Reynir Traustason ráðinn nýr ritstjóri Mannlífs

Mannlíf, sem gefið er út af Birtingi og kemur út einu sinni í viku í frídreifingu auk þess að reka fréttavef, hefur ráðið fyrrverandi ritstjóra DV til að stýra miðlinum.

Reynir Traustason
Auglýsing

Reynir Trausta­son, sem stýrði DV um ára­bil og var einn stofn­enda Stund­ar­inn­ar, hefur verið ráð­inn rit­stjóri frí­blaðs­ins Mann­lífs, sem dreift er frítt viku­lega. Frá þessu er greint á Vísi. 

Þar segir Reynir að hann hafi verið hættur í blaða­mennsku en það hafi svo allt í einu runnið upp fyrir honum að það væri engin leið að hætta. Reynir á enn 14 pró­sent hlut í Stund­inni og sonur hans, Jón Trausti Reyn­is­son, er fram­kvæmda­stjóri og annar rit­stjóri þess mið­ils. 

Reynir segir við Vísi að Stundin sé þó ekki alveg hans fjöl­mið­ill. „Ég hef ekki skipt mér að rekstr­inum í tvö ár. Ég styð þetta fólk ein­dreg­ið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagn­aði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjöl­mið­ill. Ég er popp­að­ari en svo. Stundin er flott blað en alvöru­gef­ið, ég er ekki eins alvöru­gef­inn ein­stak­ling­ur. En, meðan vel gengur er maður þög­ull hlut­hafi.“

Auglýsing

Reynir hafði skrifað á Face­book-­síðu sína í gær að hann hefði, í miðju yfir­stand­andi fári, ákveðið að snúa aftur á fjöl­miðla og „takast á hendur spenn­andi verk­efni sem ég þekki ágæt­lega.“ Þar kom hins vegar ekki fram hvert verk­efnið væri. 

Í miðju þessu fári öllu hef ég ákveðið að snúa aftur á fjöl­miðla og takast á hendur spenn­andi verk­efni á sviði sem ég...

Posted by Reynir Trausta­son on Thurs­day, March 12, 2020

Reynir stýrði, líkt og áður seg­ir, DV árum saman ásamt þeim hópi sem myndar kjarna lyk­il­starfs­fólks Stund­ar­innar í dag. Á árinu 2014 áttu sér stað mikil átök um yfir­ráð yfir miðl­inum í kjöl­far þess að DV hafði fengið fjár­hags­lega fyr­ir­t­greiðslu víða til að standa undir erf­iðum rekstri, eðal ann­­ars hjá Gísla Guð­­munds­­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hlutafé sem dugði til að taka yfir DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­­steinn Guðn­a­­son fram fyrir hönd þeirra krafna. Ólafur M. Magn­ús­­son, fyrrum stjórn­­­ar­­maður í DV, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2014 að menn tengd­ir Fram­­sókn­­ar­­flokkn­um hefðu viljað kaupa DV. Fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins hafn­aði því í kjöl­farið í yfir­­lýs­ingu

DV var skömmu síðar selt til hóps undir for­ystu Björns Inga Hrafns­­son­­ar. Kaup­in voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Sú sam­steypa fór síðan á haus­inn haustið 2017 skömmu eftir að núver­andi eig­endur Birt­ings, sem leiddur er af Hall­dóri Krist­manns­syni, fram­kvæmda­stjóra hjá Alvogen, gengu inn í kaup Press­unar á Birt­ingi, en Pressan gat ekki greitt fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent