„Fremur ólíklegt“ að COVID-19 hafi verið dánarmein ferðamannsins

Sóttvarnalæknir segir að það sé „fremur ólíklegt“, miðað við þau einkenni sem ástralskur ferðamaður sem lést á Húsavík í gær hafði, að andlát hans megi rekja beint til COVID-19. 225 smit hafa greinst á Íslandi til þessa.

Mynd: Almannavarnir
Auglýsing

 

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir efast um að dán­ar­mein ástr­alsk ferða­manns sem lést á Húsa­vík í gær hafi verið COVID-19. Þrátt fyrir að veiran sem veldur sjúk­dómnum hafi fund­ist í mann­inum að honum látn­um, væri það „fremur ólík­legt miðað við þau ein­kenni sem greint hefur verið frá,“ sagði Þórólfur á blaða­manna­fundi í Skóg­ar­hlíð í dag.

And­lát manns­ins er til rann­sókn­ar, en hann var á ferð um Ísland með eig­in­konu sinni, þegar veik­indi tóku sig skyndi­lega upp hjá hon­um. Hann lést skömmu eftir kom­una á heilsu­gæsl­una á Húsa­vík. Eig­in­kona hans er einnig smituð af COVID-19. Hún er í ein­angrun og 22 heil­brigð­is­starfs­menn nyrðra eru í sótt­kví.

Tvö­hund­ruð tutt­ugu og fimm manns hafa greinst með COVID-19 smit hér á landi, sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. Þórólfur sagði á upp­lýs­inga­fundi dags­ins að fram­vegis yrðu töl­urnar ein­ungis upp­færðar einu sinni á dag, á vefnum covid.is, alltaf um hádeg­is­bil.

Tutt­ugu og tvö smit hafa greinst í sýna­tökum Íslenskrar erfða­grein­ingar sem hófust fyrir helgi og er hlut­fall smit­aðra sem þangað koma um 1 pró­sent, sem bendir til þess að lítið smit sé í sam­fé­lag­inu almennt.

Auglýsing

Veiru­fræði­deild Land­spít­ala hefur greint 198 smit, en þar eru greind sýni úr þeim sem koma frá áhættu­svæðum erlend­is, hafa verið í sótt­kví vegna sam­skipta við ein­stak­linga með stað­fest smit og ann­arra sem sýna ein­kenni COVID-19. Hlut­fall sýktra úr þeim hópi er um 10 pró­sent.

Þórólfur greindi frá því að nú væru fjórir sjúk­lingar á Land­spít­ala með stað­fest COVID-19 smit, þar af tveir á gjör­gæslu. Hvor­ugur þeirra er í önd­un­ar­vél.

Gæti orðið hörgull á veir­upinnum á næst­unni

Sótt­varna­læknir sagði að fyr­ir­séð væri að það gæti á næst­unni orðið hörgull á veir­upinn­um, sem not­aðir eru til að skima fyrir COVID-19. Unnið væri að því að reyna að fá fleiri pinna til lands­ins, en eft­ir­spurnin á heims­vísu væri mjög mik­il, eins og gæfi að skilja. 

Ekki er þó útlit fyrir að tak­marka þurfi hve mörg sýni séu tekin hér á landi og yfir­völd vilja, að sögn Þór­ólfs, halda áfram að taka sýni úr stærra mengi en til dæmis bæði Svíar og Dan­ir, sem taka ein­göngu sýni úr þeim sem þurfa að leggj­ast inn á spít­ala vegna ein­kenna.

Þórólfur sagði Íslend­inga vilja halda áfram að „prófa víða“, leita og finna smit­aða, beita sótt­kví, þar sem það væri enn talin væn­leg­asta leiðin til að hefta útbreiðsl­una á þessum tíma­punkti. Það kynni þó að breyt­ast og væri metið dag frá degi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent