„Það skiptir ekki máli hversu margir fá þessa veiru, það skiptir máli hverjir fá hana“

Níutíu manns hafa greinst með COVID-19 hér á landi. Sóttvarnalæknir segir að ekki skipti máli hve margir sýkist, heldur hverjir sýkist. Mikilvægast sé að vernda viðkvæma hópa.

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing



„Það skiptir ekki máli hversu margir fá þessa veiru, það skiptir máli hverjir fá hana,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á blaða­manna­fundi vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í dag, en fram kom í heims­press­unni í dag að Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari teldi lík­legt, sam­kvæmt mati sér­fræð­inga, að um það bil tveir þriðju þýsku þjóð­ar­innar smit­að­ist af veirunn­i. 

Þórólfur sagði að þetta mat væri mikið á reiki og tölur um hugs­an­legt hlut­fall smita væru gripnar úr lausu lofti. Hann benti á að norsk yfir­völd hefðu gefið út að talið væri að 25 pró­sent Norð­manna fengju veiruna og að dönsk yfir­völd hefðu talað um að 10 pró­sent íbúa þar í landi smit­uð­ust á ein­hverjum tíma­punkti. Ekk­ert sam­ræmi væri í þessu og mestu máli skipti að vernda þá sem eru við­kvæm­ir.

Auglýsing

Níu­tíu manns hafa nú í heild­ina greinst með COVID-19 sjúk­dóm­inn hér á landi. Alls hafa þrír verið lagðir inn á spít­ala og einn er inni á spít­ala sem stend­ur, sam­kvæmt Þórólfi.

Fram kom í máli Þór­ólfs að ef ekk­ert yrði að gert myndi far­ald­ur­inn lík­lega ganga yfir á 2-3 mán­uð­um. Hér á landi væri hins vegar verið að reyna að hægja á far­aldr­inum eins og hægt er, svo að við gætum horft fram á að vera með við­var­andi ástand vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í lengri tíma en þessa 2-3 mán­uð­i. 

Aðgerðir yfir­valda hér­lendis miða að því að reyna að hefta og seinka útbreiðslu veirunnar eins mikið og hægt er og dreifa álag­inu á heil­brigð­is­kerf­ið.

Unnið að rakn­ingu tveggja smita

Enn á eftir að rekja upp­runa tveggja smita sem greinst hafa hér­lend­is, en fjögur smit hafa þegar greinst sem flokk­ast sem svokölluð þriðja stigs smit, en talað er um þriðja stigs smit þegar ein­stak­lingar smit­ast af öðrum ein­stak­lingi sem ekki hefur verið staddur erlendis á skil­greindum áhættu­svæð­um.

Fimmtán manns hafa greinst með COVID-19 hér á landi eftir að hafa verið í sam­skiptum við fólk sem kom smitað frá skil­greindum áhættu­svæð­um, en allir aðrir sem greinst hafa með veiruna hafa smit­ast erlend­is. Lang­flestir voru á skíða­svæðum í Ölp­un­um, þar af 35 sem komu frá Norð­ur­-Ítal­íu, 29 sem voru í Aust­ur­ríki, fjórir sem voru í Sviss og einn sem kom smit­aður eftir að hafa verið í Asíu. Alls níu­tíu manns, sem áður seg­ir.

Yfir 700 manns eru í sótt­kví á Íslandi sem stend­ur, sam­kvæmt því sem fram kom í máli Þór­ólfs, sem hóf blaða­manna­fund­inn á að fara yfir þessar tölu­legu upp­lýs­ingar um útbreiðslu veirunn­ar. Hann sagði nokkra smit­aða ein­stak­linga vera með hita. „Von­andi mun það ástand ekki versn­a,“ sagði Þórólf­ur.

Fram kom í máli sótt­varna­læknis að verið væri að útvíkka þann hóp sem verður tek­inn til sýna­töku og að komin væri til lands­ins ný send­ing af veir­upinnum til þess að taka sýni, en yfir 830 sýni hafa verið tekin hér­lendis til þessa. Til stendur að setja auk­inn kraft í sýna­tök­una, sem hingað til hefur ein­skorð­ast að mestu við þá sem taldir hafa verið í sér­stökum áhættu­hópi.

Land­læknir klár í bak­varða­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unnar

Í dag hafa borist fregnir af því að starfs­menn Land­spít­ala hafi farið í skíða­ferð til Aust­ur­ríkis eftir að biðlað var til heil­brigð­is­starfs­fólks um að fara ekki erlendis á meðan óvissa væri um útbreiðslu veirunn­ar. Þessir starfs­menn eru nú í sótt­kví og var Alma Möller land­læknir spurð út í þetta mál á fund­inum í dag.

„Við not­uðum orðið að biðla til svo það var auð­vitað ekk­ert vald­boð í því,“ sagði land­lækn­ir, en bætti því við að hún væri von­svikin með að þessi staða hefði komið upp, biðlað hefði verið til fólks um að halda sig heima af frjálsum og fúsum vilja. Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa nú óskað eftir því að heil­brigð­is­starfs­fólk, sem er að starfa í öðrum geirum, skrái sig í svo­kall­aða bak­varða­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar.

Alma sagð­ist hafa skráð sig þar sem gjör­gæslu­lækni, en  óvíst væri vegna núver­andi starfs hennar hvort hún gæti stokkið til ef kallið kæmi, en hún væri alla­vega klár í að leggja sitt af mörkum ef svo bæri und­ir.

Allir skólar þurfi að búa sig undir að bregð­ast við smiti

Fimm­tíu nem­endur við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð eru nú í sótt­kví eftir að einn nem­andi, sem var í skól­anum á fimmtu­dag og föstu­dag, greind­ist með COVID-19 um helg­ina. 

Steinn Jóhanns­son rektor MH var á blaða­manna­fund­inum í dag og sagði að þetta hefði strax raskað skóla­starf­in. Rík áhersla hefði verið lögð á gott upp­lýs­inga­streymi til allra sem málið varð­aði, kenn­ara, nem­enda og aðstand­enda þeirra.

„Það sem við þurftum að gera og allir skólar þurfa að und­ir­búa sig fyrir ef þetta ger­ist er, hvernig við breytum skóla­starf­in­u,“ sagði Steinn og bætti við að ljóst væri að það þyrfti að breyta kennslu­á­ætl­unum og sýna aukið umburð­ar­lyndi, meðal ann­ars þeim nem­endum sem væru hik­andi við að koma í skól­ann sökum þess að þeir ættu aðstand­endur með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. 

Hann sagði að lögð væri áhersla á að hvetja nem­endur til dáða og huga að and­legri líðan allra, á þessum óvissu­tím­um.

Hefð­bundið skóla­hald er í MH í dag og ágætis mæt­ing í skól­ann, þó ein­hverja vanti. Nem­endur í sótt­kví höfðu sumir tök á að taka þátt í kennslu­stundum í gegnum síma, að sögn rekt­ors­ins.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent