Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í dag að til greina kæmi að bæta Bretlandi á lista yfir þau Evrópulönd sem ferðabannið til Bandaríkjanna sem hann lýsti í vikunni yfir að sett yrði á.
Þá kæmi einnig til greina að endurskoða veru annarra ríkja sem eru sem stendur á listanum. Á meðal þeirra ríkja sem ferðabannið, sem tekur gildi á miðnætti, nær yfir er Ísland.
Trump greindi frá því að ferðabannið yrði sett á aðfaranótt fimmtudags. Ferðabannið, sem á að standa yfir í 30 daga, mun að óbreyttu virka þannig að öllum íbúum landa sem tilheyra Schengen-svæðinu, þar á meðal Ísland og þorri Evrópu, verður meinað að koma til Bandaríkjanna á tímabilinu. Bandarískir ríkisborgarar og aðrir sem eru með fasta búsetu í Bandaríkjunum munu fá að ferðast ef þeir vilja en samkvæmt fréttatilkynningu sem birt var í kjölfar yfirlýsingar Trump um ferðabannið á vef heimavarnarráðuneytisins mun þeim bandarísku farþegum sem dvalið hafa á Schengen-svæðinu hleypt inn í landið í gegnum valda flugvelli þar sem sérstakar ráðstafanir verða gerðar til að skima fyrir smiti.
Þjónustujöfnuður Íslands, munurinn á útfluttri og innfluttri þjónustu, var jákvæður um 239 milljarða króna í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum. Heildartekjur íslenska þjóðarbúsins af þjónustuútflutningi, sem aftur er að langmestu leyti ferðaþjónustutengdur, voru 692 milljarðar króna í fyrra. Þessar tekjur eru nú ekki að koma inn í landið að stóru leyti ekki að koma inn í landið og algjör óvissa ríkir um hvernig háannatíminn í ferðaþjónustu, sem er sumartíminn, muni koma út þótt að viðbúið sé að samdráttur upp á tugi prósenta muni eiga sér stað.
Íslensk stjórnvöld komu á framfæri í gærmorgun hörðum mótmælum við aðgerðunum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti þá samtal við sendiherra Bandaríkjanna, og í kjölfarið fund með staðgengli hans, til þess að koma mótmælum á framfæri. Guðlaugur Þór á að eiga fund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í næstu viku vegna málsins. Þar verður farið fram á að Ísland verði undanskilið frá ferðabanninu, meðal annars vegna landfræðilegrar legu landsins.