Lífeyrissjóðir hvattir til að kaupa ekki gjaldeyri næstu þrjá mánuði

Landssamtök lífeyrissjóða hvetur aðildarsjóði sína til að styðja við íslenskt efnahagslíf og færa fjármuni ekki út úr landinu næstu þrjá mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund með seðlabankastjóra í dag.

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Auglýsing

Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða hafa sent frá sér hvatn­ingu til allra líf­eyr­is­sjóða lands­ins til að halda að sér höndum um gjald­eyr­is­kaup á næstu þremur mán­uð­um. „Þykir mik­il­vægt að sjóð­irnir leggi sitt af mörkum við að styðja við íslenskt sam­fé­lag og stuðla þannig að stöð­ug­leika þegar gefur á bát­inn.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem for­maður stjórnar Lands­sam­tak­ana, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, skrifar undir og var send í kjöl­far fundar með Ásgeiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra í dag þar sem fjallað var um þá óvissu sem eru nú til staðar í efna­hags­málum Íslands. 

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að mik­ill við­skipta­af­gangur síð­ustu ára hafi gefið líf­eyr­is­sjóðum lands­ins svig­rúm til þess að fjár­festa erlendis og ná fram áhættu­dreif­ingu í eigna­safni sínu. „Í ljósi þess að útflutn­ings­tekjur lands­ins munu fyr­ir­sjá­an­lega drag­ast saman tíma­bundið telja Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða það eðli­legt að líf­eyr­is­sjóðir standi ekki að gjald­eyr­is­kaupum á næstu mán­uð­um. Sjóð­irnir eru í eigu almenn­ings og því mik­il­vægt að þeir sýni ríka sam­fé­lags­lega ábyrgð þegar kemur til fjár­fest­inga og við­bragða í okkar sam­fé­lagi á óvissu­tím­um.“

Auglýsing
Eignir líf­eyr­is­sjóða lands­ins námu 5.006 millj­örðum króna í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Þar af voru erlendar eignir 1.509 millj­arðar króna, eða 30 pró­sent af eignum þeirra. 

Við­búið er að eigna­safn líf­eyr­is­sjóð­anna, hvort sem er hér heima eða erlend­is, muni taka á sig mikla lækkun vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 er að valda á efna­hags­kerfi heims­ins, en stór hluti eigna þeirra eru mark­aðs­verð­bréf. Allir mark­aðir hafa lækkað mikið síð­ustu daga og vik­ur. 

Íslenska krónan hefur veikst hratt á þessu ári, sér­stak­lega síð­ast­liðnar vik­ur, þar sem útflæði á fjár­munum er mun meira en inn­flæði, aðal­lega vegna þess að ferða­menn eru ekki lengur að skila þjón­ustu­tekjum inn í hag­kerf­ið. Krónan hefur alls veikst um 9,8 pró­sent gagn­vart evru síð­ast­lið­inn mánuð og 6,37 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent