Vextir lækkaðir í 1,75 prósent og sveiflujöfnunarauki afnuminn

Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti í annað sinn á viku og nú um 0,5 prósent. Auk þess hefur verið ákveðið að afnema sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd og pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hafa ákveðið að grípa til frek­ari aðgerða vegna efna­hags­legra áhrif af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Vextir hafa verið lækk­aðir í annað sinn á skömmum tíma og nú niður í 1,75 pró­sent, eða um 0,5 pró­sentu­stig. Það þýðir að ­stýri­vextir hafa því lækkað um 2,75 pró­­­­sent­u­­­­stig frá því í maí síð­­­­ast­liðnum þegar yfir­­­­stand­andi vaxta­­­­lækk­­­­un­­­­ar­­­­ferli hófst. 

Auk þess hefur fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands ákveðið að aflétta tveggja pró­senta kröfu um sveiflu­jöfn­un­ar­auka á fjár­mála­fyr­ir­tæki og verður hann því núll pró­sent.

Í yfir­lýs­ingu fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd­ar­inn­ar  segir að hún muni ekki hækk­a ­sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann á næstu tólf mán­uðum og verður hann því ó­breyttur sam­kvæmt þeim reglum sem um hann gilda í að minnsta kosti tvö ár, fram á fyrsta árs­fjórð­ung 2022. 

Aflétt­ing kröfu um ­sveiflu­jöfn­un­ar­auka mun auð­velda banka­kerf­inu að styðja við heim­il­i og fyr­ir­tæki með því að skapa svig­rúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 millj­örðum króna, eða um 12,5 pró­sent af núver­andi útlána­safni.

Þar segir enn frem­ur: „Út­breiðsla COVID-19 veirunnar hefur haft mikil áhrif á sam­fé­lög, leitt til minnk­andi efna­hags­um­svifa og versn­andi fjár­mála­skil­yrða víða um heim. Ó­vissa ríkir um hversu mikil áhrifin verða og hversu lengi þau munu vara en ljóst er að efna­hags­horfur á Íslandi hafa versnað til muna, a.m.k. til skamms tíma.“

Auglýsing
Skýr skila­boð eru send til banka­kerf­is­ins um það hvernig eigi að nýta það mikla svig­rúm sem skap­ast með því að afnema sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann. Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd brýnir í yfir­lýs­ingu sinni fyrir fjár­mála­fyr­ir­tækjum að þau taki tillit til þeirrar miklu óvissu sem uppi er í þjóð­ar­bú­skapnum við á­kvörðun um útgreiðslu arðs og end­ur­kaup á eigin hluta­bréfum á kom­andi miss­er­um. „Nefndin ætl­ast til þess að það svig­rúm sem lækk­un ­sveiflu­jöfn­un­ar­aukans skapar verði notað til að styðja við heim­ili og ­fyr­ir­tæki. Fylgst verður vel með við­brögðum banka­kerf­is­ins, stöð­u heim­ila og fyr­ir­tækja, og þeim fjár­mála­legu skil­yrðum sem þeim eru ­búin á næstu miss­er­um. Nefndin er reiðu­búin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varð­veita fjár­mála­stöð­ug­leika hér á land­i.“

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands segir að með vaxta­lækk­un­inn­i sé enn slakað frekar á taum­haldi pen­inga­stefn­unn­ar í ljósi þess að efna­hags­horfur hafa versnað enn meira í kjöl­far auk­inn­ar út­breiðslu COVID-19 veirunnar og þeirra umfangs­miklu aðgerða sem ­gripið hefur verið til hér á landi og ann­ars staðar í heim­inum til að hefta frek­ari útbreiðslu veirunn­ar. „Pen­inga­stefnu­nefnd mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vind­u efna­hags­mála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að ­styðja við þjóð­ar­bú­skap­inn.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent