Vilja að fyrrverandi fangar fái atvinnuleysisbætur eftir afplánun

Þrír þingmenn, einn úr stjórnarliðinu og tveir úr stjórnarandstöðu, vilja að fangar geti unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta á meðan að þeir sitja inni. Það geri þeir með vinnu, námi eða starfsþjálfun á meðan að afplánun stendur yfir.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrstu flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Einn þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og tveir þing­menn Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að fela Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, að beita sér fyrir því að ein­stak­lingar sem setið hafa í gæslu­varð­haldi eða afplánað refsi­vist og stundað vinnu, nám eða starfs­þjálfun til sam­ræmis við lög um fulln­ustu refs­inga ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta meðan á varð­haldi eða vist stend­ur. 

Sam­kvæmt til­lög­unni, sem Silja Dögg Gunn­ars­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður að og Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Björn Leví Gunn­ars­son er einnig skrif­aðir fyr­ir, á ráð­herr­ann að leggja fyrir Alþingi frum­varp sem miðar að þeim mark­miðum sem sett eru fram í til­lög­unni á haust­þingi 2020.

Í grein­ar­gerð sem fylgir þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni segir að flutn­ings­menn­irnir þrír telji að núver­andi kerfi auki líkur á því að ein­stak­lingar sem lokið hafa afplánun brjóti af sér á ný og vinni þannig gegn mark­miðum refsi­vörslu­kerf­is­ins um betr­un.

Auglýsing
Einstaklingar sem lokið hafi afplánun búi oft við mikið fjár­hags­legt óör­yggi auk þess sem þeir njóta ekki sömu félags­legu rétt­inda og ein­stak­lingar sem hafa verið á vinnu­mark­aði. „Leggja þarf aukna áherslu á að skapa verði jákvæða hvata til náms og starfs­þjálf­unar meðan á afplánun stend­ur. Liður í því er að tryggja að ein­stak­lingar sem stunda nám, vinnu eða starfs­þjálfun meðan á afplánun stendur ávinni sér rétt til atvinnu­leys­is­bóta. Einnig leggja flutn­ings­menn áherslu á að sam­hliða þeim breyt­ingum sem lagðar eru til í þurfi að móta heild­stæða betr­un­ar­stefnu. Í því felst m.a. að auka fjöl­breytni starfa í fang­elsum og bæta aðgengi að mennt­un.“

Finn­land er sem stendur eina ríkið á Norð­ur­lönd­unum sem veitir ein­stak­lingum sem nýlega hafa lokið afplánun afkomu­bætur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðum fag­fé­laga ef umsækj­andi er atvinnu­laus og getur sýnt fram á að vera í virkri atvinnu­leit.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent