Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum

Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi sem hægt er að gera, til dæmis þegar farsóttir geisa. Aðgerðin veitir bandarískum stjórnvöldum aðgang að 50 milljörðum Bandaríkjadala.

trmupimd.jpg
Auglýsing

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti rétt í þessu yfir neyðarástandi í landinu. Sú aðgerð, sem er hugsuð sem örþrifaráð sem hægt er að grípa til vegna náttúrhamfara, farsótta eða stríða, veitir aðgang að um 50 milljörðum Bandaríkjadala til að berjast við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 

Eins og er hafa yfir 1.800 tilfelli greinst í Bandaríkjunum, alls í 46 ríkjum, og 41 hafa látist. Bandaríkjastjórn hefur legið undir ámæli fyrir að bregðast seint við ástandinu og Trump gerði ítrekað lítið úr stöðunni á síðustu vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump talar um veiruna og útbreiðslu hennar sem vandamál innan Bandarikjanna, en ekki einungis vágest sem þurfi að halda utan landamæra landsins.

Á blaðamannafundi sem Trump boðaði til í dag og hófst rúmlega hálf átta að íslenskum tíma fór hann yfir allar þær aðgerðir sem hann og ríkisstjórn hans hefðu gripið til og sagði að þær hefðu bjargað fjölmörgum mannslífum. Hann neitaði að taka ábyrgð á því að illa hefur gengið að hefja víðtækar prófanir á því hvort að Bandaríkjamenn væru sýktir af veirunni og sagði að ástæðan fyrir töfunum hefði verið kerfislegur galli. Hans fólk væri búið að endurhanna kerfið hratt og nú væru prófanir að komast í rétt horf.

Á fundinum sagði Bandaríkjaforseti að hann væri búinn að fyrirskipa öllum ríkjum landsins að setja í gang neyðaraðgerðir og veitti heilbrigðismálaráðherra landsins, Alex Azar, víðtækar heimildir til að gera læknum og spítölum kleift að bregðast hart við veirunni og afleiðingum hennar.

Auglýsing
Á meðal þess sem hann minntist á var ákvörðun um að setja ferðabann á Kína og svo ferðabannið sem hann ákvað að setja á Evrópu og tekur gildi á miðnætti. Sagði hann að bannið hefði þegar skilað gríðarlegum árangri, þrátt fyrir að það hefði ekki enn tekið gildi.

Trump sagði að ekkert ríkið væri betur í stakk búið til að takast á við útbreiðslu veirunnar og að ekkert ríki væri að gera meira til þess að hefta úbreiðsluna hennar. Auk þess væru Bandaríkin að hjálpa öðrum ríkjum í þeirra baráttu við faraldurinn. 

Með Trump á blaðamannafundinum í dag voru meðal annars stjórnendur frá stórum bandarískum lyfjafyrirtækjum og stærstu dagvöruverslunum Bandaríkjanna, á borð við Wallmart og Target.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti aðfaranótt fimmtudags að ferð­u­m frá Evr­ópu­löndum utan Bret­lands til Banda­ríkj­anna yrði aflýst í þrjá­tíu daga. Hann sagði Evr­ópu­sam­band­inu hafa mis­tek­ist að hefta útbreiðsl­una. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafi hins vegar brugð­ist hratt við og að til­felli nýju kór­ónu­veirunnar þar í landi væru fá miðað við í Evr­ópu. Að­gerð­irnar væru „harðar en nauð­syn­leg­ar“.

Síðan þá hefur staðan versnað hratt í Bandaríkjunum og leitt til þess að neyðarástandi var lýst yfir í dag.

Trump var spurður af blaðamönnum hvort hann hefði verið prófaður svo að hægt væri að ganga úr skugga um að hann væri ekki sýktur af veirunni. Ástæðan er sú að fjölmiðlafulltrúi forseta Brasilíu, sem var viðstaddur fund hans með Trump á laugardag, hefur greinst með COVID-19. Trump svaraði spurningunni ekki beint en sagðist ekki hafa sýnt nein einkenni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent