir ein­stak­lingum sem nýlega hafa lokið afplánun afkomu­bætur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðum fag­fé­laga ef umsækj­andi er atvinnu­laus og getur sýnt fram á að vera í virkri atvinnu­leit.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent