Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum

Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi sem hægt er að gera, til dæmis þegar farsóttir geisa. Aðgerðin veitir bandarískum stjórnvöldum aðgang að 50 milljörðum Bandaríkjadala.

trmupimd.jpg
Auglýsing

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti rétt í þessu yfir neyðarástandi í landinu. Sú aðgerð, sem er hugsuð sem örþrifaráð sem hægt er að grípa til vegna náttúrhamfara, farsótta eða stríða, veitir aðgang að um 50 milljörðum Bandaríkjadala til að berjast við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 

Eins og er hafa yfir 1.800 tilfelli greinst í Bandaríkjunum, alls í 46 ríkjum, og 41 hafa látist. Bandaríkjastjórn hefur legið undir ámæli fyrir að bregðast seint við ástandinu og Trump gerði ítrekað lítið úr stöðunni á síðustu vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump talar um veiruna og útbreiðslu hennar sem vandamál innan Bandarikjanna, en ekki einungis vágest sem þurfi að halda utan landamæra landsins.

Á blaðamannafundi sem Trump boðaði til í dag og hófst rúmlega hálf átta að íslenskum tíma fór hann yfir allar þær aðgerðir sem hann og ríkisstjórn hans hefðu gripið til og sagði að þær hefðu bjargað fjölmörgum mannslífum. Hann neitaði að taka ábyrgð á því að illa hefur gengið að hefja víðtækar prófanir á því hvort að Bandaríkjamenn væru sýktir af veirunni og sagði að ástæðan fyrir töfunum hefði verið kerfislegur galli. Hans fólk væri búið að endurhanna kerfið hratt og nú væru prófanir að komast í rétt horf.

Á fundinum sagði Bandaríkjaforseti að hann væri búinn að fyrirskipa öllum ríkjum landsins að setja í gang neyðaraðgerðir og veitti heilbrigðismálaráðherra landsins, Alex Azar, víðtækar heimildir til að gera læknum og spítölum kleift að bregðast hart við veirunni og afleiðingum hennar.

Auglýsing
Á meðal þess sem hann minntist á var ákvörðun um að setja ferðabann á Kína og svo ferðabannið sem hann ákvað að setja á Evrópu og tekur gildi á miðnætti. Sagði hann að bannið hefði þegar skilað gríðarlegum árangri, þrátt fyrir að það hefði ekki enn tekið gildi.

Trump sagði að ekkert ríkið væri betur í stakk búið til að takast á við útbreiðslu veirunnar og að ekkert ríki væri að gera meira til þess að hefta úbreiðsluna hennar. Auk þess væru Bandaríkin að hjálpa öðrum ríkjum í þeirra baráttu við faraldurinn. 

Með Trump á blaðamannafundinum í dag voru meðal annars stjórnendur frá stórum bandarískum lyfjafyrirtækjum og stærstu dagvöruverslunum Bandaríkjanna, á borð við Wallmart og Target.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti aðfaranótt fimmtudags að ferð­u­m frá Evr­ópu­löndum utan Bret­lands til Banda­ríkj­anna yrði aflýst í þrjá­tíu daga. Hann sagði Evr­ópu­sam­band­inu hafa mis­tek­ist að hefta útbreiðsl­una. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafi hins vegar brugð­ist hratt við og að til­felli nýju kór­ónu­veirunnar þar í landi væru fá miðað við í Evr­ópu. Að­gerð­irnar væru „harðar en nauð­syn­leg­ar“.

Síðan þá hefur staðan versnað hratt í Bandaríkjunum og leitt til þess að neyðarástandi var lýst yfir í dag.

Trump var spurður af blaðamönnum hvort hann hefði verið prófaður svo að hægt væri að ganga úr skugga um að hann væri ekki sýktur af veirunni. Ástæðan er sú að fjölmiðlafulltrúi forseta Brasilíu, sem var viðstaddur fund hans með Trump á laugardag, hefur greinst með COVID-19. Trump svaraði spurningunni ekki beint en sagðist ekki hafa sýnt nein einkenni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent