Vill vita hverjir raunverulega eiga Arion banka

Þingmaður hefur spurt fjármála- og efnahagsráðherra af hverju foreldrafélög þurfi að gefa upp raunverulega eigendur en lögaðilar sem skráðir eru á hlutabréfamarkaði, eins og Arion banki, þurfi þess ekki.

ÓIafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
ÓIafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hann fer fram á að vita hverjir séu raunverulegir eigendur Arion banka. Í fyrirspurninni er vísað í lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þegar kemur að skilgreiningu á raunverulegum eiganda.

Ólafur spyr einnig hvers vegna lögaðilar sem skráðir eru á skipulögðum markaði, eins og íslenskum hlutabréfamarkaði, fái undanþágu frá því að upplýsa um hverjir séu raunverulegir eigendur þeirra, á sama tím að og „lögaðilar sem hafa ófjárhagslegan tilgang, svo sem almannaheillasamtök, foreldrafélög, áhugamannafélög og fleiri í úr þeim ranni þurfi að upplýsa um raunverulega eigendur. 

Ísland á gráum lista

Ísland var sett á gráan lista alþjóðlegu samtakanna Financial Action Task Force (FATF) í október í fyrra. Ein af ástæðum þess var sú að ekki lágu fyrir upplýsingar um hverjir væru raunverulegir eigendur lögaðila hérlendis með boðlegum hætti, en það er ein meginreglan í vörnum gegn peningaþvætti að slíkar upplýsingar liggi skýrt fyrir. 

Auglýsing
Í fyrrasumar höfðu tekið gildi lög sem gerðu það að verkum að öll íslensk félög, sem skipta tugum þúsunda, áttu að gera grein fyrir því hver ætti þau í raun fyrir 1. júní 2020. Eftir að Ísland var sett á gráa listann var þeim tímamörkum flýtt til 1. mars með lagabreytingu sem var samþykkt í desember. 

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans er staða mála varðandi skráninguna í dag, þegar tímafresturinn er liðinn, þannig að langur vegur er frá því að hún sé fullnægjandi. Sérstaklega á það við skráningu raunverulegra eigenda ýmissa tegunda félaga sem hafa ekki þann tilgang að hagnast fjárhagslega, heldur eru búin til utan um ýmis konar félagsstarfsemi. 

Skortur á skráningu á raunverulegum eigendum var ein ástæða þess að Ísland var áfram á gráa listanum við síðustu endurskoðun FATF á honum, sem fram fór í síðasta mánuði. Næsta endurskoðun er í júní.

Seldu sjálfum sér íslenskan banka

Arion banki var lengi vel að uppistöðu í eigu Kaupþings ehf., félags sem heldur utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka eftir að kröfuhafar hans kláruðu gerð nauðasamnings í kjölfar stöðugleikasamkomulags við íslenska ríkið snemma árs 2016.

Á árinu 2017 keyptu fjórir af stærstu eigendum Kaupþings, Taconic Capital, Och-Ziff Capital Management Group, sjóðir í stýringu Attestor Capital og Goldman Sachs, samtals 29,6 prósent hlut í Arion banka. 

Tveir þeirra, Attestor og Goldman Sachs, bættu við sig 2,8 prósent hlut 13. febrúar 2018. Sama dag var kaupréttur Kaupþings á 13 prósent hlut ríkisins í Arion banka virkjaður. Sá kaupréttur var formgerður í samningi frá árinu 2009, var fortakslaus og einhliða. Ríkið mátti því ekki hafna tilboðinu án þess að gerast brotlegt við gerða samninga.

Erlendu eigendur Kaupþings, og þar með Arion banka á þessum tíma, voru, og eru, að uppistöðu skammtímasjóðir. Það þýðir að þeir ætla sér ekki að eiga bankann til lengri tíma, heldur að hámarka virði eigna sinna á nokkrum árum. Svo verður sjóðnum slitið og þeir sem eiga hlut í honum fá greitt út ágóðann af fjárfestingunni. 

Engar upplýsingar veittar um endanlega eigendur Arion banka

Íslensk stjórnvöld hafa ekki talið ástæðu til þess að upplýsa um það hverjir „raunverulegir eigendur“ (e. beneficial owner) þessarra sjóða eru. 

Í dag eiga sjóðir í stýringu Taconic,  Och -Ziff og Goldman Sachs samtals tæplega 37 prósent í Arion banka. Auk þess eiga sjóðir í stýringu Eaton Vance og Lansdowne Partners 6,78 prósent í viðbót. 

Arion banki hefur skorið sig úr á meðal íslensku bankanna síðustu ár, þar sem stefna hans er mjög skýr: að greiða út eigið fé til hluthafa og minnka umfang bankans til að auka arðsemi þeirrar starfsemi sem mun standa eftir. Kjarninn hefur fjallað ítarlega um þessi áform og hægt er að lesa um þau hér

Í þeim felast meðal annars áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað. Greinendur spá því að arðgreiðslugeta Arion banka geti aukist um allt að 50 milljarða á næstu 12 mánuðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent