Efling semur við borgina – Verkfallsaðgerðum lokið

Ótímabundnu verkfalli Eflingar í Reykjavík er lokið. Eflingarfélagar í lægstu flokkum hækka um allt að 112 þúsund krónur á mánuði. Börn snúa aftur í leikskóla, dvalarheimili starfa aftur að fullu og sorp verður hirt með venjubundnum hætti.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Efl­ing - stétt­ar­fé­lag og Reykja­vík­ur­borg und­ir­rit­uðu í nótt kjara­samn­ing sem gildir til 31. mars 2023. Verk­falls­að­gerðir Efl­ingar höfðu staðið yfir í meira en mánuð og þar af hafði staðið yfir alls­herj­ar­verk­fall frá miðjum febr­úar sem hafði meðal ann­ars mikil áhrif á starf leik­skóla, dval­ar­heim­ila og á sorp­hirðu. Þeim aðgerðum er nú lok­ið. 

Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að með samn­ingnum sé  stigið mik­il­vægt skref í átt að kjara­leið­rétt­ingu lág­launa­fólks og kvenna­stétta.  

„Með samn­ingnum hækka byrj­un­ar­laun Efl­ing­ar­fé­laga í lægstu launa­flokkum um allt að rúm­lega 112.000 krónur á samn­ings­tím­anum miðað við fullt starf. Hækk­unum umfram 90 þús­und króna taxta­hækkun að fyr­ir­mynd almenna vinnu­mark­að­ar­ins er náð fram með töflu­breyt­ingu sem skapar að með­al­tali um 7.800 krónur í við­bót­ar­grunn­launa­hækkun hjá öllum Efl­ing­ar­fé­lögum og einnig er samið um sér­staka við­bót­ar­hækkun lægstu launa í formi sér­greiðslu.

Sér­greiðslan sem um samd­ist er 15.000 krónur í lægstu launa­flokkum og fjarar út eftir því sem ofar dregur í launa­flokk­um. Sér­greiðslan kemur á 26 starfs­heiti Efl­ingar önnur en þau sem þegar hafa sér­staka kaupauka. Hún mun skila sér í stig­lækk­andi mynd til tæp­lega þriggja af hverjum fjórum Efl­ing­ar­fé­lögum hjá borg­inn­i.“

Auglýsing
Þá séu í nýjum kjara­samn­ingi marg­vís­legar aðrar kjara­bætur en  grunn­launa­hækk­an­ir, svo sem stytt­ing vinnu­vik­unnar og að nám­skeiðum og fræðslu verði gefið aukið vægi í launa­myndun ein­stakra starfs­manna. „Efl­ing lítur á samn­ing­inn sem sigur eftir langa og stranga bar­áttu þar sem tek­ist var hart á um rétt­mæti krafna félags­ins og verk­falls­vopn­inu beitt,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að áður þagg­aðar og jað­ar­settar kon­ur, sem fáir höfðu fram að því haft áhuga á, hafi stigið fram í aðgerðum Efl­ingar með sjálfs­virð­ing­una að vopni og skilað skömm lág­launa­stefn­unnar þangað sem hún á heima. „Lág­launa­konur búa yfir ólýs­an­legum kröftum sem þær ákváðu að nýta í eigin bar­áttu frekar en að fórna sér ævina langa í að taka til eftir aðra,“ sagði Sól­veig  

„Allar stofn­anir valds­ins stóðu sam­ein­aðar gegn okk­ur. Okkur átti að berja  til hlýðni, eins og tíðkast hefur ára­tugum sam­an. En Efl­ing­ar­fé­lagar hjá borg­inni hafa fært valda­stétt­inni og raunar sam­fé­lag­inu öllu frétt­ir; þegar verka­fólk kemur saman í krafti fjöld­ans, sam­stöð­unnar og bar­áttu­vilj­ans þá stöðvar það ekk­ert. Efl­ing­ar­fé­lagar hjá borg­inni hafa skrifað nýjan kafla í sögu íslenskrar verka­lýðs­bar­átt­u.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent