Katrín: Fleiri aðgerðir í undirbúningi

Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni gera allt sem þau geta til að tryggja að Ísland komist í gegnum þann efnahagslega skafl sem blasir við. Tryggja á lífsafkomu, hjálpa fyrirtækjum, verja grunnstoðir og ná svo viðspyrnu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Þetta ástand er ekki eilíft. Það skiptir hins vegar máli hvernig við höldum á spil­unum hversu langvar­andi það verð­ur. Þess vegna skiptir máli að við gerum allt það sem við getum til þess að tryggja að við komumst í gegnum skafl­inn, þannig að þegar þessu stríði er lok­ið, þá verðum við fljót að spyrna við. “

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í Kast­ljósi í kvöld þar sem hún ræddi meðal ann­ars þær efna­hags­legu afleið­ingar sem eru að teikn­ast upp vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. 

Aðspurð hvernig íslenska ríkið væri í stakk búið til að takast á við þessa stöðu og hvenær væri von á að sjá þær aðgerðir sem gripið verði til benti Katrín á að fyrstu aðgerðir hefðu verið kynntar fyrir nákvæm­lega viku síð­an. „Mér finnst eins og það sé svona ár síð­an, það er svo mikið búið að ger­ast.“

Katrín stað­festi að frek­ari efna­hags­að­gerðir væru í und­ir­bún­ingi, en Kjarn­inn greindi frá því í gær að slíkar yrðu vænt­an­lega kynntar í vik­unni. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, hafi boðað það á fundi með þing­flokks­for­mönnum í dag að svo­kall­aður band­ormur frá Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, væri vænt­an­legur í lok viku inn á þing­ið. Slíkur band­ormur er sam­an­safn breyt­inga á ýmsum lögum og við­mæl­endur Kjarn­ans eru sam­mála um að hann verði lagður fram eftir að aðgerð­ar­pakki rík­is­stjórn­ar­innar verður kynnt­ur. Því sé lík­legt að það stytt­ist í kynn­ingu á hon­um. 

Ætla að ná fram fernum mark­miðum

Katrín sagði að stjórn­völd þyrfti að gera fernt með aðgerðum sín­um. „Stóru mark­miðin í þeim eru í fyrsta lagi að tryggja lífs­af­komu fólks. Alþingi var í dag að ræða frum­varp um hluta­bæt­ur, það mun taka breyt­ing­um.[...]Við erum að tryggja að lífs­af­koma fólks sé tryggð og að það geti haldið ráðn­ing­ar­sam­band­inu við sinn vinnu­veit­anda. 

Auglýsing
Við þurfum að ráð­ast í aðgerðir til þess að styðja við fyr­ir­tækin vegna þess að þau auð­vitað halda uppi atvinnu­líf­inu í þessu landi. Þar vinnur allt fólkið í land­inu. Við þurfum sömu­leiðis að verja grunn­stoðir atvinnu­lífs­ins.[...]Í fjórða lagi þurfum við að gefa í í fjár­fest­ingu til að tryggja að hag­kerfið nái ákveð­inni við­spyrn­u.“

Allir skynja alvar­leik­ann

For­sæt­is­ráð­herra sagði að Icelandair væri að horfa framan í aðstæður þar sem flug sé nán­ast að leggj­ast af. En þreng­ing­arnar sem væru framundan væru ekki ein­ungis bundnar við ferða­þjón­ustu. Til að mynda værum við að flytja út fisk á veit­inga­staði sem fæstir væru nú opnir á okkar helstu mörk­uð­um.

Þegar Katrín var spurð af því hvort að það yrði póli­tískur óstöð­ug­leiki hér í nán­ustu fram­tíð sagði hún það vera algjört val hvort að svo yrði. „Það verða gerð mis­tök í þessu ferða­lagi eins og öðru.“ Hún hafi í dag fundað með for­svars­mönnum launa­fólks og atvinnu­lífs í dag og að það hafi verið dýr­mæt sam­töl. Allir skynji alvöru máls­ins, líka full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent