Icelandair segir að ferðabannið muni hafa „veruleg áhrif“

Icelandair greinir nú mögulegar sviðsmyndir og mótvægisaðgerðir í ljósi þeirra stöðu sem upp er komin. Ferðabann til Bandaríkjanna mun hafa mikil áhrif á íslenska flugfélagið.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Tíma­bundið ferða­bann banda­rískra stjórn­valda til og frá Evr­ópu, sem gildir í 30 daga frá 14. mar­s., mun hafa veru­leg áhrif á flug­á­ætl­un Icelanda­ir á tíma­bil­inu og mun félagið draga enn frekar úr fram­boði á flugi í mars og apr­íl, umfram það sem áður hefur verið til­kynnt.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu félags­ins í Kaup­höll rétt í þessu. Þar segir að alls hafi verið um 490 flug­ferðir eru áætl­aðar til Banda­ríkj­anna á tíma­bil­inu. „Ljóst er að útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur veru­leg áhrif á ferða­lög um allan heim. Fjár­hags­leg áhrif þessa á Icelanda­ir Group eru enn óviss en eins og til­kynnt hefur verið um er félagið að greina mögu­legar sviðs­myndir og mót­væg­is­að­gerðir í ljósi stöð­unn­ar. Fjár­hags­staða Icelanda­ir Group er sterk og ­lausa­fjárs­staða ­fé­lags­ins nam rúmum 39 millj­örðum króna (301,6 millj­ón­ir ­banda­ríkja­dala) í árs­lok 2019 og er á sama stað í dag.“

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, greindi frá aðgerð­unum í ávarpi í nótt. Ferða­bann­ið, sem á að standa yfir í 30 daga frá og með kom­andi föstu­degi, mun virka þannig að öllum íbúum landa sem til­heyra Schen­gen-­svæð­inu, þar á meðal Ísland og þorri Evr­ópu, verður meinað að koma til Banda­ríkj­anna á tíma­bil­inu. Banda­rískir rík­is­borg­arar og aðrir sem eru með fasta búsetu í Banda­ríkj­unum munu fá að ferð­ast ef þeir vilja en sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem birt var í nótt á vef heima­varn­ar­ráðu­neyt­is­ins mun þeim banda­rísku far­þegum sem dvalið hafa á Schen­gen-­svæð­inu hleypt inn í landið í gegnum valda flug­velli þar sem sér­stakar ráð­staf­anir verða gerðar til að skima fyrir smiti.

Auglýsing

Allar líkur eru því til þess að flug milli Banda­ríkj­anna og landa sem til­heyra Evr­ópska efna­hags­svæð­inu muni að mestu liggja niðri á meðan að bannið stendur yfir, enda ólík­legt að flug­fé­lög muni fljúga mikið þegar þorri Evr­ópu má ekki koma til Banda­ríkj­anna, og Banda­ríkja­menn hafa verið hvattir til að fara helst ekki til Evr­ópu. 

Það mun hafa gríð­ar­leg áhrif rekstur Icelanda­ir. 

Ætl­uðu að snúa vörn í sókn en nú verður ekki að því

Flestir sem heim­­sóttu Íslands á síð­­asta ári komu frá Banda­­ríkj­un­um, eða 464 þús­und manns. Því er um að ræða mik­il­væg­asta markað flug­fé­lags­ins. Þeim far­þegum sem komu þaðan fækk­­aði um þriðj­ung milli ára og spil­aði gjald­­þrot WOW air þar stóra rullu, enda flaug flug­­­fé­lagið á nokkra áfanga­­staði í Norð­­ur­-Am­er­ík­­u. Nú er við­búið að sú fækkun muni verða umtals­vert meiri að óbreyttu.

Þegar Icelandair kynnti upp­gjör sitt fyrir síð­asta ár, og afkomu­spá fyrir 2020, voru skila­boðin þau að félagið myndi snúa vörn í sókn í ár.  Fé­lagið gerði meðal ann­ars ráð fyrir að flytja að lág­­marki jafn­­marga far­þega til Íslands á árinu 2020 og árið 2019.

Nú er sú staða gjör­breytt og algjör óvissa er um hvernig rekst­ar­árið hjá Icelanda­ir, og ferða­þjón­ust­unni í heild, verð­ur. Afkomu­spá félags­ins hefur verið aftengd og sá mögu­leiki er raun­veru­lega fyrir hendi að hrun gæti orðið í komu ferða­manna til Íslands vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Alþjóða­sam­tök flug­fé­laga, IATA, gáfu út grein­ingu í síð­ustu viku þar sem reynt var að henda reiður á hver áhrif útbreiðsl­unnar yrðu á fjölda flug­fé­laga. Ef þær nið­ur­stöður eru heim­færðar á skipt­ingu ferða­manna á Íslandi efir þjóð­ernum þá blasir við að fjöldi ferða­manna mun drag­ast saman um 200 þús­und milli ára og fara niður í 1,8 millj­ón. Það er um hálfri milljón ferða­manna færri en komu til lands­ins árið 2018. 

Þessi grein­ing byggir þó á því að áhrif af útbreiðslu veirunnar verði skamm­vinn. Verði ástandið við­var­andi í lengri tíma gæti fjöldi ferða­manna farið niður í 1,6 millj­ón­ir. Það yrði lægst fjöldi sem hefur heim­sótt landið frá árinu 2015. Nú má búast við því að tala ferða­manna geti orðið jafn­vel enn lægri. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent