Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast nú til hááhættusvæða

Allir Íslendingar sem koma frá Spáni, Frakklandi og Þýskalandi þurfa að fara í 14 daga sóttkví.

Allir Íslendingar sem koma frá Kanarí-eyjum munu þurfa að fara beint í sóttkví.
Allir Íslendingar sem koma frá Kanarí-eyjum munu þurfa að fara beint í sóttkví.
Auglýsing

Sótt­varna­læknir hefur hækkað áhættu­mat fyrir Spán, Þýska­land og Frakk­land í ljósi útbreiðslu COVID-19 í þeim lönd­um. Önnur slík svæði eru: Kína, Íran, Suður Kór­ea, Ítalía og skíða­svæði í Ölp­un­um.

Í til­kynn­ingu frá almanna­varna­deild rikis­lög­reglu­stjóra segir að ástæða hækk­unar á áhættu­mati sé mikil fjölgun sýktra og alvar­lega veikra í þessum lönd­um. Spánn, þar á meðal Kanarí­eyj­ar, Þýska­land og Frakk­land telj­ast því nú til háá­hættu­svæða.

Það þýðir að Íslend­ingar sem koma frá Spáni og Frakk­landi skulu fara í sótt­kví í 14 daga frá og með deg­inum í dag 14. mars 2020. Far­þegar sem koma frá Þýska­landi skulu fara í sótt­kví í 14 daga frá og með 12. mars 2020.

Fyrr í dag hvöttu íslensk stjórn­­völd Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­­för og réðu lands­­mönnum frá því að leggj­­ast í ferða­lög. 

Auglýsing
Þetta kom fram í til­­kynn­ingu frá utan­­­rík­­is- og þró­un­­ar­­sam­vinn­u­ráðu­­neyt­inu vegna til­­lögu Guð­laugs Þórs Þórð­­ar­­son­­ar, ráð­herra mála­­flokks­ins, þess efnis í ljósi þeirra yfir­­­grips­­miklu ráð­staf­ana sem erlend ríki hafa gripið til til að hefta útbreiðslu COVID-19 og kunna að hafa áhrif á Íslend­inga erlend­­is. „Víða eiga Íslend­ingar á hættu að verða inn­­lyksa eða lenda í sótt­­­kví við erf­iðar aðstæð­­ur. Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­­þjón­­ustu auk þess sem heil­brigð­is­­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i,“ segir Guð­laugur Þór „Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Í til­­kynn­ing­unni sagði einnig að mörg erlend ríki hefðu und­an­far­inn sól­­­ar­hring gripið til þess að loka landa­­mærum og skylda alla sem þangað koma í sótt­­­kví. „Ekki er hægt að úti­­loka að fleiri ríki muni grípa til svip­aðra ráð­staf­ana á næstu dög­­um. Það er mat utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við for­­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, sótt­­varn­­ar­lækni og almanna­varn­ir, að tíma­­bært sé að ráða Íslend­ingum for­m­­lega frá því að leggja upp í ferða­lög. Þá eru Íslend­ingar á ferða­lagi erlendis beðnir að íhuga hvort ástæða sé til að flýta heim­­för með til­­liti til ofan­­greindra þátta og Íslend­ingar búsettir erlendis hvattir til að kanna rétt sinn til heil­brigð­is­­þjón­ust­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent