Efling semur við borgina – Verkfallsaðgerðum lokið

Ótímabundnu verkfalli Eflingar í Reykjavík er lokið. Eflingarfélagar í lægstu flokkum hækka um allt að 112 þúsund krónur á mánuði. Börn snúa aftur í leikskóla, dvalarheimili starfa aftur að fullu og sorp verður hirt með venjubundnum hætti.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Efl­ing - stétt­ar­fé­lag og Reykja­vík­ur­borg und­ir­rit­uðu í nótt kjara­samn­ing sem gildir til 31. mars 2023. Verk­falls­að­gerðir Efl­ingar höfðu staðið yfir í meira en mánuð og þar af hafði staðið yfir alls­herj­ar­verk­fall frá miðjum febr­úar sem hafði meðal ann­ars mikil áhrif á starf leik­skóla, dval­ar­heim­ila og á sorp­hirðu. Þeim aðgerðum er nú lok­ið. 

Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að með samn­ingnum sé  stigið mik­il­vægt skref í átt að kjara­leið­rétt­ingu lág­launa­fólks og kvenna­stétta.  

„Með samn­ingnum hækka byrj­un­ar­laun Efl­ing­ar­fé­laga í lægstu launa­flokkum um allt að rúm­lega 112.000 krónur á samn­ings­tím­anum miðað við fullt starf. Hækk­unum umfram 90 þús­und króna taxta­hækkun að fyr­ir­mynd almenna vinnu­mark­að­ar­ins er náð fram með töflu­breyt­ingu sem skapar að með­al­tali um 7.800 krónur í við­bót­ar­grunn­launa­hækkun hjá öllum Efl­ing­ar­fé­lögum og einnig er samið um sér­staka við­bót­ar­hækkun lægstu launa í formi sér­greiðslu.

Sér­greiðslan sem um samd­ist er 15.000 krónur í lægstu launa­flokkum og fjarar út eftir því sem ofar dregur í launa­flokk­um. Sér­greiðslan kemur á 26 starfs­heiti Efl­ingar önnur en þau sem þegar hafa sér­staka kaupauka. Hún mun skila sér í stig­lækk­andi mynd til tæp­lega þriggja af hverjum fjórum Efl­ing­ar­fé­lögum hjá borg­inn­i.“

Auglýsing
Þá séu í nýjum kjara­samn­ingi marg­vís­legar aðrar kjara­bætur en  grunn­launa­hækk­an­ir, svo sem stytt­ing vinnu­vik­unnar og að nám­skeiðum og fræðslu verði gefið aukið vægi í launa­myndun ein­stakra starfs­manna. „Efl­ing lítur á samn­ing­inn sem sigur eftir langa og stranga bar­áttu þar sem tek­ist var hart á um rétt­mæti krafna félags­ins og verk­falls­vopn­inu beitt,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að áður þagg­aðar og jað­ar­settar kon­ur, sem fáir höfðu fram að því haft áhuga á, hafi stigið fram í aðgerðum Efl­ingar með sjálfs­virð­ing­una að vopni og skilað skömm lág­launa­stefn­unnar þangað sem hún á heima. „Lág­launa­konur búa yfir ólýs­an­legum kröftum sem þær ákváðu að nýta í eigin bar­áttu frekar en að fórna sér ævina langa í að taka til eftir aðra,“ sagði Sól­veig  

„Allar stofn­anir valds­ins stóðu sam­ein­aðar gegn okk­ur. Okkur átti að berja  til hlýðni, eins og tíðkast hefur ára­tugum sam­an. En Efl­ing­ar­fé­lagar hjá borg­inni hafa fært valda­stétt­inni og raunar sam­fé­lag­inu öllu frétt­ir; þegar verka­fólk kemur saman í krafti fjöld­ans, sam­stöð­unnar og bar­áttu­vilj­ans þá stöðvar það ekk­ert. Efl­ing­ar­fé­lagar hjá borg­inni hafa skrifað nýjan kafla í sögu íslenskrar verka­lýðs­bar­átt­u.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent