Icelandair varar við því að fleiri flugferðir verði felldar niður

Eftirspurn og bókanir hjá Icelandair hafa haldið áfram að dragast saman síðustu daga og félagið boðar að fleiri flugferðir verði felldar niður en þær sem þegar hefur verið greint frá.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelandair hefur sent frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna áhrifa af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Þar segir að félagið sé að end­ur­skoða flug­ferðir sínar í mars og apr­íl, sem áttu að vera um 3.500, og að það megi búast við því að þeim muni fækka enn meira en þegar hefur verið til­kynnt um. Það sé til­komið vegna enn meiri sam­dráttar í eft­ir­spurn og bók­un­um.

Á föstu­dag greindi Icelandair frá því að félagið hefði fellt niður 80 ferðir í mán­uð­unum tveim­ur. 

Í til­kynn­ing­unni segir að Icelandair muni halda áfram að fylgj­ast með stöð­unni og til­kynna um breyt­ingar á flug­ferðum strax og þær liggi end­an­lega fyr­ir. 

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir að það sé ljóst að útbreiðsla COVID-19 veirunnar hafi áhrif á ferða­plön við­skipta­vina félags­ins. „Eins og við höfum áður sagt, þá gera sveigj­an­leiki leiða­kerf­is­ins og sterk lausa­fjár­staða félags­ins okkur kleift að bregð­ast hratt við breyttri stöðu á mörk­uðum félags­ins. Heilsa og öryggi við­skipta­vina og starfs­manna okkar er ávallt for­gangs­mál og um þessar mundir leggjum við gríð­ar­lega mikla áherslu á reglu­lega upp­lýs­inga­gjöf, aukna vöktun og upp­færslu verk­ferla. Við höldum áfram að fylgj­ast náið með þróun mála og vinnum náið með yfir­völdum og fylgjum leið­bein­ingum þeirra á hverjum tíma.“

 

Auglýsing
Icelandair hefur fallið allra félaga mest í virði und­an­far­ið. Frá 19. febr­­úar hefur mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins lækkað um 41 pró­­sent og er nú 27,7 millj­­arðar króna. Til sam­an­­burðar má nefna að virði Icelandair var 191,5 millj­­arðar króna í apríl 2016 og í milli­­­tíð­inni er búið að auka hlutafé félags­­ins. 

Eigið fé þess var rúm­­lega 60 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót og því er mark­aðsvirðið tæp­­lega helm­ingur þess. 

Á árunum 2018 og 2019 tap­aði Icelandair sam­tals rétt tæp­lega 14 millj­örðum króna. Í febr­úar var kynnt afkomu­spá sem gerði ráð fyrir rekstr­ar­hagn­aði á árinu 2020. Tæpum mán­uði síðar var greint frá því að afkomu­spáin væri ekki lengur í gildi. Ein­fald­lega væri ómögu­legt að spá fyrir um hver afkoma Icelandair yrði á þessu ári. Ástæðan væri til­tölu­lega ný: útbreiðsla veirunnar sem leiðir til COVID-19 sjúk­dóms­ins.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent