Ekki takmark yfirvalda að meirihluti þjóðarinnar smitist af veirunni

Enn bendir allt til þess að innan við eitt prósent almennings hér á landi hafi sýkst af COVID-19 og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda séu að bera árangur. „Nú gildir að vera þolinmóð, umburðarlynd og sýna kærleika,” segir Víðir Reynisson.

Kórónuveiran
Auglýsing

„Það tekst ekki að halda far­aldri í skefjum nema að við vinnum sam­an,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn rík­is­lög­reglu­stjóra, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þar var hann spurður um áhyggjur for­eldra af áhrifum tak­mark­ana á skóla­haldi á atvinnu. Hann benti á að nú væru marg­ar vikur fram undan þar sem líf okkar verður ekki með hefð­bundnum hætti. „Ef all­ir ­gera eitt­hvað getum við saman gert mjög mik­ið.“

Ef atvinnu­rek­endur slök­uðu á mæt­ing­ar­kröfum myndi það skila mjög miklu í heild­ar­mynd­inni. Sagði Víðir að til­ ­mik­ils væri að vinna að kom­ast hjá því að loka öllu sam­fé­lag­inu.

Smit hafa nú ­greinst í þremur lands­hlutum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Veiran er því farin að láta á sér kræla ann­ars staðar sem kemur ekki á óvart, að sögn Þór­ólfs Guðna­son­ar ­sótt­varna­lækn­is. 180 hafa nú greinst með veiruna hér á landi. Benti Þórólfur á að nýj­ustu tölur væru stöðugt upp­færðar á covid.­is.

Auglýsing

Rann­sókn­ir heil­brigð­is­yf­ir­valda sem og Íslenskrar erfða­grein­ingar benti til að ekki væri mikið sam­fél­gs­smit í gangi, „við vitum ekki hversu lengi það end­ist,“ ­sagði Þórólf­ur. Á 1-2 vikum gætu komið upp tals­vert fleiri smit en greinst hafa fram að þessu.

Sagði Þórólfur að enn væri ekki hægt að segja með mik­illi vissu hvernig far­ald­ur­inn kæmi til með að þró­ast en að ekki væri óraun­hæft að ætla að hann myndi fjara út í lok maí eða júní. Enn ætti þó eftir að fá gleggri ­mynd af ástand­inu svo hægt væri að áætla hvenær far­ald­ur­inn myndi ná hámarki.

„Við erum að skrítnum tím­um, það er sam­komu­banni í gildi og röskun á sam­fé­lag­in­u,“ sagði Víð­ir. „Það tekur tíma að aðlag­ast þessu nýja normi, þessum nýja raun­veru­leika. Nú gildir að vera þol­in­móð, umburð­ar­lynd og ­sýna kær­leika.“

Hvað er hjarð­ó­næmi?

Þórólfur ræddi sér­stak­lega um hug­takið hjarð­ó­næmi og sagð­i það komið úr bólu­setn­inga­fræð­um. Það væri mæli­kvarði á hversu marga þyrftu að ­bólu­setja til að skapa ónæmi í sam­fé­lagi ef veira kemur upp svo hún næði ekki að ­þríf­ast og verða að far­aldri. Hann sagði að hægt væri að reikna út stuð­ul hjarð­ó­næmis og að miðað við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar um nýju kór­ónu­veiruna þyrft­i að bólu­setja um 60 til 70 pró­sent manna til að vernda þjóð­ina. Ekk­ert bólu­efni er hins ­vegar til. „Þetta þýðir ekki að það sé okkar tak­mark að svo margir sýk­ist af veirunn­i,“ sagði Þórólfur með áherslu. „Okkar mark­mið er að tak­marka út­breiðsl­una og hægja á henn­i.“ Ekki væri vitað hversu margir kæmu til með að ­sýkjast, „von­andi sem fæstir og þá sér­stak­lega úr þessum við­kvæmu hóp­um.“

