Ekki fara beint úr sóttkví í sýnatöku til Kára

Sóttvarnalæknir brýnir fyrir fólki í sóttkví að freistast ekki til þess að skjótast í sýnatöku til Íslenskrar erfðagreiningar. 128 hafa greinst með COVID-19 hér á landi. Landlæknir segir læknum að ávísa einungis eðlilegu magni lyfja til fólks.

Skilaboð sóttvarnalæknis eru þau að fólk eigi alls ekki að yfirgefa sóttkví til þess að fara í sýnatöku til Íslenskrar erfðagreiningar.
Skilaboð sóttvarnalæknis eru þau að fólk eigi alls ekki að yfirgefa sóttkví til þess að fara í sýnatöku til Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Hund­rað tutt­ugu og átta manns hafa nú greinst með COVID-19 hér á landi. Flest smitin tengj­ast sem fyrr skíða­svæðum í Ölp­unum en „það eru fleiri lönd að koma inn í þetta,“ að sögn Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis sem greindi frá því á upp­lýs­inga­fundi kl. 14 í dag að fólk sem hefði nýlega komið frá bæði Dan­mörku og Bret­landi hefði greinst með veiruna.

Ekki hefur tek­ist að rekja upp­runa þriggja smita hér á landi og var ekki óvið­búið að sú staða kæmi upp, að sögn Þór­ólfs. „Samt verður að segj­ast eins og er að maður er ánægður með að það hafi ekki greinst fleiri svona óvænt smit inn­an­lands, enn sem komið er,” sagði sótt­varna­læknir á fund­in­um. Tveir sjúk­lingar liggja inni á Land­spít­ala með COVID-19, hvor­ugur á gjör­gæslu.

Mikið prófað hér á landi miðað við önnur ríki

Búið er að taka um 1.230 sýni, sem þýðir að það er búið að prófa um 0,3% þjóð­ar­innar fyrir veirunni. Þórólfur sagði það mikið í alþjóð­legum sam­an­burði og að það skýrði vænt­an­lega hversu margar sýk­ingar hafa greinst hér á landi miðað við höfða­tölu.

Auglýsing

Til þessa er búið að reyna að tefja fram­gang far­ald­urs­ins hér­lendis með ein­angrun fólks og með því að fá að almenn­ing og fyr­ir­tæki til að grípa til ákveð­inna var­úð­ar­ráð­staf­ana. Þórólfur segir að þessu stigi sé nú ef til vill lok­ið, eftir að stjórn­völd boð­uðu að blásið yrði til sam­komu­banns frá og með aðfara­nótt mánu­dags.

„Sú aðgerð, henni er ætlað að hindra dreif­ingu veirunnar enn meira,” sagði sótt­varna­lækn­ir. Fram­hald aðgerða mun ráð­ast af fram­gangi far­ald­urs­ins, meðal ann­ars því hvernig sýna­töku Íslenskrar erfða­grein­ingar ganga. Fyr­ir­tækið ráð­gerir taka um 1.000 sýni á dag frá öllum þeim sem vilja láta skima sig fyrir veirunni og hófst sýna­takan í dag.

Frá blaðamannafundi í Skógarhlíð fyrr í vikunni.

Þórólfur sagð­ist hafa heyrt af því að fólk sem væri í sótt­kví, sökum þess að það hefði orðið útsett fyrir smiti, hefði verið að panta sér tíma í sýna­tök­ur. Hann ráð­leggur fólki í sótt­kví ein­dregið að fara ekki í sýna­tök­una. Það væri bæði brot á sótt­kví­ar­reglum og einnig væri það mögu­leiki að fólk fengi „falskt nei­kvætt sýni“ þrátt fyrir að vera með veiruna og freist­að­ist í kjöl­farið til þess að yfir­gefa sótt­kvína. „Ég vil ein­dregið vara við þessu,“ sagði Þórólf­ur.

Læknar passi upp á lyfja­á­vís­anir

Alma Möller land­læknir benti almenn­ingi á að skoða vef­síð­una covid.is, nýja upp­lýs­inga­síðu land­lækn­is­emb­ætt­is­ins og almanna­varna, þar sem finna má mikið magn upp­lýs­inga um COVID-19. 

Hún sagði að lyfja­birgðir í land­inu hefðu verið aukn­ar, en þrátt fyrir það væri mik­il­vægt að læknar ávís­uðu lyfjum ekki í óhófi. „Það er mik­il­vægt að ávísað magn lyfja hald­ist sem eðli­leg­ast, því ann­ars gætu lyf hlað­ist upp hjá sumum sjúk­lingum á meðan öðrum skort­i,“ sagði land­læknir og bætti við að apó­tekum lands­ins hefði verið fyr­ir­skipað að afgreiða ekki óþarf­lega mikið af lyfjum til fólks.

Nú þegar hafa 260 skráð sig í bak­varða­sveit heil­brigð­is­kerf­is­ins, fjöldi sjúkra­liða, hjúkr­un­ar­fræð­inga og lækna, bæði til þess að sinna COVID-19 sjúk­lingum og einnig til þess að vera til taks og ganga í önnur störf innan heil­brigð­is­kerf­is­ins, ef álag á kerfið eykst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent