Sóttvarnarlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögu um að virkja heimildir sóttvarnarlaga til að setja á samkomubann á Íslandi. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að samþykkja tillöguna.. Markmið bannsins er að hefta útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins svo að heilbrigðisþjónustan eigi auðveldara með að takast á við álag í tengslum við veirusjúkdóminn.
Hvað felst í samkomubanninu?
Allar samkomur sem fleiri en 100 manns koma saman á vera bannaðar. Bannið mun til að mynda gilda um stórmarkaði og verður fjölda þeirra sem geta verslað í einu í þeim stýrt, þótt útfærsla á því liggi ekki fyrir. Yfirvöld hafa sagt skýrt að birgðastaða á mat og lyfjum á Íslandi, og öðrum nauðsynlegum vörum, sé góð og enginn þurfi að óttast vöruskort. Bannið mun sömuleiðis gilda um viðburði eins og íþróttakappleiki, tónleika og aðra þar sem stór hópur fólks kemur saman.
Hvenær tekur það gildi og hvað gildir það lengi?
Frá og með miðnætti 15. mars næstkomandi, eða strax eftir komandi helgi og mun gilda, að minnsta kosti til að byrja með, í fjórar vikur.
Eru undanþágur?
Samkomubannið tekur ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna en þar verða sóttvarðarráðstafanir efldar og lögð áhersla á úrræði til að draga úr smithættu. Aðrar undanþágur hafa ekki verið tilgreindar af stjórnvöldum.
Hverju breytir samkomubannið í baráttunni gegn útbreiðslu kórónuveirunnar?
Viðbrögð hingað til hafa beinst gegn fljótri greiningu einstaklinga, einangrun sýktra og sóttkví þeirra sem grunaðir eru um smit. Þá hafa verið sendar út leiðbeiningar til almennings, stofnana og fyrirtækja til að sporna við útbreiðslu veirunnar og sérstök áhersla verið lögð á að vernda viðkvæma hópa, til að mynda með heimsóknarbönnum á dvalarheimili aldraðra, Landsspítala og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Þá hefur verið biðlað til heilbrigðisstarfsmanna að fresta öllum utanlandsferðumAllar þær aðgerðir verða áfram virkar en samkomubannið bætist við.