Spurður hvort að fólk ætti að hætta við að fara í til dæm­is­ ­klipp­ingu sagði Þórólfur að hver og einn þyrfti að vega og meta það, ­sér­stak­lega þeir sem eru í áhættu­hóp­um. Almenn­ingur ætti ekki endi­lega að ­sleppa því. Í sumum löndum hefur börum og hár­greiðslu­stofum verið lok­að, svo ­dæmi séu tek­in. „Við get­um  hugs­an­lega þurft að grípa til harð­ari aðgerða ef far­ald­ur­inn ætlar að þró­ast á rangan máta. Við getum hugs­an­lega gert ákveðnar til­slak­anir ef allt virkar vel í sam­ræmi við okkar áhættu­mat.“

Alma Möller land­læknir sagði að mikið mæddi nú á starfs­mönn­um Land­spít­al­ans en að þar væri þó engan bil­bug að finna. Verið væri að und­ir­bú­a ­spít­al­ann fyrir það að taka á móti fleiri sjúk­lingum með COVID-19 en einnig ­þyrfti að tryggja að önnur nauð­syn­leg þjón­usta væri veitt. Aðeins þrjár skurð­stof­ur af átta væru nú í notk­un.

Yfir þúsund sýni eru tekin á hverjum degi hér á landi. Mynd: EPA

Á fund­inum var einnig Jóhannes Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs. Í máli hans kom fram að ákveðið hefði verið að ráð­ast í aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-19. Frá­ og með deg­inum í dag hafa fram­dyr allra stræt­is­vagna verið lok­aðar og far­þegar beðn­ir um að ganga inn um mið- eða aft­ari dyr á vögn­un­um.

Þá eru far­þeg­ar hvattir að greiða far­gjöld með strætókorti eða strætó­appi, og halda korti eða síma á lofti í átt að vagn­stjór­an­um, en ganga ekki fram í vagn­inn til að ­stað­festa far­gjald við vagn­stjóra. Þeir við­skipta­vinir sem greiða með pen­ing­um eða strætómiðum geta þó gengið fram í vagn­inn til að greiða far­gjald­ið.

Nítján jákvæð sýni

Starfs­fólk ­Ís­lenskrar erfða­grein­ingar er búið að taka 3.087 sýni í Þjón­ustu­mið­stöð rann­sókna­verk­efna í Turn­inum í Kópa­vogi. Þegar greind hafa verið 1.800 sýni hafa fund­ist 19 já­kvæð. Enn bendir því allt til þess að innan við eitt pró­sent almenn­ings hafi ­sýkst af COVID-19 og aðgerðir heil­brigð­is­yf­ir­valda séu að bera árang­ur, þar sem nýja kór­ónu­veiran sé ekki orðin mjög útbreidd meðal almenn­ings.

Gert er ráð fyr­ir­ að um þús­und nið­ur­stöður til við­bótar verði til­búnar í kvöld, og greind sýn­i verði þá alls 2800.

Alls hafa rúm­lega 14.000 manns skráð sig í skimun fram til 27. mars. Ann­ars slagið losna tímar eftir því sem afbók­anir ber­ast. Hægt er að fylgj­ast með hvort það eru laus­ir ­tímar á bok­un.­rannsokn.is.

Þrjú jákvæð sýn­i hafa þegar verið rað­greind, upp­runi eins þeirra er úr mann­eskju sem var að kom­a frá vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna og er af teg­und­inni S sem er upp­runa­lega veiran frá Asíu. Hin sýnin reynd­ust lít­il­lega stökk­breytt og af gerð­inni L, sem er al­geng­ari í Evr­ópu.

Von er á 100 ­sýnum til við­bótar úr rað­grein­ingu á morg­un.

Tæp­lega 170 ­þús­und manns hafa nú greinst með veiruna í 148 löndum heims­ins. Yfir 6.500 hafa lát­ist, flestir í Kína, á Ítalíu og í Íran.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent