Vextir lækkaðir í 1,75 prósent og sveiflujöfnunarauki afnuminn

Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti í annað sinn á viku og nú um 0,5 prósent. Auk þess hefur verið ákveðið að afnema sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd og pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hafa ákveðið að grípa til frek­ari aðgerða vegna efna­hags­legra áhrif af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Vextir hafa verið lækk­aðir í annað sinn á skömmum tíma og nú niður í 1,75 pró­sent, eða um 0,5 pró­sentu­stig. Það þýðir að ­stýri­vextir hafa því lækkað um 2,75 pró­­­­sent­u­­­­stig frá því í maí síð­­­­ast­liðnum þegar yfir­­­­stand­andi vaxta­­­­lækk­­­­un­­­­ar­­­­ferli hófst. 

Auk þess hefur fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands ákveðið að aflétta tveggja pró­senta kröfu um sveiflu­jöfn­un­ar­auka á fjár­mála­fyr­ir­tæki og verður hann því núll pró­sent.

Í yfir­lýs­ingu fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd­ar­inn­ar  segir að hún muni ekki hækk­a ­sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann á næstu tólf mán­uðum og verður hann því ó­breyttur sam­kvæmt þeim reglum sem um hann gilda í að minnsta kosti tvö ár, fram á fyrsta árs­fjórð­ung 2022. 

Aflétt­ing kröfu um ­sveiflu­jöfn­un­ar­auka mun auð­velda banka­kerf­inu að styðja við heim­il­i og fyr­ir­tæki með því að skapa svig­rúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 millj­örðum króna, eða um 12,5 pró­sent af núver­andi útlána­safni.

Þar segir enn frem­ur: „Út­breiðsla COVID-19 veirunnar hefur haft mikil áhrif á sam­fé­lög, leitt til minnk­andi efna­hags­um­svifa og versn­andi fjár­mála­skil­yrða víða um heim. Ó­vissa ríkir um hversu mikil áhrifin verða og hversu lengi þau munu vara en ljóst er að efna­hags­horfur á Íslandi hafa versnað til muna, a.m.k. til skamms tíma.“

Auglýsing
Skýr skila­boð eru send til banka­kerf­is­ins um það hvernig eigi að nýta það mikla svig­rúm sem skap­ast með því að afnema sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann. Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd brýnir í yfir­lýs­ingu sinni fyrir fjár­mála­fyr­ir­tækjum að þau taki tillit til þeirrar miklu óvissu sem uppi er í þjóð­ar­bú­skapnum við á­kvörðun um útgreiðslu arðs og end­ur­kaup á eigin hluta­bréfum á kom­andi miss­er­um. „Nefndin ætl­ast til þess að það svig­rúm sem lækk­un ­sveiflu­jöfn­un­ar­aukans skapar verði notað til að styðja við heim­ili og ­fyr­ir­tæki. Fylgst verður vel með við­brögðum banka­kerf­is­ins, stöð­u heim­ila og fyr­ir­tækja, og þeim fjár­mála­legu skil­yrðum sem þeim eru ­búin á næstu miss­er­um. Nefndin er reiðu­búin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varð­veita fjár­mála­stöð­ug­leika hér á land­i.“

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands segir að með vaxta­lækk­un­inn­i sé enn slakað frekar á taum­haldi pen­inga­stefn­unn­ar í ljósi þess að efna­hags­horfur hafa versnað enn meira í kjöl­far auk­inn­ar út­breiðslu COVID-19 veirunnar og þeirra umfangs­miklu aðgerða sem ­gripið hefur verið til hér á landi og ann­ars staðar í heim­inum til að hefta frek­ari útbreiðslu veirunn­ar. „Pen­inga­stefnu­nefnd mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vind­u efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að ­styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent