Ríkisstjórnin samþykkir að auka atvinnuleysisbótarétt til 1. júlí

Þegar atvinnuleysisbætur verða greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti í kvöld frum­varp Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, sem felur í sér breyt­ingar á lögum um atvinnu­leys­is­trygg­ingar og lögum um Ábyrgð­ar­sjóð launa, vegna sér­stakra aðstæðna á vinnu­mark­að­i. 

Í frum­varp­inu felst að þegar atvinnu­leys­is­bætur eru greiddar sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­dráttar í starf­semi vinnu­veit­anda koma föst laun launa­manns ekki sjálf­krafa til skerð­ingar á fjár­hæð atvinnu­leys­is­bóta, enda hafi starfs­hlut­fall verið lækkað hlut­falls­lega um 20 pró­sent hið minnsta og 50 pró­sent hið mesta. í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að greiðslur atvinnu­leys­is­bóta á móti launum frá vinnu­veit­anda muni „greið­ast í hlut­falli af heild­ar­greiðslum tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta. Vinnu­mála­stofnun hlýtur með breyt­ing­unni einnig sér­staka heim­ild til að óska eftir upp­lýs­ingum og gögnum frá vinnu­veit­endum þegar stofn­unin telur ástæðu vera til í þessu sam­heng­i.“

Heild­ar­greiðslur til launa­fólks munu ekki geta numið hærri fjár­hæð en 80 pró­sent af með­al­tali heild­ar­launa laun­þega á síð­ustu þremur mán­uðum fyrir minnkað starfs­hlut­fall, og eigi meira en 650 þús­und krónum í heild­ina.

Auglýsing
Breytingar á lögum um Ábyrgð­ar­sjóð launa fel­ast í því að þurfi launa­maður vegna gjald­þrots launa­greið­anda hans að sækja launa­greiðslur sínar á grund­velli laga um Ábyrgð­ar­sjóð launa mun þátt­taka hans í þessu úrræði ekki skerða mögu­leika hans að gera á kröfu í Ábyrgð­ar­sjóð launa miðað við fullt starfs­hlut­fall.

Breyt­ing­unum er ætlað að koma til móts við vinnu­veit­endur og launa­fólk í ljósi for­dæma­lausra aðstæðna hér á landi vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 veirunni. Breyt­ing­arnar munu gilda frá 15. mars til 1. júlí næst­kom­andi og í til­kynn­ing­unni segir að mark­mið þeirra sé að „að­stoða vinnu­veit­endur við að halda ráðn­ing­ar­sam­bandi við starfs­fólk sitt, þar til aðstæður batna.“

Ásmundur Ein­ars seg­ist von­ast til þess að atvinnu­rek­endur bregð­ist við þessum breyt­ingum á þann veg að halda ráðn­inga­sam­böndum við starfs­fólk sitt eins og nokkur kostur er í stað þess að ráð­ast í upp­sagn­ir. „Slík nið­ur­staða væri sam­fé­lag­inu öllu til heilla. Við horf­umst nú í augu við for­dæma­lausar aðstæð­ur, m.a. á vinnu­mark­aði, og von­umst öll til þess að þessar aðstæður gangi sem hrað­ast yfir en við þurfum öll að hjálp­ast að til þess að lág­marka þann skaða sem af þessum aðstæðum hlýst.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent