Vill vita hverjir raunverulega eiga Arion banka

Þingmaður hefur spurt fjármála- og efnahagsráðherra af hverju foreldrafélög þurfi að gefa upp raunverulega eigendur en lögaðilar sem skráðir eru á hlutabréfamarkaði, eins og Arion banki, þurfi þess ekki.

ÓIafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
ÓIafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hann fer fram á að vita hverjir séu raunverulegir eigendur Arion banka. Í fyrirspurninni er vísað í lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þegar kemur að skilgreiningu á raunverulegum eiganda.

Ólafur spyr einnig hvers vegna lögaðilar sem skráðir eru á skipulögðum markaði, eins og íslenskum hlutabréfamarkaði, fái undanþágu frá því að upplýsa um hverjir séu raunverulegir eigendur þeirra, á sama tím að og „lögaðilar sem hafa ófjárhagslegan tilgang, svo sem almannaheillasamtök, foreldrafélög, áhugamannafélög og fleiri í úr þeim ranni þurfi að upplýsa um raunverulega eigendur. 

Ísland á gráum lista

Ísland var sett á gráan lista alþjóðlegu samtakanna Financial Action Task Force (FATF) í október í fyrra. Ein af ástæðum þess var sú að ekki lágu fyrir upplýsingar um hverjir væru raunverulegir eigendur lögaðila hérlendis með boðlegum hætti, en það er ein meginreglan í vörnum gegn peningaþvætti að slíkar upplýsingar liggi skýrt fyrir. 

Auglýsing
Í fyrrasumar höfðu tekið gildi lög sem gerðu það að verkum að öll íslensk félög, sem skipta tugum þúsunda, áttu að gera grein fyrir því hver ætti þau í raun fyrir 1. júní 2020. Eftir að Ísland var sett á gráa listann var þeim tímamörkum flýtt til 1. mars með lagabreytingu sem var samþykkt í desember. 

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans er staða mála varðandi skráninguna í dag, þegar tímafresturinn er liðinn, þannig að langur vegur er frá því að hún sé fullnægjandi. Sérstaklega á það við skráningu raunverulegra eigenda ýmissa tegunda félaga sem hafa ekki þann tilgang að hagnast fjárhagslega, heldur eru búin til utan um ýmis konar félagsstarfsemi. 

Skortur á skráningu á raunverulegum eigendum var ein ástæða þess að Ísland var áfram á gráa listanum við síðustu endurskoðun FATF á honum, sem fram fór í síðasta mánuði. Næsta endurskoðun er í júní.

Seldu sjálfum sér íslenskan banka

Arion banki var lengi vel að uppistöðu í eigu Kaupþings ehf., félags sem heldur utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka eftir að kröfuhafar hans kláruðu gerð nauðasamnings í kjölfar stöðugleikasamkomulags við íslenska ríkið snemma árs 2016.

Á árinu 2017 keyptu fjórir af stærstu eigendum Kaupþings, Taconic Capital, Och-Ziff Capital Management Group, sjóðir í stýringu Attestor Capital og Goldman Sachs, samtals 29,6 prósent hlut í Arion banka. 

Tveir þeirra, Attestor og Goldman Sachs, bættu við sig 2,8 prósent hlut 13. febrúar 2018. Sama dag var kaupréttur Kaupþings á 13 prósent hlut ríkisins í Arion banka virkjaður. Sá kaupréttur var formgerður í samningi frá árinu 2009, var fortakslaus og einhliða. Ríkið mátti því ekki hafna tilboðinu án þess að gerast brotlegt við gerða samninga.

Erlendu eigendur Kaupþings, og þar með Arion banka á þessum tíma, voru, og eru, að uppistöðu skammtímasjóðir. Það þýðir að þeir ætla sér ekki að eiga bankann til lengri tíma, heldur að hámarka virði eigna sinna á nokkrum árum. Svo verður sjóðnum slitið og þeir sem eiga hlut í honum fá greitt út ágóðann af fjárfestingunni. 

Engar upplýsingar veittar um endanlega eigendur Arion banka

Íslensk stjórnvöld hafa ekki talið ástæðu til þess að upplýsa um það hverjir „raunverulegir eigendur“ (e. beneficial owner) þessarra sjóða eru. 

Í dag eiga sjóðir í stýringu Taconic,  Och -Ziff og Goldman Sachs samtals tæplega 37 prósent í Arion banka. Auk þess eiga sjóðir í stýringu Eaton Vance og Lansdowne Partners 6,78 prósent í viðbót. 

Arion banki hefur skorið sig úr á meðal íslensku bankanna síðustu ár, þar sem stefna hans er mjög skýr: að greiða út eigið fé til hluthafa og minnka umfang bankans til að auka arðsemi þeirrar starfsemi sem mun standa eftir. Kjarninn hefur fjallað ítarlega um þessi áform og hægt er að lesa um þau hér

Í þeim felast meðal annars áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað. Greinendur spá því að arðgreiðslugeta Arion banka geti aukist um allt að 50 milljarða á næstu 12 mánuðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent