Reynir Traustason ráðinn nýr ritstjóri Mannlífs

Mannlíf, sem gefið er út af Birtingi og kemur út einu sinni í viku í frídreifingu auk þess að reka fréttavef, hefur ráðið fyrrverandi ritstjóra DV til að stýra miðlinum.

Reynir Traustason
Auglýsing

Reynir Trausta­son, sem stýrði DV um ára­bil og var einn stofn­enda Stund­ar­inn­ar, hefur verið ráð­inn rit­stjóri frí­blaðs­ins Mann­lífs, sem dreift er frítt viku­lega. Frá þessu er greint á Vísi. 

Þar segir Reynir að hann hafi verið hættur í blaða­mennsku en það hafi svo allt í einu runnið upp fyrir honum að það væri engin leið að hætta. Reynir á enn 14 pró­sent hlut í Stund­inni og sonur hans, Jón Trausti Reyn­is­son, er fram­kvæmda­stjóri og annar rit­stjóri þess mið­ils. 

Reynir segir við Vísi að Stundin sé þó ekki alveg hans fjöl­mið­ill. „Ég hef ekki skipt mér að rekstr­inum í tvö ár. Ég styð þetta fólk ein­dreg­ið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagn­aði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjöl­mið­ill. Ég er popp­að­ari en svo. Stundin er flott blað en alvöru­gef­ið, ég er ekki eins alvöru­gef­inn ein­stak­ling­ur. En, meðan vel gengur er maður þög­ull hlut­hafi.“

Auglýsing

Reynir hafði skrifað á Face­book-­síðu sína í gær að hann hefði, í miðju yfir­stand­andi fári, ákveðið að snúa aftur á fjöl­miðla og „takast á hendur spenn­andi verk­efni sem ég þekki ágæt­lega.“ Þar kom hins vegar ekki fram hvert verk­efnið væri. 

Í miðju þessu fári öllu hef ég ákveðið að snúa aftur á fjöl­miðla og takast á hendur spenn­andi verk­efni á sviði sem ég...

Posted by Reynir Trausta­son on Thurs­day, March 12, 2020

Reynir stýrði, líkt og áður seg­ir, DV árum saman ásamt þeim hópi sem myndar kjarna lyk­il­starfs­fólks Stund­ar­innar í dag. Á árinu 2014 áttu sér stað mikil átök um yfir­ráð yfir miðl­inum í kjöl­far þess að DV hafði fengið fjár­hags­lega fyr­ir­t­greiðslu víða til að standa undir erf­iðum rekstri, eðal ann­­ars hjá Gísla Guð­­munds­­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hlutafé sem dugði til að taka yfir DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­­steinn Guðn­a­­son fram fyrir hönd þeirra krafna. Ólafur M. Magn­ús­­son, fyrrum stjórn­­­ar­­maður í DV, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2014 að menn tengd­ir Fram­­sókn­­ar­­flokkn­um hefðu viljað kaupa DV. Fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins hafn­aði því í kjöl­farið í yfir­­lýs­ingu

DV var skömmu síðar selt til hóps undir for­ystu Björns Inga Hrafns­­son­­ar. Kaup­in voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Sú sam­steypa fór síðan á haus­inn haustið 2017 skömmu eftir að núver­andi eig­endur Birt­ings, sem leiddur er af Hall­dóri Krist­manns­syni, fram­kvæmda­stjóra hjá Alvogen, gengu inn í kaup Press­unar á Birt­ingi, en Pressan gat ekki greitt fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent