Ríkisstjórnin samþykkir að auka atvinnuleysisbótarétt til 1. júlí

Þegar atvinnuleysisbætur verða greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti í kvöld frum­varp Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, sem felur í sér breyt­ingar á lögum um atvinnu­leys­is­trygg­ingar og lögum um Ábyrgð­ar­sjóð launa, vegna sér­stakra aðstæðna á vinnu­mark­að­i. 

Í frum­varp­inu felst að þegar atvinnu­leys­is­bætur eru greiddar sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­dráttar í starf­semi vinnu­veit­anda koma föst laun launa­manns ekki sjálf­krafa til skerð­ingar á fjár­hæð atvinnu­leys­is­bóta, enda hafi starfs­hlut­fall verið lækkað hlut­falls­lega um 20 pró­sent hið minnsta og 50 pró­sent hið mesta. í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að greiðslur atvinnu­leys­is­bóta á móti launum frá vinnu­veit­anda muni „greið­ast í hlut­falli af heild­ar­greiðslum tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta. Vinnu­mála­stofnun hlýtur með breyt­ing­unni einnig sér­staka heim­ild til að óska eftir upp­lýs­ingum og gögnum frá vinnu­veit­endum þegar stofn­unin telur ástæðu vera til í þessu sam­heng­i.“

Heild­ar­greiðslur til launa­fólks munu ekki geta numið hærri fjár­hæð en 80 pró­sent af með­al­tali heild­ar­launa laun­þega á síð­ustu þremur mán­uðum fyrir minnkað starfs­hlut­fall, og eigi meira en 650 þús­und krónum í heild­ina.

Auglýsing
Breytingar á lögum um Ábyrgð­ar­sjóð launa fel­ast í því að þurfi launa­maður vegna gjald­þrots launa­greið­anda hans að sækja launa­greiðslur sínar á grund­velli laga um Ábyrgð­ar­sjóð launa mun þátt­taka hans í þessu úrræði ekki skerða mögu­leika hans að gera á kröfu í Ábyrgð­ar­sjóð launa miðað við fullt starfs­hlut­fall.

Breyt­ing­unum er ætlað að koma til móts við vinnu­veit­endur og launa­fólk í ljósi for­dæma­lausra aðstæðna hér á landi vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 veirunni. Breyt­ing­arnar munu gilda frá 15. mars til 1. júlí næst­kom­andi og í til­kynn­ing­unni segir að mark­mið þeirra sé að „að­stoða vinnu­veit­endur við að halda ráðn­ing­ar­sam­bandi við starfs­fólk sitt, þar til aðstæður batna.“

Ásmundur Ein­ars seg­ist von­ast til þess að atvinnu­rek­endur bregð­ist við þessum breyt­ingum á þann veg að halda ráðn­inga­sam­böndum við starfs­fólk sitt eins og nokkur kostur er í stað þess að ráð­ast í upp­sagn­ir. „Slík nið­ur­staða væri sam­fé­lag­inu öllu til heilla. Við horf­umst nú í augu við for­dæma­lausar aðstæð­ur, m.a. á vinnu­mark­aði, og von­umst öll til þess að þessar aðstæður gangi sem hrað­ast yfir en við þurfum öll að hjálp­ast að til þess að lág­marka þann skaða sem af þessum aðstæðum hlýst.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent