Lífeyrissjóðir hvattir til að kaupa ekki gjaldeyri næstu þrjá mánuði

Landssamtök lífeyrissjóða hvetur aðildarsjóði sína til að styðja við íslenskt efnahagslíf og færa fjármuni ekki út úr landinu næstu þrjá mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund með seðlabankastjóra í dag.

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Auglýsing

Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða hafa sent frá sér hvatn­ingu til allra líf­eyr­is­sjóða lands­ins til að halda að sér höndum um gjald­eyr­is­kaup á næstu þremur mán­uð­um. „Þykir mik­il­vægt að sjóð­irnir leggi sitt af mörkum við að styðja við íslenskt sam­fé­lag og stuðla þannig að stöð­ug­leika þegar gefur á bát­inn.“

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem for­maður stjórnar Lands­sam­tak­ana, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, skrifar undir og var send í kjöl­far fundar með Ásgeiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra í dag þar sem fjallað var um þá óvissu sem eru nú til staðar í efna­hags­málum Íslands. 

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að mik­ill við­skipta­af­gangur síð­ustu ára hafi gefið líf­eyr­is­sjóðum lands­ins svig­rúm til þess að fjár­festa erlendis og ná fram áhættu­dreif­ingu í eigna­safni sínu. „Í ljósi þess að útflutn­ings­tekjur lands­ins munu fyr­ir­sjá­an­lega drag­ast saman tíma­bundið telja Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða það eðli­legt að líf­eyr­is­sjóðir standi ekki að gjald­eyr­is­kaupum á næstu mán­uð­um. Sjóð­irnir eru í eigu almenn­ings og því mik­il­vægt að þeir sýni ríka sam­fé­lags­lega ábyrgð þegar kemur til fjár­fest­inga og við­bragða í okkar sam­fé­lagi á óvissu­tím­um.“

Auglýsing
Eignir líf­eyr­is­sjóða lands­ins námu 5.006 millj­örðum króna í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Þar af voru erlendar eignir 1.509 millj­arðar króna, eða 30 pró­sent af eignum þeirra. 

Við­búið er að eigna­safn líf­eyr­is­sjóð­anna, hvort sem er hér heima eða erlend­is, muni taka á sig mikla lækkun vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 er að valda á efna­hags­kerfi heims­ins, en stór hluti eigna þeirra eru mark­aðs­verð­bréf. Allir mark­aðir hafa lækkað mikið síð­ustu daga og vik­ur. 

Íslenska krónan hefur veikst hratt á þessu ári, sér­stak­lega síð­ast­liðnar vik­ur, þar sem útflæði á fjár­munum er mun meira en inn­flæði, aðal­lega vegna þess að ferða­menn eru ekki lengur að skila þjón­ustu­tekjum inn í hag­kerf­ið. Krónan hefur alls veikst um 9,8 pró­sent gagn­vart evru síð­ast­lið­inn mánuð og 6,37 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent