Vextir lækkaðir í 1,75 prósent og sveiflujöfnunarauki afnuminn

Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti í annað sinn á viku og nú um 0,5 prósent. Auk þess hefur verið ákveðið að afnema sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Fjármálastöðugleikanefnd og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafa ákveðið að grípa til frekari aðgerða vegna efnahagslegra áhrif af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Vextir hafa verið lækkaðir í annað sinn á skömmum tíma og nú niður í 1,75 prósent, eða um 0,5 prósentustig. Það þýðir að stýri­vextir hafa því lækkað um 2,75 pró­­­sent­u­­­stig frá því í maí síð­­­ast­liðnum þegar yfir­­­stand­andi vaxta­­­lækk­­­un­­­ar­­­ferli hófst. 

Auk þess hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að aflétta tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því núll prósent.

Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndarinnar  segir að hún muni ekki hækka sveiflujöfnunaraukann á næstu tólf mánuðum og verður hann því óbreyttur samkvæmt þeim reglum sem um hann gilda í að minnsta kosti tvö ár, fram á fyrsta ársfjórðung 2022. 

Aflétting kröfu um sveiflujöfnunarauka mun auðvelda bankakerfinu að styðja við heimili og fyrirtæki með því að skapa svigrúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 milljörðum króna, eða um 12,5 prósent af núverandi útlánasafni.

Þar segir enn fremur: „Útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur haft mikil áhrif á samfélög, leitt til minnkandi efnahagsumsvifa og versnandi fjármálaskilyrða víða um heim. Óvissa ríkir um hversu mikil áhrifin verða og hversu lengi þau munu vara en ljóst er að efnahagshorfur á Íslandi hafa versnað til muna, a.m.k. til skamms tíma.“

Auglýsing
Skýr skilaboð eru send til bankakerfisins um það hvernig eigi að nýta það mikla svigrúm sem skapast með því að afnema sveiflujöfnunaraukann. Fjármálastöðugleikanefnd brýnir í yfirlýsingu sinni fyrir fjármálafyrirtækjum að þau taki tillit til þeirrar miklu óvissu sem uppi er í þjóðarbúskapnum við ákvörðun um útgreiðslu arðs og endurkaup á eigin hlutabréfum á komandi misserum. „Nefndin ætlast til þess að það svigrúm sem lækkun sveiflujöfnunaraukans skapar verði notað til að styðja við heimili og fyrirtæki. Fylgst verður vel með viðbrögðum bankakerfisins, stöðu heimila og fyrirtækja, og þeim fjármálalegu skilyrðum sem þeim eru búin á næstu misserum. Nefndin er reiðubúin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi.“

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands segir að með vaxtalækkuninni sé enn slakað frekar á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi þess að efnahagshorfur hafa versnað enn meira í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19 veirunnar og þeirra umfangsmiklu aðgerða sem gripið hefur verið til hér á landi og annars staðar í heiminum til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent