Reynir Traustason ráðinn nýr ritstjóri Mannlífs

Mannlíf, sem gefið er út af Birtingi og kemur út einu sinni í viku í frídreifingu auk þess að reka fréttavef, hefur ráðið fyrrverandi ritstjóra DV til að stýra miðlinum.

Reynir Traustason
Auglýsing

Reynir Trausta­son, sem stýrði DV um ára­bil og var einn stofn­enda Stund­ar­inn­ar, hefur verið ráð­inn rit­stjóri frí­blaðs­ins Mann­lífs, sem dreift er frítt viku­lega. Frá þessu er greint á Vísi. 

Þar segir Reynir að hann hafi verið hættur í blaða­mennsku en það hafi svo allt í einu runnið upp fyrir honum að það væri engin leið að hætta. Reynir á enn 14 pró­sent hlut í Stund­inni og sonur hans, Jón Trausti Reyn­is­son, er fram­kvæmda­stjóri og annar rit­stjóri þess mið­ils. 

Reynir segir við Vísi að Stundin sé þó ekki alveg hans fjöl­mið­ill. „Ég hef ekki skipt mér að rekstr­inum í tvö ár. Ég styð þetta fólk ein­dreg­ið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagn­aði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjöl­mið­ill. Ég er popp­að­ari en svo. Stundin er flott blað en alvöru­gef­ið, ég er ekki eins alvöru­gef­inn ein­stak­ling­ur. En, meðan vel gengur er maður þög­ull hlut­hafi.“

Auglýsing

Reynir hafði skrifað á Face­book-­síðu sína í gær að hann hefði, í miðju yfir­stand­andi fári, ákveðið að snúa aftur á fjöl­miðla og „takast á hendur spenn­andi verk­efni sem ég þekki ágæt­lega.“ Þar kom hins vegar ekki fram hvert verk­efnið væri. 

Í miðju þessu fári öllu hef ég ákveðið að snúa aftur á fjöl­miðla og takast á hendur spenn­andi verk­efni á sviði sem ég...

Posted by Reynir Trausta­son on Thurs­day, March 12, 2020

Reynir stýrði, líkt og áður seg­ir, DV árum saman ásamt þeim hópi sem myndar kjarna lyk­il­starfs­fólks Stund­ar­innar í dag. Á árinu 2014 áttu sér stað mikil átök um yfir­ráð yfir miðl­inum í kjöl­far þess að DV hafði fengið fjár­hags­lega fyr­ir­t­greiðslu víða til að standa undir erf­iðum rekstri, eðal ann­­ars hjá Gísla Guð­­munds­­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hlutafé sem dugði til að taka yfir DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­­steinn Guðn­a­­son fram fyrir hönd þeirra krafna. Ólafur M. Magn­ús­­son, fyrrum stjórn­­­ar­­maður í DV, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2014 að menn tengd­ir Fram­­sókn­­ar­­flokkn­um hefðu viljað kaupa DV. Fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins hafn­aði því í kjöl­farið í yfir­­lýs­ingu

DV var skömmu síðar selt til hóps undir for­ystu Björns Inga Hrafns­­son­­ar. Kaup­in voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Sú sam­steypa fór síðan á haus­inn haustið 2017 skömmu eftir að núver­andi eig­endur Birt­ings, sem leiddur er af Hall­dóri Krist­manns­syni, fram­kvæmda­stjóra hjá Alvogen, gengu inn í kaup Press­unar á Birt­ingi, en Pressan gat ekki greitt fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent