Vextir lækkaðir í 1,75 prósent og sveiflujöfnunarauki afnuminn

Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti í annað sinn á viku og nú um 0,5 prósent. Auk þess hefur verið ákveðið að afnema sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Fjármálastöðugleikanefnd og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafa ákveðið að grípa til frekari aðgerða vegna efnahagslegra áhrif af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Vextir hafa verið lækkaðir í annað sinn á skömmum tíma og nú niður í 1,75 prósent, eða um 0,5 prósentustig. Það þýðir að stýri­vextir hafa því lækkað um 2,75 pró­­­sent­u­­­stig frá því í maí síð­­­ast­liðnum þegar yfir­­­stand­andi vaxta­­­lækk­­­un­­­ar­­­ferli hófst. 

Auk þess hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að aflétta tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því núll prósent.

Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndarinnar  segir að hún muni ekki hækka sveiflujöfnunaraukann á næstu tólf mánuðum og verður hann því óbreyttur samkvæmt þeim reglum sem um hann gilda í að minnsta kosti tvö ár, fram á fyrsta ársfjórðung 2022. 

Aflétting kröfu um sveiflujöfnunarauka mun auðvelda bankakerfinu að styðja við heimili og fyrirtæki með því að skapa svigrúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 milljörðum króna, eða um 12,5 prósent af núverandi útlánasafni.

Þar segir enn fremur: „Útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur haft mikil áhrif á samfélög, leitt til minnkandi efnahagsumsvifa og versnandi fjármálaskilyrða víða um heim. Óvissa ríkir um hversu mikil áhrifin verða og hversu lengi þau munu vara en ljóst er að efnahagshorfur á Íslandi hafa versnað til muna, a.m.k. til skamms tíma.“

Auglýsing
Skýr skilaboð eru send til bankakerfisins um það hvernig eigi að nýta það mikla svigrúm sem skapast með því að afnema sveiflujöfnunaraukann. Fjármálastöðugleikanefnd brýnir í yfirlýsingu sinni fyrir fjármálafyrirtækjum að þau taki tillit til þeirrar miklu óvissu sem uppi er í þjóðarbúskapnum við ákvörðun um útgreiðslu arðs og endurkaup á eigin hlutabréfum á komandi misserum. „Nefndin ætlast til þess að það svigrúm sem lækkun sveiflujöfnunaraukans skapar verði notað til að styðja við heimili og fyrirtæki. Fylgst verður vel með viðbrögðum bankakerfisins, stöðu heimila og fyrirtækja, og þeim fjármálalegu skilyrðum sem þeim eru búin á næstu misserum. Nefndin er reiðubúin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi.“

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands segir að með vaxtalækkuninni sé enn slakað frekar á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi þess að efnahagshorfur hafa versnað enn meira í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19 veirunnar og þeirra umfangsmiklu aðgerða sem gripið hefur verið til hér á landi og annars staðar í heiminum til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent